Undirmönnun á stofnunum hafi flækt fyrir styttingu vinnuvikunnar

Stytting vinnuvikunnar hjá ríkisstarfsmönnum í vaktavinnu var innleidd 1. maí síðastliðinn en enn hefur ekki verið gengið frá fjármögnun kostnaðarauka allra stofnana. Eðlilegt sé að ferlið taki sinn tíma að mati formanns BSRB.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.
Auglýsing

Ekki er búið að ganga frá fjár­mögnun vegna stytt­ingar vinnu­vik­unnar hjá mörgum rík­is­stofn­unum en inn­leið­ing stytt­ingar vinnu­vik­unnar tók gildi þann 1. maí síð­ast­lið­inn. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB, eðli­legt að ferlið taki tíma. Búist hafi verið við ein­hverju yfir­vinnu­skoti á fyrstu vik­unum eftir inn­leið­ing­una en sam­talið þok­ast áfram, það sé til að mynda á loka­metr­unum hjá heil­brigð­is­stofn­un­um.

„Það hefur svo­lítið verið ýjað að því að þetta sé annað hvort fagráðu­neyt­unum að kenna eða fjár­mála­ráðu­neyt­inu að kenna eða stjórn­endum við­kom­andi stofn­ana en þetta er bara svo marg­slung­ið, þú getur ekki fundið blóra­böggul­inn í þessu,“ segir Sonja.

Að sögn Sonju var gert ráð fyrir fjár­mögnun vegna stytt­ingar vinnu­vik­unnar þegar gengið var frá kjara­samn­ing­um. „Það sem var lagt upp með var að inn­leið­ingin á öllum stofn­unum tæki auð­vitað mið af starf­sem­inni á hverjum stað og fólk færi í umbóta­sam­tal og grein­ingu á starf­sem­inn­i,“ segir Sonja.

Auglýsing

Út frá þeim for­sendum sem lagt var upp með í verk­efn­inu hafi svo verið hægt að meta kostnað og mönn­un­ar­gat hverrar stofn­unar fyrir sig. Nið­ur­stöð­urnar úr und­ir­bún­ings­vinnu var svo skilað til hvers fagráðu­neytis fyrir sig, til dæmis skilar lög­reglan sínum nið­ur­stöðum til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, heil­brigð­is­stofn­anir til heil­brigð­is­ráðu­neytis og svo fram­veg­is.

„Síðan fer þetta í stærra sam­tal, milli fagráðu­neyta við fjár­mála­ráðu­neyt­ið, þar sem er einn heild­ar­pottur undir og það er verið að útdeila úr honum í sam­ræmi við þessa vinnu sem hefur farið fram á stofn­un­um. Það ein­fald­lega tók tíma, það er ekki ein­hverjum einum um að kenna. Þetta er bara mjög fjöl­breytt og stórt verk­efni og margt sem að hafði áhrif,“ segir Sonja.

Árlegur kostn­aður 4,2 millj­arðar

Þessi heild­ar­pottur fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins sem um ræðir má segja að sé 4,2 millj­arðar að stærð. Sú fjár­hæð er áætl­aður árlegur kostn­aður við inn­leið­ingu stytt­ingar vinnu­vik­unn­ar. Þetta kom fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra, við fyr­ir­spurn um fjár­mögnun stytt­ingar vinnu­vik­unnar frá Bjarkeyju Olsen Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs. Í svari Bjarna kom enn fremur fram að vakta­vinnu­fólk væri um þriðj­ungur rík­is­starfs­manna í um fjórð­ungi stöðu­gilda, það er um 7300 starfs­menn í 5500 stöðu­gild­um.

Sonja segir að það hafi verið stór for­senda fyrir verk­efn­inu að fólk myndi hækka starfs­hlut­fall sitt. Það hafi að stærstum hluta gengið eft­ir. „Það sem kostar mest, og þær stofn­anir sem þurfa mest fjár­magn eru þær sem eru með starfs­fólk sem er aðal­lega í 100 pró­sent starfs­hlut­falli, eins og lög­reglu­emb­ættin og toll­verðir og fanga­verð­ir,“ segir Sonja. Nú þegar hefur nið­ur­staða feng­ist í fjár­mögnun kostn­að­ar­auka hjá lög­regl­unni sem til­kynnt var um í síð­ustu viku.

Áhyggjur af hlut­falli fag­lærðra

Sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins hljóðar kostn­að­ar­mat fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins upp á 900 millj­ónir króna á ári og „sú fjár­hæð er ekki véfengd af dóms­mála­ráðu­neyt­inu eða emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra. Með þessu er fengin mjög far­sæl lausn á þessu máli sem vakið hefur spurn­ingar um hvort lög­reglan myndi veikj­ast við þessar breyt­ing­ar.“

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að fjár­veit­ingar vegna næsta árs verði útfærðar í fjár­laga­frum­varpi síðar á árinu en við­bætur munu koma inn í rekstur lög­reglu­emb­ætt­anna á þessu ári „sem taka mið af raun­kostn­aði við að fylla upp í vaktir með við­bót­ar­mönn­un, auk þess sem til­lit verður tekið til fjár­hags­stöðu á hverju emb­ætt­i,“ líkt og það er orðað í til­kynn­ing­unni.

Degi áður en til­kynnt var um þessa nið­ur­stöðu kostn­að­ar­mats og auknar fjár­veit­ingar til lög­regl­unnar vegna stytt­ingar vinnu­vik­unnar sendi stjórn Lands­sam­bands lög­reglu­manna frá sér ályktun þar sem sam­bandið lýsti yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem lög­reglan stæði frammi fyr­ir. Að mati sam­bands­ins væru of fáir lög­reglu­menn við störf og hlut­fall lærðra lög­reglu­manna orðið „hættu­lega“ lágt.

„Ljóst er að eftir að stytt­ing vinnu­vik­unnar tók gildi þann 1. maí síð­ast­lið­inn hefur staða lög­gæslu á Íslandi versnað til muna,“ sagði í álykt­un­inni og kallað var eftir því að ríkið setti aukið fé í menntun lög­reglu­manna til þess að hægt væri að manna lög­regl­una með við­eig­andi hætti. Auk þess er kallað eftir fjár­magni til að ráða við­bót­ar­mann­skap vegna stytt­ingar vinnu­vik­unn­ar.

Við­búið yfir­vinnu­skot

Þrátt fyrir að búið sé að ganga frá kostn­að­ar­mati lög­regl­unnar þá eru aðrar stéttir sem enn eiga eftir að fá sinn skerf úr pott­in­um. Þangað til fjár­magn fæst er það undir hverri stofnun komið hvernig glímt er við fjár­skort­inn sem af stytt­ingu vinnu­vik­unnar hlýst, hvort stofn­an­irnar verði reknar með halla, hvort þjón­usta verði lak­ari eða hvort meira álag fær­ist ein­fald­lega á starfs­fólk.

„Það er í grunn­inn bara ákvörðun stjórn­enda hverrar stofn­un­ar, hvernig þau mæta þessu og við gerðum ráð fyr­ir, við sem stöndum að verk­efn­inu, að það þyrfti aðlög­un­ar­tíma og á þeim stofn­unum þar sem ekki tekst að ráða í mönn­un­ar­gatið gæti komið til tíma­bund­ins yfir­vinnu­skots á fyrstu vik­unum á meðan enn væri verið að átta sig á mönn­un­ar­þörf­inn­i.“ segir Sonja.

Hún segir að fyrstu vikur stytt­ing­ar­innar hafi verið mikið lær­dóms­ferli, og nefnir hún Land­spít­al­ann í því sam­hengi. „Land­spít­al­inn er kannski fyrst að átta sig á því núna hver mönn­un­ar­þörfin er raun­veru­lega. Það er búið að liggja alltaf eitt­hvað mat fyrir og svo hefur það upp­færst reglu­lega. Það er bara svo­lítið hluti af því að þegar þú ferð í svona risa­stóra kerf­is­breyt­ingu og ert að reka stærsta vinnu­stað lands­ins.“

Fram hefur kom­ið, meðal ann­ars í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins, að fjár­magns­þörf Land­spít­al­ans sé um tveir millj­arðar árlega og að ráða þurfi 200 manns. Spurð að því hvort það fjár­magn sé tryggt segir Sonja að fagráðu­neyt­ið, þ.e. heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið, og fjár­mála­ráðu­neytið þurfi að kom­ast að sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um mat á fjár­magns­þörf.

„Það er svo annað mál hvort það sé sam­eig­in­leg nálgun á það hjá fagráðu­neyt­inu og fjár­mála­ráðu­neyt­inu og við­kom­andi stofnun hver þörfin er. Kannski þess vegna tekur sam­talið tíma, því þau eru að kom­ast að sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um það. Síðan er aðal­upp­leggið að það sé verið að inn­leiða þetta í sam­ræmi við mark­mið og leið­ar­ljós verk­efn­is­ins,“ segir Sonja.

Ýmis­legt bland­ast inn í umræð­una

Spurð að því hvort að nið­ur­staðan í fjár­veit­ingum til Land­spít­al­ans gæti orðið ein­hvers konar mála­miðl­un­ar­tala segir Sonja að ráðu­neytin geti ekki kom­ist að einni réttri nið­ur­stöðu við mat á kostn­aði.

„En út frá leið­ar­ljósi verk­efn­is­ins þá ættu báðir aðilar að vera sam­mála. Það sem auð­vitað flækir kannski fyrir hjá stofn­un­unum þá eru mjög margar að stríða við und­ir­mönnun nú þeg­ar, það er að segja það fæst ekki fólk til starfa og svo kannski þriðji þátt­ur­inn sem hefur komið inn í fjöl­miðla­um­ræð­una núna, er að á sumum vinnu­stöðum þá telja þau ein­fald­lega að stöðu­gildin ættu að vera fleiri en hafa ekki fengið fjár­magn til þess.“

Sonja segir það mjög skilj­an­legt að stofn­anir vilji tryggja sem besta þjón­ustu en að margt sem ekki komi stytt­ingu vinnu­vik­unnar við bland­ist inn í umræð­una. „Þetta er að ein­hverju leyti stundum ólíkir hags­munir en samt erum við öll að vinna að því sama,“ segir hún.

Nú sé þess ekki langt að bíða að búið verði að ganga frá lausum endum hjá þeim stofn­unum sem enn eiga eftir að fá fjár­mögnun stað­festa að sögn Sonju. „Þetta er búið að vera virkt og mikið sam­tal og mér skilst að sam­talið við heil­brigð­is­stofn­an­irnar sé á loka­metr­unum þannig að það ætti ekki að vera mikið lengri tími til við­bót­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent