Auðlindaákvæðið „ekki bara glatað, það er stórhættulegt“

Forsætisráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um nýja auðlindaákvæðið á þingi í dag. Ágreiningurinn felst ekki í breytingum á stjórnarskrá sem slíkum heldur þessu tiltekna ákvæði.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar hvetur Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra til að nýta sína póli­tísku inn­eign til að „fá hennar kæru vini í Sjálf­stæð­is­flokknum til að skipta um skoð­un“ varð­andi nýja auð­linda­á­kvæðið sem til stendur að setja í stjórn­ar­skrána ef sam­komu­lag næst um mál­ið. Þetta kom fram í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Þing­mað­ur­inn bað for­sæt­is­ráð­herra að fá Sjálf­stæð­is­menn með sér í lið til að gera auð­linda­á­kvæðið alger­lega ótví­rætt; að tíma­bundna samn­inga þyrfti til þess að vera með afnot og aðgang að auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. „En hún vill ekki nýta þessa inn­eign sína í þetta, gott og vel,“ sagði Þor­gerður Katrín um for­sæt­is­ráð­herra.

Katrín sagði að fyrsta umræða, þegar mælt var fyrir mál­inu, hefði verði mál­efna­leg og að hún átt­aði sig á því að ekki væri sam­staða um ákvæð­ið. Ekki stæði á henni í þessu máli og hefði hún sagt það marg­ít­rekað að hún teldi mjög mik­il­vægt að ná fram ein­hverjum breyt­ingum á stjórn­ar­skrá.

Auglýsing

Hefði viljað sjá stærri skref

Þor­gerður Katrín sagði að skyn­sam­legt væri að taka að ein­hverju leyti stjórn­ar­skrár­breyt­ingar í gegnum þingið og sýna það að þingið gæti breytt stjórn­ar­skránni. „Ég hefði viljað sjá stærri og meiri skref, það er til dæmis ekk­ert laun­ung­ar­mál að við deildum um jafnt vægi atkvæða. En það var sam­komu­lag um það í upp­hafi að fjalla næst um það. En þegar rök­ræðukönn­unin sem gerð var sýndi ótví­rætt fram á vilja þjóð­ar­innar til að breyta því fyr­ir­komu­lagi hefði ég gjarnan viljað hafa það með. En gott og vel, það varð ekki.“

Skila­boð þing­manns­ins til Katrínar eru þau að Við­reisn standi ekki í vegi fyrir því að sumar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá fari í gegnum þing­ið.

„Hins vegar er líka meiri­hluti fyrir því hjá rík­is­stjórn­inni að ýta áfram auð­linda­á­kvæð­inu. Gott og vel. Ef það kemur hingað þá ætla ég líka að segja að ég mun ekki fara í mál­þóf varð­andi það ömur­lega ákvæði, heldur ein­fald­lega láta þjóð­ina taka afstöðu til þess þegar þar að kem­ur,“ sagði hún og hvatti Katrínu til dáða í þessum efnum og und­ir­strik­aði að hún vildi ekki að þessi mál yrðu föst í nefnd. „Ég held að við eigum að reyna að gera allt til þess að taka skref í þessu skyni og afgreiða að minnsta kosti hluta þeirra.“

Sam­hljómur um sumar breyt­ingar

Katrín svar­aði og sagði að þegar hún mælti fyrir þessu máli í febr­úar hefði henni fund­ist fyrsta umræða um frum­varpið vera góð umræða. „Mér fannst hún mál­efna­leg. Ég dró það út úr þeirri umræðu að það kynni að vera sam­hljómur um ýmsar þær breyt­ingar sem lagðar eru til í frum­varp­inu þó að það sé aug­ljós­lega ekki sam­hljómur um allar breyt­ing­ar.“

Hún sagð­ist auð­vitað ekki vera sam­mála Þor­gerði Katrínu um auð­linda­á­kvæðið en hún telur það einmitt vera skýrt og „snú­ast um grund­vall­ar­regl­urnar sem við viljum setja um auð­linda­nýt­ingu í sam­fé­lag­inu. Mér finnst þetta vera gott ákvæði. Ég átta mig hins vegar á því að það er ekki sam­staða um það. Ég veit að kallað hefur verið eftir því í hátt­virt stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hvort unnt sé að ná saman um ein­hver ákvæði, hvort það séu ein­hver ákvæði sem hátt­virtir þing­menn sem þar sitja telja flöt á að sam­ein­ast um, þó að það sé ekki allt. Þá er það auð­vitað hægur vandi fyrir nefnd­ina að afgreiða hluta máls­ins í sam­stöðu og skilja þá önnur mál eftir til frek­ari úrvinnslu síðar meir. Ég hef hvatt til þess ef slíkur vilji er fyrir hend­i.“

Sagði hún að sú pressa sem skap­ast á afgreiðslu stjórn­ar­skrár­breyt­inga í aðdrag­anda kosn­inga gerði fólki mjög erfitt fyrir að ná saman um mál sem jafn­vel væri hægt að ná saman um undir öðrum kring­um­stæð­um. „Þannig að ég ætla bara að fá að lýsa þeirri skoðun minni að ég tel, með þennan marg­breyti­lega þing­heim og fjölda flokka, að þetta verk­efni muni reyn­ast okkur erfitt ef við viljum reyna að ná fram breyt­ingum í sam­stöðu, sem ég held að sé vilji lang­flestra hér inn­i.“

Tæki­færi til að taka ákveðin skref

Þor­gerður Katrín kom aftur í pontu og benti á að grund­vallará­grein­ingur þeirra á milli væri varð­andi þetta auð­linda­á­kvæði. „Ég tel það ekki bara glat­að, það er stór­hættu­legt. Ég vil miklu frekar hvetja hæst­virtan for­sæt­is­ráð­herra og þing­mann Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, til að nýta sína póli­tísku inn­eign til að fá hennar kæru vini í Sjálf­stæð­is­flokknum til að skipta um skoð­un, segja við þá: Kæru vin­ir. Breytum þessu og höfum þetta alger­lega ótví­rætt, að það þurfi tíma­bundna samn­inga til þess að vera með afnot og aðgang að auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. Gerum þetta ótví­rætt, kæru vin­ir. En hún vill ekki nýta þessa inn­eign sína í þetta, gott og vel.“

Vildi hún und­ir­strika að hún teldi mjög mik­il­vægt að þing­menn fengju tæki­færi til að ræða stjórn­ar­skrána áfram í þing­sal.

„Ég tel tæki­færi til að taka ákveðin skref. Já, það á víst eftir að vinna ákveðna þætti og mér hefði þótt meiri bragur á því ef nefndin hefði verið komin lengra. En ég held engu að síður að það sé enn svig­rúm og enn tæki­færi einmitt til að taka ein­hver skref varð­andi stjórn­ar­skrána í sæmi­legri sátt og þá er ég að tala um íslensku­á­kvæð­ið, umhverf­is­á­kvæði og síðan hinn títt­nefnda II. kafla stjórn­ar­skrár sem er kenndur við for­set­ann.“

Dap­ur­legt að stjórn­ar­skrá Íslands sé þögul með öllu um umhverf­is- og nátt­úru­vernd

Katrín svar­aði í annað sinn og sagði að ekki stæði á henni í þessu máli og hefði hún sagt það marg­ít­rekað að hún teldi mjög mik­il­vægt að ná fram ein­hverjum breyt­ingum á stjórn­ar­skrá.

„Ég tel margar þeirra breyt­inga sem eru lagðar þarna til þess eðlis að um þær ætti að geta verið sam­staða. Auð­vitað er dap­ur­legt að stjórn­ar­skrá Íslands sé til dæmis þögul með öllu um umhverf­is- og nátt­úru­vernd, ein stjórn­ar­skráa á Norð­ur­lönd­um. Ef stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd næði saman um að afgreiða slíkt ákvæði þá myndi ég vera full­kom­lega til í þá umræðu sem og þær breyt­ingar sem hátt­virtur þing­maður vísar hér til og þær þurfa ekki allar að koma til atkvæða ef fólk metur þær ekki allar skyn­sam­leg­ar.

En þó hefur mér heyrst að það geti verið tölu­verður sam­hljómur um ýmsar þær breyt­ingar sem eru lagðar til í for­setakafl­an­um, ekki all­ar, gott og vel. Ég hef hvatt fram­sögu­mann máls­ins og for­mann nefnd­ar­innar til að vinna að því einmitt að kanna það alger­lega til botns hvort ekki sé unnt að ná sam­stöðu um ein­hver ákvæði þannig að þetta verk­efni hreyf­ist og þannig að stjórn­ar­skráin verði til dæmis ekki þögul áfram um umhverf­is- og nátt­úru­vernd sem er eitt stærsta mál sam­tím­ans,“ sagði hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent