Landamæravarnir Taívans brustu eftir nær algjört smitleysi frá upphafi faraldurs

Fyrsta alvöru bylgja kórónuveirufaraldursins hefur gert strandhögg í Taívan og náð töluverðri útbreiðslu. Eyríkið, sem hafði verið smitlaust meira og minna frá því í upphafi faraldursins, glímir nú við erfiða stöðu, en um 3 prósent íbúa eru bólusett.

Flokkur hermanna með sótthreinsibúnað að vopni bíður sig hér undir að leggja til atlögu gegn veirunni á lestarstöð í Taipei undir lok síðasta mánaðar.
Flokkur hermanna með sótthreinsibúnað að vopni bíður sig hér undir að leggja til atlögu gegn veirunni á lestarstöð í Taipei undir lok síðasta mánaðar.
Auglýsing

Eyríkið Taí­van hefur verið svo gott sem smit­laust frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn fór að breið­ast út um heim­inn í upp­hafi síð­asta árs. Stífar hömlur hafa verið á landa­mærum og allir sem þangað koma hafa þurft að und­ir­gang­ast stífa sótt­kví.

Þetta hefur skilað miklum árangri og hafa sögur af vel­gengni Taí­vana í slagnum við veiruna borist víða, meðal ann­ars til les­enda Kjarn­ans, ekki síst umræða hefur skap­ast hér á landi um þá mis­mun­andi val­kosti sem eyríki hafa til þess að bregð­ast við útbreiðsl­unni.

Þor­steinn Krist­ins­son dokt­or­snemi, sem hefur verið staddur í Taí­van í fleiri mán­uði frá því að far­ald­ur­inn fór af stað, hefur miðlað öfund­verðum lýs­ingum á því hversu eðli­legt lífið í Taí­van hefur verið und­an­farin miss­eri.

„Veit­inga­staðir og eru opnir og troð­fullir alla daga. Þeim var aldrei gert að loka. Barir og skemmti­staðir hafa að mestu leyti fengið að starfa óbreytt. Og já, þeir fá að vera opnir langt fram á nótt. Fyr­ir­tæki og stofn­anir starfa flest án tak­mark­ana. Að frá­töldum nokkrum vikum í vor hafa sund­laugar og lík­ams­rækt­ar­stöðvar verið opn­ar,“ skrif­aði Þor­steinn meðal ann­ars í grein sem birt­ist í Kjarn­anum 14. ágúst í fyrra, þegar ný bylgja var að rísa á Íslandi.

Taí­van hefur verið öfundað af þess­ari vel­gengni, enda smitin fá, dauðs­föll sömu­leiðis og raskið á sam­fé­lag­inu og dag­legu lífi fólks með allra minnsta móti.

Upp­risa far­ald­urs um miðjan maí

En nú er heldur betur komið babb í bát­inn. Smit láku inn í sam­fé­lagið með flug­á­höfn í apr­íl­mán­uði (skömmu eftir að slakað var á sótt­kví­ar­reglum fyrir flug­á­hafn­ir) og síðan þá hafa fleiri en 11 þús­und smit greinst og 260 manns látið lífið í þessu rúm­lega 23 millj­óna manna sam­fé­lagi, lang­flest eftir miðjan maí.

Þróun nýrra daglegra smita í Taívan frá því að faraldurinn hófst síðasta vetur. Mynd: Google/CSSE

Frá upp­hafi far­ald­urs og þar til í byrjun maí höfðu ein­ungis rúm­lega 1.100 smit greinst og 12 manns látið líf­ið. Staðan er því gjör­breytt á skömmum tíma.

Sam­kvæmt umfjöllun Guar­dian um þessa fyrstu alvöru bylgju far­ald­urs­ins í Taí­van virð­ist rík­is­stjórn eyrík­is­ins ekki fylli­lega hafa búið sig undir að veiran gæti farið á veru­legt flug þar inn­an­lands. Nokkrum sinnum hafi munað litlu um að sam­fé­lags­smit færi af stað, en ávallt hafi tek­ist að grípa nægi­lega fljótt inn í með smitrakn­ingu.

Auglýsing

Núna hins vegar er veiran víða um sam­fé­lag­ið, á allt öðrum skala en nokkru sinni áður og þá hefur komið í ljós að að Taí­van er ekki með inn­viði til staðar til þess að fram­kvæma umfangs­miklar fjölda­skimanir fyrir veirunni inn­an­lands.

Það við­ur­kennir sótt­varna­stofnun rík­is­ins sjálf, sam­kvæmt umfjöllun Guar­di­an. „Á sama tíma og við höfum náð árangri í vörnum á landa­mærum er tví­mæla­laust ráð­rúm til þess að gera betur í varn­ar­að­gerðum inn­an­lands,“ hefur frétta­rit­ari blaðs­ins í Taipei eftir stofn­un­inni.

Lítið búið að bólu­setja

Rík­is­stjórnin hefur verið gagn­rýnd fyrir að bregð­ast ekki hraðar við mögu­legu sam­fé­lags­smiti og kæfa það í fæð­ingu. Í grein í tíma­rit­inu For­eign Policy gagn­rýnir blaða­maður í Taí­van rík­is­stjórn­ina fyrir að hika við að grípa til þess ráðs að setja við­búnað á hæsta stig og biðja fólk að halda sig heima — og einnig fyrir að hafa lítið gert til þess að tryggja lands­mönnum bólu­efna­skammta, en ein­ungis er búið að bólu­setja um 3 pró­sent íbúa í Taí­van að minnsta kosti einu sinni.

Stjórn­völd í Taí­van þar hafa reyndar sakað Kín­verja um að gera þeim erfitt fyrir varð­andi öflun bólu­efna, sér­stak­lega hvað varðar samn­ing um bólu­efni frá Pfizer og BioNTech. Sá samn­ingur var á loka­metr­un­um, að sögn for­seta lands­ins, er Kín­verjar „skiptu sér af.“ Þessu neita kín­versk yfir­völd.

Banda­rísk stjórn­völd hyggj­ast senda Taí­vönum 750 þús­und bólu­efna­skammta á næstu dögum í ljósi þess hve þörfin þar í landi fyrir bólu­setn­ingu við­kvæmra hópa er orðin brýn vegna gjör­breyttrar stöðu far­ald­urs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent