Auðlindaákvæðið „ekki bara glatað, það er stórhættulegt“

Forsætisráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um nýja auðlindaákvæðið á þingi í dag. Ágreiningurinn felst ekki í breytingum á stjórnarskrá sem slíkum heldur þessu tiltekna ákvæði.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar hvetur Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra til að nýta sína póli­tísku inn­eign til að „fá hennar kæru vini í Sjálf­stæð­is­flokknum til að skipta um skoð­un“ varð­andi nýja auð­linda­á­kvæðið sem til stendur að setja í stjórn­ar­skrána ef sam­komu­lag næst um mál­ið. Þetta kom fram í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Þing­mað­ur­inn bað for­sæt­is­ráð­herra að fá Sjálf­stæð­is­menn með sér í lið til að gera auð­linda­á­kvæðið alger­lega ótví­rætt; að tíma­bundna samn­inga þyrfti til þess að vera með afnot og aðgang að auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. „En hún vill ekki nýta þessa inn­eign sína í þetta, gott og vel,“ sagði Þor­gerður Katrín um for­sæt­is­ráð­herra.

Katrín sagði að fyrsta umræða, þegar mælt var fyrir mál­inu, hefði verði mál­efna­leg og að hún átt­aði sig á því að ekki væri sam­staða um ákvæð­ið. Ekki stæði á henni í þessu máli og hefði hún sagt það marg­ít­rekað að hún teldi mjög mik­il­vægt að ná fram ein­hverjum breyt­ingum á stjórn­ar­skrá.

Auglýsing

Hefði viljað sjá stærri skref

Þor­gerður Katrín sagði að skyn­sam­legt væri að taka að ein­hverju leyti stjórn­ar­skrár­breyt­ingar í gegnum þingið og sýna það að þingið gæti breytt stjórn­ar­skránni. „Ég hefði viljað sjá stærri og meiri skref, það er til dæmis ekk­ert laun­ung­ar­mál að við deildum um jafnt vægi atkvæða. En það var sam­komu­lag um það í upp­hafi að fjalla næst um það. En þegar rök­ræðukönn­unin sem gerð var sýndi ótví­rætt fram á vilja þjóð­ar­innar til að breyta því fyr­ir­komu­lagi hefði ég gjarnan viljað hafa það með. En gott og vel, það varð ekki.“

Skila­boð þing­manns­ins til Katrínar eru þau að Við­reisn standi ekki í vegi fyrir því að sumar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá fari í gegnum þing­ið.

„Hins vegar er líka meiri­hluti fyrir því hjá rík­is­stjórn­inni að ýta áfram auð­linda­á­kvæð­inu. Gott og vel. Ef það kemur hingað þá ætla ég líka að segja að ég mun ekki fara í mál­þóf varð­andi það ömur­lega ákvæði, heldur ein­fald­lega láta þjóð­ina taka afstöðu til þess þegar þar að kem­ur,“ sagði hún og hvatti Katrínu til dáða í þessum efnum og und­ir­strik­aði að hún vildi ekki að þessi mál yrðu föst í nefnd. „Ég held að við eigum að reyna að gera allt til þess að taka skref í þessu skyni og afgreiða að minnsta kosti hluta þeirra.“

Sam­hljómur um sumar breyt­ingar

Katrín svar­aði og sagði að þegar hún mælti fyrir þessu máli í febr­úar hefði henni fund­ist fyrsta umræða um frum­varpið vera góð umræða. „Mér fannst hún mál­efna­leg. Ég dró það út úr þeirri umræðu að það kynni að vera sam­hljómur um ýmsar þær breyt­ingar sem lagðar eru til í frum­varp­inu þó að það sé aug­ljós­lega ekki sam­hljómur um allar breyt­ing­ar.“

Hún sagð­ist auð­vitað ekki vera sam­mála Þor­gerði Katrínu um auð­linda­á­kvæðið en hún telur það einmitt vera skýrt og „snú­ast um grund­vall­ar­regl­urnar sem við viljum setja um auð­linda­nýt­ingu í sam­fé­lag­inu. Mér finnst þetta vera gott ákvæði. Ég átta mig hins vegar á því að það er ekki sam­staða um það. Ég veit að kallað hefur verið eftir því í hátt­virt stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hvort unnt sé að ná saman um ein­hver ákvæði, hvort það séu ein­hver ákvæði sem hátt­virtir þing­menn sem þar sitja telja flöt á að sam­ein­ast um, þó að það sé ekki allt. Þá er það auð­vitað hægur vandi fyrir nefnd­ina að afgreiða hluta máls­ins í sam­stöðu og skilja þá önnur mál eftir til frek­ari úrvinnslu síðar meir. Ég hef hvatt til þess ef slíkur vilji er fyrir hend­i.“

Sagði hún að sú pressa sem skap­ast á afgreiðslu stjórn­ar­skrár­breyt­inga í aðdrag­anda kosn­inga gerði fólki mjög erfitt fyrir að ná saman um mál sem jafn­vel væri hægt að ná saman um undir öðrum kring­um­stæð­um. „Þannig að ég ætla bara að fá að lýsa þeirri skoðun minni að ég tel, með þennan marg­breyti­lega þing­heim og fjölda flokka, að þetta verk­efni muni reyn­ast okkur erfitt ef við viljum reyna að ná fram breyt­ingum í sam­stöðu, sem ég held að sé vilji lang­flestra hér inn­i.“

Tæki­færi til að taka ákveðin skref

Þor­gerður Katrín kom aftur í pontu og benti á að grund­vallará­grein­ingur þeirra á milli væri varð­andi þetta auð­linda­á­kvæði. „Ég tel það ekki bara glat­að, það er stór­hættu­legt. Ég vil miklu frekar hvetja hæst­virtan for­sæt­is­ráð­herra og þing­mann Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, til að nýta sína póli­tísku inn­eign til að fá hennar kæru vini í Sjálf­stæð­is­flokknum til að skipta um skoð­un, segja við þá: Kæru vin­ir. Breytum þessu og höfum þetta alger­lega ótví­rætt, að það þurfi tíma­bundna samn­inga til þess að vera með afnot og aðgang að auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. Gerum þetta ótví­rætt, kæru vin­ir. En hún vill ekki nýta þessa inn­eign sína í þetta, gott og vel.“

Vildi hún und­ir­strika að hún teldi mjög mik­il­vægt að þing­menn fengju tæki­færi til að ræða stjórn­ar­skrána áfram í þing­sal.

„Ég tel tæki­færi til að taka ákveðin skref. Já, það á víst eftir að vinna ákveðna þætti og mér hefði þótt meiri bragur á því ef nefndin hefði verið komin lengra. En ég held engu að síður að það sé enn svig­rúm og enn tæki­færi einmitt til að taka ein­hver skref varð­andi stjórn­ar­skrána í sæmi­legri sátt og þá er ég að tala um íslensku­á­kvæð­ið, umhverf­is­á­kvæði og síðan hinn títt­nefnda II. kafla stjórn­ar­skrár sem er kenndur við for­set­ann.“

Dap­ur­legt að stjórn­ar­skrá Íslands sé þögul með öllu um umhverf­is- og nátt­úru­vernd

Katrín svar­aði í annað sinn og sagði að ekki stæði á henni í þessu máli og hefði hún sagt það marg­ít­rekað að hún teldi mjög mik­il­vægt að ná fram ein­hverjum breyt­ingum á stjórn­ar­skrá.

„Ég tel margar þeirra breyt­inga sem eru lagðar þarna til þess eðlis að um þær ætti að geta verið sam­staða. Auð­vitað er dap­ur­legt að stjórn­ar­skrá Íslands sé til dæmis þögul með öllu um umhverf­is- og nátt­úru­vernd, ein stjórn­ar­skráa á Norð­ur­lönd­um. Ef stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd næði saman um að afgreiða slíkt ákvæði þá myndi ég vera full­kom­lega til í þá umræðu sem og þær breyt­ingar sem hátt­virtur þing­maður vísar hér til og þær þurfa ekki allar að koma til atkvæða ef fólk metur þær ekki allar skyn­sam­leg­ar.

En þó hefur mér heyrst að það geti verið tölu­verður sam­hljómur um ýmsar þær breyt­ingar sem eru lagðar til í for­setakafl­an­um, ekki all­ar, gott og vel. Ég hef hvatt fram­sögu­mann máls­ins og for­mann nefnd­ar­innar til að vinna að því einmitt að kanna það alger­lega til botns hvort ekki sé unnt að ná sam­stöðu um ein­hver ákvæði þannig að þetta verk­efni hreyf­ist og þannig að stjórn­ar­skráin verði til dæmis ekki þögul áfram um umhverf­is- og nátt­úru­vernd sem er eitt stærsta mál sam­tím­ans,“ sagði hún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent