Undirmönnun á stofnunum hafi flækt fyrir styttingu vinnuvikunnar

Stytting vinnuvikunnar hjá ríkisstarfsmönnum í vaktavinnu var innleidd 1. maí síðastliðinn en enn hefur ekki verið gengið frá fjármögnun kostnaðarauka allra stofnana. Eðlilegt sé að ferlið taki sinn tíma að mati formanns BSRB.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.
Auglýsing

Ekki er búið að ganga frá fjármögnun vegna styttingar vinnuvikunnar hjá mörgum ríkisstofnunum en innleiðing styttingar vinnuvikunnar tók gildi þann 1. maí síðastliðinn. Í samtali við Kjarnann segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, eðlilegt að ferlið taki tíma. Búist hafi verið við einhverju yfirvinnuskoti á fyrstu vikunum eftir innleiðinguna en samtalið þokast áfram, það sé til að mynda á lokametrunum hjá heilbrigðisstofnunum.

„Það hefur svolítið verið ýjað að því að þetta sé annað hvort fagráðuneytunum að kenna eða fjármálaráðuneytinu að kenna eða stjórnendum viðkomandi stofnana en þetta er bara svo margslungið, þú getur ekki fundið blóraböggulinn í þessu,“ segir Sonja.

Að sögn Sonju var gert ráð fyrir fjármögnun vegna styttingar vinnuvikunnar þegar gengið var frá kjarasamningum. „Það sem var lagt upp með var að innleiðingin á öllum stofnunum tæki auðvitað mið af starfseminni á hverjum stað og fólk færi í umbótasamtal og greiningu á starfseminni,“ segir Sonja.

Auglýsing

Út frá þeim forsendum sem lagt var upp með í verkefninu hafi svo verið hægt að meta kostnað og mönnunargat hverrar stofnunar fyrir sig. Niðurstöðurnar úr undirbúningsvinnu var svo skilað til hvers fagráðuneytis fyrir sig, til dæmis skilar lögreglan sínum niðurstöðum til dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisstofnanir til heilbrigðisráðuneytis og svo framvegis.

„Síðan fer þetta í stærra samtal, milli fagráðuneyta við fjármálaráðuneytið, þar sem er einn heildarpottur undir og það er verið að útdeila úr honum í samræmi við þessa vinnu sem hefur farið fram á stofnunum. Það einfaldlega tók tíma, það er ekki einhverjum einum um að kenna. Þetta er bara mjög fjölbreytt og stórt verkefni og margt sem að hafði áhrif,“ segir Sonja.

Árlegur kostnaður 4,2 milljarðar

Þessi heildarpottur fjármálaráðuneytisins sem um ræðir má segja að sé 4,2 milljarðar að stærð. Sú fjárhæð er áætlaður árlegur kostnaður við innleiðingu styttingar vinnuvikunnar. Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn um fjármögnun styttingar vinnuvikunnar frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Í svari Bjarna kom enn fremur fram að vaktavinnufólk væri um þriðjungur ríkisstarfsmanna í um fjórðungi stöðugilda, það er um 7300 starfsmenn í 5500 stöðugildum.

Sonja segir að það hafi verið stór forsenda fyrir verkefninu að fólk myndi hækka starfshlutfall sitt. Það hafi að stærstum hluta gengið eftir. „Það sem kostar mest, og þær stofnanir sem þurfa mest fjármagn eru þær sem eru með starfsfólk sem er aðallega í 100 prósent starfshlutfalli, eins og lögregluembættin og tollverðir og fangaverðir,“ segir Sonja. Nú þegar hefur niðurstaða fengist í fjármögnun kostnaðarauka hjá lögreglunni sem tilkynnt var um í síðustu viku.

Áhyggjur af hlutfalli faglærðra

Samkvæmt tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins hljóðar kostnaðarmat fjármálaráðuneytisins upp á 900 milljónir króna á ári og „sú fjárhæð er ekki véfengd af dómsmálaráðuneytinu eða embætti ríkislögreglustjóra. Með þessu er fengin mjög farsæl lausn á þessu máli sem vakið hefur spurningar um hvort lögreglan myndi veikjast við þessar breytingar.“

Í tilkynningunni kemur fram að fjárveitingar vegna næsta árs verði útfærðar í fjárlagafrumvarpi síðar á árinu en viðbætur munu koma inn í rekstur lögregluembættanna á þessu ári „sem taka mið af raunkostnaði við að fylla upp í vaktir með viðbótarmönnun, auk þess sem tillit verður tekið til fjárhagsstöðu á hverju embætti,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni.

Degi áður en tilkynnt var um þessa niðurstöðu kostnaðarmats og auknar fjárveitingar til lögreglunnar vegna styttingar vinnuvikunnar sendi stjórn Landssambands lögreglumanna frá sér ályktun þar sem sambandið lýsti yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem lögreglan stæði frammi fyrir. Að mati sambandsins væru of fáir lögreglumenn við störf og hlutfall lærðra lögreglumanna orðið „hættulega“ lágt.

„Ljóst er að eftir að stytting vinnuvikunnar tók gildi þann 1. maí síðastliðinn hefur staða löggæslu á Íslandi versnað til muna,“ sagði í ályktuninni og kallað var eftir því að ríkið setti aukið fé í menntun lögreglumanna til þess að hægt væri að manna lögregluna með viðeigandi hætti. Auk þess er kallað eftir fjármagni til að ráða viðbótarmannskap vegna styttingar vinnuvikunnar.

Viðbúið yfirvinnuskot

Þrátt fyrir að búið sé að ganga frá kostnaðarmati lögreglunnar þá eru aðrar stéttir sem enn eiga eftir að fá sinn skerf úr pottinum. Þangað til fjármagn fæst er það undir hverri stofnun komið hvernig glímt er við fjárskortinn sem af styttingu vinnuvikunnar hlýst, hvort stofnanirnar verði reknar með halla, hvort þjónusta verði lakari eða hvort meira álag færist einfaldlega á starfsfólk.

„Það er í grunninn bara ákvörðun stjórnenda hverrar stofnunar, hvernig þau mæta þessu og við gerðum ráð fyrir, við sem stöndum að verkefninu, að það þyrfti aðlögunartíma og á þeim stofnunum þar sem ekki tekst að ráða í mönnunargatið gæti komið til tímabundins yfirvinnuskots á fyrstu vikunum á meðan enn væri verið að átta sig á mönnunarþörfinni.“ segir Sonja.

Hún segir að fyrstu vikur styttingarinnar hafi verið mikið lærdómsferli, og nefnir hún Landspítalann í því samhengi. „Landspítalinn er kannski fyrst að átta sig á því núna hver mönnunarþörfin er raunverulega. Það er búið að liggja alltaf eitthvað mat fyrir og svo hefur það uppfærst reglulega. Það er bara svolítið hluti af því að þegar þú ferð í svona risastóra kerfisbreytingu og ert að reka stærsta vinnustað landsins.“

Fram hefur komið, meðal annars í umfjöllun Morgunblaðsins, að fjármagnsþörf Landspítalans sé um tveir milljarðar árlega og að ráða þurfi 200 manns. Spurð að því hvort það fjármagn sé tryggt segir Sonja að fagráðuneytið, þ.e. heilbrigðisráðuneytið, og fjármálaráðuneytið þurfi að komast að sameiginlegri niðurstöðu um mat á fjármagnsþörf.

„Það er svo annað mál hvort það sé sameiginleg nálgun á það hjá fagráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu og viðkomandi stofnun hver þörfin er. Kannski þess vegna tekur samtalið tíma, því þau eru að komast að sameiginlegri niðurstöðu um það. Síðan er aðaluppleggið að það sé verið að innleiða þetta í samræmi við markmið og leiðarljós verkefnisins,“ segir Sonja.

Ýmislegt blandast inn í umræðuna

Spurð að því hvort að niðurstaðan í fjárveitingum til Landspítalans gæti orðið einhvers konar málamiðlunartala segir Sonja að ráðuneytin geti ekki komist að einni réttri niðurstöðu við mat á kostnaði.

„En út frá leiðarljósi verkefnisins þá ættu báðir aðilar að vera sammála. Það sem auðvitað flækir kannski fyrir hjá stofnununum þá eru mjög margar að stríða við undirmönnun nú þegar, það er að segja það fæst ekki fólk til starfa og svo kannski þriðji þátturinn sem hefur komið inn í fjölmiðlaumræðuna núna, er að á sumum vinnustöðum þá telja þau einfaldlega að stöðugildin ættu að vera fleiri en hafa ekki fengið fjármagn til þess.“

Sonja segir það mjög skiljanlegt að stofnanir vilji tryggja sem besta þjónustu en að margt sem ekki komi styttingu vinnuvikunnar við blandist inn í umræðuna. „Þetta er að einhverju leyti stundum ólíkir hagsmunir en samt erum við öll að vinna að því sama,“ segir hún.

Nú sé þess ekki langt að bíða að búið verði að ganga frá lausum endum hjá þeim stofnunum sem enn eiga eftir að fá fjármögnun staðfesta að sögn Sonju. „Þetta er búið að vera virkt og mikið samtal og mér skilst að samtalið við heilbrigðisstofnanirnar sé á lokametrunum þannig að það ætti ekki að vera mikið lengri tími til viðbótar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent