Atvinnurekendur segja ríkið í samkeppnisrekstri með vefverslun Fríhafnarinnar

flugstod-leifs-eirkissonar-1.jpg
Auglýsing

Félag atvinnu­rek­enda (FA) segir vef­verslun Frí­hafn­ar­inn­ar, og aug­lýs­ingar vef­versl­un­ar­inn­ar, vera þátt í afar óeðli­legri sam­keppni rík­is­ins við versl­un­ar­fyr­ir­tæki í land­inu. Félagið hefur sent Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra erindi og óskað eftir að ráðu­neytið upp­lýsi um afstöðu sína til pönt­un­ar­þjón­ustu Frí­hafn­ar­innar í Leifs­stöð, svo­kall­aðrar Express-­þjón­ustu á net­inu.

„Frí­höfnin í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar hefur að und­an­förnu aug­lýst grimmt á net­inu svo­kall­aða „Ex­press-­þjón­ust­u“, sem er í raun vef­verzlun þar sem hægt er að panta vörur án opin­berra gjalda, fá þær afhentar í verzlun Frí­hafn­ar­innar og greiða þær þar. Við­skipta­vin­ur­inn getur valið hvort varan er afhent í brott­far­ar- eða komu­verzl­un. Ekki verður séð að neitt komi í veg fyrir að sá sem pantar á net­inu fái vini eða vanda­menn sem eiga leið til útlanda til að sækja vör­urnar fyrir sig,“ segir í erind­inu en það er birt á vef­síðu félags­ins í dag. Ólafur Steph­en­sen er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Auglýsing


„Mark­aðs­her­ferðir Frí­hafn­ar­inn­ar, þar sem vakin er athygli á þess­ari þjón­ustu, eru þáttur í afar óeðli­legri sam­keppni rík­is­ins við verzl­un­ar­fyr­ir­tæki í land­inu. Rekstur Frí­hafn­ar­innar fer sífellt lengra út fyrir það sem telj­ast má eðli­leg skil­grein­ing á „frí­hafn­ar­verzlun fyrir ferða­menn“. Rekstur komu­verzl­un­ar, þar sem vörur eru seldar til nota inn­an­lands án opin­berra gjalda, sífellt meira vöru­úr­val (til dæmis nær­föt og leik­föng) og nú síð­ast pönt­un­ar­þjón­usta á net­inu eru dæmi um slíkt.“

Síma­sala var ekki leyfð

Í erind­inu er rif­fjað upp að um miðjan tíunda ára­tug­inn bauð Frí­höfnin upp á síma­sölu, sem síðar var tekið fyr­ir.„Um miðjan tíunda ára­tug síð­ustu aldar var boðið upp á síma­sölu Frí­hafn­ar­inn­ar, þar sem fólk gat pantað vörur og látið sækja fyrir sig í Leifs­stöð. Á þeim tíma rit­aði Stefán S. Guð­jóns­son þáver­andi fram­kvæmda­stjóri Félags íslenzkra stór­kaup­manna, for­vera Félags atvinnu­rek­enda, Frið­rik Soph­us­syni, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, bréf og vakti athygli á þessum óeðli­legu vinnu­brögðum Frí­hafn­ar­inn­ar.Í bréfi Stef­áns var vakin athygli á að sá sem pant­aði vör­una þyrfti „aldrei að fara af landi brott sjálfur og sá sem sækir vör­una þarf ekki heldur að rog­ast með hana á sínu ferða­lagi. Hann ein­fald­lega tekur vör­una á heim­leið­inni og heldur á henni þá 30 metra sem eru frá inn­komu­verslun frí­hafn­ar­innar og í gegnum toll­inn.“ Nákvæm­lega það sama á við um „Ex­press-­þjón­ust­una“ sem Frí­höfnin býður nú upp á.FÍS óskaði eftir því að ráðu­neytið hlut­að­ist til um að Frí­höfnin léti af þessum vinnu­brögð­um. Svar­bréf fjár­mála­ráð­herra barst dag­inn eftir og var skor­in­ort: „Heim­ild til inn­flutn­ings á vörum án greiðslu aðflutn­ings­gjalda er bundin við vörur til eigin nota fyrir ferða­menn og telur fjár­mála­ráðu­neytið að gera eigi kröfu um að þeir greiði sjálfir fyrir þær vörur sem þeir kaupa í frí­höfn og flytja til lands­ins.“ Í fram­hald­inu var tekið fyrir síma­sölu Frí­hafn­ar­inn­ar,“ segir í erind­inu til fjár­mála­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None