ÁTVR hætt við að áfrýja niðurstöðu í máli gegn vefverslunum vegna afstöðu ráðherra

Héraðsdómur vísaði fyrr í mánuðinum frá máli ÁTVR gegn tveimur vefverslunum sem selja áfengi en stofnunin sagðist ætla að áfrýja. Tveir ráðherrar sögðu í kjölfarið að breyta þyrfti fyrirkomulagi áfengissölu á Íslandi.

Vínbúðin
Auglýsing

Áfeng­is- og tóbaks­verslun rík­is­ins (ÁTVR) hefur ákveðið að áfrýja ekki nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms Reykja­víkur um frá­vísun mála gegn tveimur vef­versl­unum sem höfðuð voru í þeim til­gangi að stöðva sölu áfengis í gegnum þær inn­an­lands.

Í til­kynn­ingu á vef ÁTVR segir að stofn­unin telji að slík vef­verslun sam­rým­ist ekki lög­um, gangi gegn einka­leyfi ÁTVR og sé í beinni and­stöðu við gild­andi áfeng­is- og lýð­heilsu­stefnu. Hér­aðs­dómur vís­aði hins vegar öllum kröfum ÁTVR í mála­rekstr­inum frá. Í ljósi þess að bæði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem fer með mál­efni laga um verslun með áfengi og tóbak, og Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra, sem fer með áfeng­is­lög­in, hafi lýst því yfir að þeir telji nauð­syn­legt að end­ur­skoða og skýra lög og reglu­verk um smá­sölu áfengis hafi ÁTVR „ákveðið að una nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms í trausti þess að lög­gjaf­inn og eft­ir­lits­að­ilar taki á mál­in­u.“

Töldu brotið á einka­rétti sínum

Kjarn­inn greindi frá nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms í mál­unum tveim­ur, sem höfðuð voru gegn vef­versl­un­unum Sante og Bjór­landi, þann 18. mars síð­ast­lið­inn.

ÁTVR, sem er rík­­is­­fyr­ir­tæki en heyrir samt sem áður ekki undir sér­staka stjórn, taldi að fyr­ir­tækin hafi brotið gegn áfeng­is­lögum með starf­­semi sinni og brotið á einka­rétti sínum til smá­­sölu á áfengi. Rík­­is­­fyr­ir­tækið vildi að Sante og Bjór­land myndu láta af við­­skiptum með áfengi og að bóta­­skylda fyr­ir­tækj­anna gagn­vart sér yrði við­­ur­­kennd. 

Auglýsing
Sante og Bjór­land fóru bæði fram á að málum gegn sér yrði vísað frá dómi meðal ann­­ars á þeim grund­velli að ÁTVR ætti ekki lögvarða hags­muni af úrlausn þess. Þá töldu lög­­­menn þeirra að grein­­ar­­gerð ÁTVR hefði ekki upp­­­fyllt kröfur rétt­­ar­farslaga um skýr­­leika. Auk þess hafði ÁTVR ekki sýnt fram á tengsl meintrar hátt­­semi stefndu fyr­ir­tækj­anna tveggja við „ætlað skaða­verk eða leitt nokkrar líkur að tjóni sín­u.“

Ekki hlut­verk ÁTVR að hafa eft­ir­lit með einka­rétti

Í nið­­ur­­stöðu Hér­­aðs­­dóms Reykja­vík­ur  í mál­unum tveimur kom fram sam­hljóma nið­­ur­­staða. Þar var tekið undir sjón­­­ar­mið Sante og Bjór­lands um að ÁTVR hafi ekk­ert með svona mála­­rekstur að gera.

Lög feli ÁTVR það mark­mið að vinna gegn mis­­­notkun áfengis og tak­­marka í því skyni aðgengi að og fram­­boð á áfengi. „En þó að stefn­anda sé að lögum fal­inn einka­­réttur eða einka­­leyfi til smá­­sölu á áfengi telst það ekki meðal verk­efna hans að við­halda einka­rétt­inum eða vernda hann með mál­­sóknum fyrir dóm­stól­­um. Allt eft­ir­lit sam­­kvæmt lögum er falið öðrum stjórn­­völd­­um. Lög­­gjaf­inn hefur þannig ákveðið í hvaða far­­veg brot gegn einka­rétti stefn­anda eigi að fara og sú eft­ir­­fylgni eða eft­ir­lit er ekki í höndum stefn­anda.“

ÁTVR sýndi ekki fram á tjón

Varð­andi við­­ur­­kenn­ingu á skaða­­bóta­­kröfu þá komst dóm­­ur­inn að þeirri nið­­ur­­stöðu að ÁTVR hafi ekki í mála­til­­bún­­aði sínum „freistað þess að upp­­lýsa nánar eða leggja fram gögn um það tjón sem hann kveðst hafa orðið fyrir vegna hátt­­semi stefnda […] Að mati dóms­ins skorti því veru­­lega á að full­nægt sé þeim skil­yrðum sem gerð eru til sönn­unar á til­­vist tjóns í málum sem höfðuð eru til við­­ur­­kenn­ingar á bóta­­skyld­u“.

Auglýsing
Til við­­bótar tók dóm­­ur­inn fram að sam­­kvæmt lögum um starf­­semi ÁTVR eigi hún að vera sem hag­­kvæmust og afla tekna sem nægi til að greiða rekstr­­ar­­kostn­aði og skila hæfi­­legum arði til rík­­is­­sjóðs. „Fjár­­­mögnun stofn­un­­ar­innar er þannig á grund­velli almennrar tekju­öfl­unar og arð­­ur­inn er íslenska rík­­is­ins, en ekki stefn­anda. Er því ekki unnt að líta svo á að stefn­andi, sem er rík­­is­­stofn­un, hafi af því fjár­­hags­­lega hags­muni að við­halda einka­rétti á sölu áfengis í smá­­sölu enda er það lög­­gjafans að ákveða fyr­ir­komu­lag á sölu áfengis í smá­­sölu í land­in­u.“

Að end­ingu sagði í dómunum að ann­­markar og van­­kantar á mála­til­­bún­­aði ÁTVR hafi leitt, „hver og einn og allir í senn, til þess að óhjá­­kvæmi­­legt er að vísa máli þessu frá í heild sinni frá dómi“.

ÁTVR var gert að greiða Arn­­ari Sig­­urðs­­syni, Sante ehf. og Sante SAS sam­tals 1.650 þús­und krónur í máls­­kostnað og Bjór­landi 950 þús­und krón­­ur.

Tveir ráð­herrar stigu inn

Upp­haf­lega til­kynnti ÁTVR að stofn­unin ætl­aði að áfrýja nið­ur­stöð­unni. Bjarni Bene­dikts­son, sem stýrir því ráðu­neyti sem ÁTVR heyrir und­ir, sagði hins vegar 22. mars síð­ast­lið­inn að hann sæi ekki ástæðu til að áfrýja nið­ur­stöð­unni og að honum þætti „þetta ágæt­­lega rök­studd­ur dóm­­ur.“

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Hann teldi að vef­versl­un með áfengi væri að breyta leik­regl­un­um og að nú­ver­andi áfeng­is­lög hefðu ekki að öllu leyti verið smíðuð með hlið­sjón af þeim veru­­leika. „Í mín­um huga er þetta þó nokkuð skýrt, þ.e. að það væri mjög ein­­kenn­i­­legt að líta þannig á að vef­versl­un inn­­an EES væri heim­il en vef­versl­un inn­­­lendra aðila væri sér­­stakt vanda­­mál.“ Tíma­bært væri að heim­ila vef­verslun með áfengi.

Dag­inn eftir sagði Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra við RÚV að núver­andi fyr­ir­komu­lag áfeng­is­sölu í land­inu væri komið að þol­mörk­um. Hann ynni að frum­varpi um breyt­ingu á áfeng­is­lögum þar sem erfitt væri að við­halda ein­okun ÁTVR á sölu áfeng­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent