ÁTVR hætt við að áfrýja niðurstöðu í máli gegn vefverslunum vegna afstöðu ráðherra

Héraðsdómur vísaði fyrr í mánuðinum frá máli ÁTVR gegn tveimur vefverslunum sem selja áfengi en stofnunin sagðist ætla að áfrýja. Tveir ráðherrar sögðu í kjölfarið að breyta þyrfti fyrirkomulagi áfengissölu á Íslandi.

Vínbúðin
Auglýsing

Áfeng­is- og tóbaks­verslun rík­is­ins (ÁTVR) hefur ákveðið að áfrýja ekki nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms Reykja­víkur um frá­vísun mála gegn tveimur vef­versl­unum sem höfðuð voru í þeim til­gangi að stöðva sölu áfengis í gegnum þær inn­an­lands.

Í til­kynn­ingu á vef ÁTVR segir að stofn­unin telji að slík vef­verslun sam­rým­ist ekki lög­um, gangi gegn einka­leyfi ÁTVR og sé í beinni and­stöðu við gild­andi áfeng­is- og lýð­heilsu­stefnu. Hér­aðs­dómur vís­aði hins vegar öllum kröfum ÁTVR í mála­rekstr­inum frá. Í ljósi þess að bæði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem fer með mál­efni laga um verslun með áfengi og tóbak, og Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra, sem fer með áfeng­is­lög­in, hafi lýst því yfir að þeir telji nauð­syn­legt að end­ur­skoða og skýra lög og reglu­verk um smá­sölu áfengis hafi ÁTVR „ákveðið að una nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms í trausti þess að lög­gjaf­inn og eft­ir­lits­að­ilar taki á mál­in­u.“

Töldu brotið á einka­rétti sínum

Kjarn­inn greindi frá nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms í mál­unum tveim­ur, sem höfðuð voru gegn vef­versl­un­unum Sante og Bjór­landi, þann 18. mars síð­ast­lið­inn.

ÁTVR, sem er rík­­is­­fyr­ir­tæki en heyrir samt sem áður ekki undir sér­staka stjórn, taldi að fyr­ir­tækin hafi brotið gegn áfeng­is­lögum með starf­­semi sinni og brotið á einka­rétti sínum til smá­­sölu á áfengi. Rík­­is­­fyr­ir­tækið vildi að Sante og Bjór­land myndu láta af við­­skiptum með áfengi og að bóta­­skylda fyr­ir­tækj­anna gagn­vart sér yrði við­­ur­­kennd. 

Auglýsing
Sante og Bjór­land fóru bæði fram á að málum gegn sér yrði vísað frá dómi meðal ann­­ars á þeim grund­velli að ÁTVR ætti ekki lögvarða hags­muni af úrlausn þess. Þá töldu lög­­­menn þeirra að grein­­ar­­gerð ÁTVR hefði ekki upp­­­fyllt kröfur rétt­­ar­farslaga um skýr­­leika. Auk þess hafði ÁTVR ekki sýnt fram á tengsl meintrar hátt­­semi stefndu fyr­ir­tækj­anna tveggja við „ætlað skaða­verk eða leitt nokkrar líkur að tjóni sín­u.“

Ekki hlut­verk ÁTVR að hafa eft­ir­lit með einka­rétti

Í nið­­ur­­stöðu Hér­­aðs­­dóms Reykja­vík­ur  í mál­unum tveimur kom fram sam­hljóma nið­­ur­­staða. Þar var tekið undir sjón­­­ar­mið Sante og Bjór­lands um að ÁTVR hafi ekk­ert með svona mála­­rekstur að gera.

Lög feli ÁTVR það mark­mið að vinna gegn mis­­­notkun áfengis og tak­­marka í því skyni aðgengi að og fram­­boð á áfengi. „En þó að stefn­anda sé að lögum fal­inn einka­­réttur eða einka­­leyfi til smá­­sölu á áfengi telst það ekki meðal verk­efna hans að við­halda einka­rétt­inum eða vernda hann með mál­­sóknum fyrir dóm­stól­­um. Allt eft­ir­lit sam­­kvæmt lögum er falið öðrum stjórn­­völd­­um. Lög­­gjaf­inn hefur þannig ákveðið í hvaða far­­veg brot gegn einka­rétti stefn­anda eigi að fara og sú eft­ir­­fylgni eða eft­ir­lit er ekki í höndum stefn­anda.“

ÁTVR sýndi ekki fram á tjón

Varð­andi við­­ur­­kenn­ingu á skaða­­bóta­­kröfu þá komst dóm­­ur­inn að þeirri nið­­ur­­stöðu að ÁTVR hafi ekki í mála­til­­bún­­aði sínum „freistað þess að upp­­lýsa nánar eða leggja fram gögn um það tjón sem hann kveðst hafa orðið fyrir vegna hátt­­semi stefnda […] Að mati dóms­ins skorti því veru­­lega á að full­nægt sé þeim skil­yrðum sem gerð eru til sönn­unar á til­­vist tjóns í málum sem höfðuð eru til við­­ur­­kenn­ingar á bóta­­skyld­u“.

Auglýsing
Til við­­bótar tók dóm­­ur­inn fram að sam­­kvæmt lögum um starf­­semi ÁTVR eigi hún að vera sem hag­­kvæmust og afla tekna sem nægi til að greiða rekstr­­ar­­kostn­aði og skila hæfi­­legum arði til rík­­is­­sjóðs. „Fjár­­­mögnun stofn­un­­ar­innar er þannig á grund­velli almennrar tekju­öfl­unar og arð­­ur­inn er íslenska rík­­is­ins, en ekki stefn­anda. Er því ekki unnt að líta svo á að stefn­andi, sem er rík­­is­­stofn­un, hafi af því fjár­­hags­­lega hags­muni að við­halda einka­rétti á sölu áfengis í smá­­sölu enda er það lög­­gjafans að ákveða fyr­ir­komu­lag á sölu áfengis í smá­­sölu í land­in­u.“

Að end­ingu sagði í dómunum að ann­­markar og van­­kantar á mála­til­­bún­­aði ÁTVR hafi leitt, „hver og einn og allir í senn, til þess að óhjá­­kvæmi­­legt er að vísa máli þessu frá í heild sinni frá dómi“.

ÁTVR var gert að greiða Arn­­ari Sig­­urðs­­syni, Sante ehf. og Sante SAS sam­tals 1.650 þús­und krónur í máls­­kostnað og Bjór­landi 950 þús­und krón­­ur.

Tveir ráð­herrar stigu inn

Upp­haf­lega til­kynnti ÁTVR að stofn­unin ætl­aði að áfrýja nið­ur­stöð­unni. Bjarni Bene­dikts­son, sem stýrir því ráðu­neyti sem ÁTVR heyrir und­ir, sagði hins vegar 22. mars síð­ast­lið­inn að hann sæi ekki ástæðu til að áfrýja nið­ur­stöð­unni og að honum þætti „þetta ágæt­­lega rök­studd­ur dóm­­ur.“

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Hann teldi að vef­versl­un með áfengi væri að breyta leik­regl­un­um og að nú­ver­andi áfeng­is­lög hefðu ekki að öllu leyti verið smíðuð með hlið­sjón af þeim veru­­leika. „Í mín­um huga er þetta þó nokkuð skýrt, þ.e. að það væri mjög ein­­kenn­i­­legt að líta þannig á að vef­versl­un inn­­an EES væri heim­il en vef­versl­un inn­­­lendra aðila væri sér­­stakt vanda­­mál.“ Tíma­bært væri að heim­ila vef­verslun með áfengi.

Dag­inn eftir sagði Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra við RÚV að núver­andi fyr­ir­komu­lag áfeng­is­sölu í land­inu væri komið að þol­mörk­um. Hann ynni að frum­varpi um breyt­ingu á áfeng­is­lögum þar sem erfitt væri að við­halda ein­okun ÁTVR á sölu áfeng­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent