SFS segja fríverslunarsamning við Breta vonbrigði

Ísland hefði átt að sækjast eftir auknum markaðsaðgangi í Bretlandi í nýsamþykktum fríverslunarsamningi, að mati framkvæmdastjóra SFS.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Auglýsing

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir nýsamþykktan fríverslunarsamning Bretlands við Ísland vera vonbrigði, þar sem ekki var sóst eftir því að bæta markaðsaðgang á unnum fiski í Bretlandi.

Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í morgun segir Heiðrún að nýleg tíðindi um að fríverslunarsamning við Bretland hafi heilt yfir verið ánægjuleg, þar sem Bretar séu mikil vinaþjóð þar sem markaðsaðgangur fyrir vörur frá Íslandi hafi verið með ágætum. Samkvæmt Heiðrúnu hefði þó mátt ætla að þunginn í viðræðum við Breta um fríverslun væri í sjávarafurðum, þar sem 60 prósent af vöruútflutningi til Bretlands samanstendur af þeim.

Þar telur hún að aukin áhersla og metnaður Íslendinga á vinnslu sjávarafurða ætti að hafa kallað á endurskoðun á gildandi markaðsaðgangi þar. Raunin sé sú að háir tollar á einstaka sjávarafurðir, líkt og lax, karfa og ýmsa flatfiska, hamli því verulega að vinnsla þeirra sé möguleg hér á landi.

Auglýsing

„Þessu hefði verið hægt að breyta með betri markaðsaðgangi gagnvart Bretlandi. Í þeim fríverslunarsamningi sem var undirritaður var þetta, einhverra hluta vegna, ekki sótt,“ segir Heiðrún í yfirlýsingu sinni. „Tækifærin voru ekki gripin. Að þessu leyti veldur samningurinn vonbrigðum. Verðmæti, sem hægt hefði verið að sækja með bættum tollakjörum, verða ekki til.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent