Lærdómar frá Taívan

Doktorsnemi í alþjóðastjórnmálum skrifar um reynslu Taívan af því að eiga við kórónuveiruna og mögulega lærdóma sem Íslendingar gætu dregið af henni.

Auglýsing

Ég flaug frá Sví­þjóð til­ Taipei að heim­sækja kærust­una mína í byrjun mars. Það er fyndið að hugsa til þess núna, en á þeim tíma töldu bæði vinir og kollegar að ég hlyti að vera hálf klikk­aður að fljúga til Austur Asíu, upp­runa­stað veirunn­ar, frekar en að vera áfram öruggur heima í Evr­ópu. Áætl­unin var að dvelja hjá henni í þrjár vik­ur. Það tók Evr­ópu minni tíma en það að fara á hlið­ina. Flug­sam­göngur fóru úr skorð­um, og Taí­v­anir lok­uðu land­inu. Ég ákveð að sitja um kyrrt. Og sit hér­ enn­þá, tæpu hálfu ári síð­ar.

Eftir að far­ald­ur­inn bloss­aði upp aftur á Íslandi síð­ustu daga, hafa verið upp­i­ úms­ar ­full­yrð­ingar um mögu­legar orsakir, og hvað er og er ekki hægt að gera í svona ástandi. Ég ætla sann­ar­lega ekki að þykj­ast vita mikið um veirur og sótt­varn­ir. En vegna umræð­unnar síð­ustu daga þykir mér ástæða til að rekja nokkra atriði um ástandið í Taí­van og veru mína hér síð­ustu mán­uði.

Taí­van er eyja eins og Ísland, nema hún er tals­vert minni – rétt rúm­lega þriðj­ungur af stærð Íslands. Hér búa samt tæp­lega 24 millj­ónir manns. Höf­uð­borg­ar­svæð­i Taipei og nágrennis, þar sem ég bý, telur tæp­lega 7 millj­ónir manns og er ákaf­lega þétt­býlt. Taí­van er líka 130 km frá meg­in­landi Kína. Þar á milli eru mikil efna­hags­leg og félags­leg tengsl, með til­heyr­andi ferðum fólks fram og til baka yfir sundið á hverjum degi. Það er ekki að ástæðu­lausu að félagar mínir ótt­uð­ust að hér færi allt til fjand­ans út af þess­ari veiru.

Staðan er samt þessi. Í Taí­van hafa 481 ein­stak­lingur greinst með­ Covid-19 þegar þetta er skrif­að. Miðað við íbúa­fjölda eru það næstum því 300 sinnum færri en á Íslandi.

Hér hefur samt allt gengið nokkurn veg­inn sinn vana­gang. Ég fer á hverjum degi með neð­an­jarð­ar­lesta­kerf­inu þvers og kruss um borg­ina. Líkt og 2 millj­ónir manns í Taipei. Þar er oft þétt setið og engin leið að við­hafa eins eða tveggja metra regl­ur. Samt hafa almenn­ings­sam­göngur í Taipei verið opnar hvern ein­asta dag síðan þetta byrj­aði.

Auglýsing
Veitingastaðir og eru opnir og troð­fullir alla daga. Þeim var aldrei gert að loka. Barir og skemmti­staðir hafa að mestu leyti fengið að starfa óbreytt. Og já, þeir fá að vera opnir langt fram á nótt. Fyr­ir­tæki og stofn­anir starfa flest án tak­mark­ana. Að frá­töldum nokkrum vikum í vor hafa sund­laug­ar og lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar verið opn­ar.

Meðan sam­fé­lög um allan heim mega þola harðar tak­mark­anir hefur dag­legt líf í Taí­van að miklu leyti haldið sínu striki. Hvernig má þetta vera? Miðað við umræð­una á Íslandi þessa dag­ana mætti ætla að þetta væri ein­fald­lega ekki hægt. Hvernig getur þétt­býl stór­borg eins og Taipei við­haldið eðli­legu lífi fólks, án telj­andi tak­markana, án þess að far­ald­ur­inn blossi upp að nýju? 

Nú eru eflaust margar ástæður fyrir því, t.d. skylda á notkun gríma í almenn­ings­sam­göng­um, víð­tækar hita­mæl­ingar á fólki, og öfl­ugar stofn­anir sem sjá um smitrakn­ingar og eft­ir­fylgni. En stærsti mun­ur­inn sem sjá má á Taí­van og Íslandi í dag eru ­tak­mark­an­ir á landa­mær­um. Hingað geta ekki komið neinir ferða­menn í dag. Allir þeir sem koma til Taí­van, hvort sem eru Taí­van­ar eða útlend­ing­ar, eru settir í tveggja vikna sótt­kví. Þeirri ­sótt­kví er vand­lega fylgt eftir og liggja þungar sektir við brotum á þeim. Þetta er auð­vitað íþyngj­andi meðan á því stend­ur. En í staðin geta Taí­v­anir notið þess að lifa eðli­legu lífi, ólíkt flestum jarð­ar­búum þessi miss­er­in.

Nú heyr­ist í sumum á Íslandi að nýja bylgjan sé öll ungu fólki að kenna. Að þetta hafi lítið að gera með opnun landamær­anna. Okkur er sagt að far­ald­ur­inn sé kom­inn aftur vegna þess að fólk hafi „leyft sér“ of mikið – farið á djam­mið og lifað líf­inu aðeins. Okkur er sagt að við verðum að læra að „lifa með veirunni“ og búa við miklar tak­mark­anir þar til þetta er allt búið.

Reynslan í Taí­van bendir til þess að þetta sé ekki endi­lega raun­in. Auð­vitað er brýnt fyrir fólki hér í Taí­van að huga að per­sónu­legum sótt­vörnum eins og ann­ars stað­ar. Og flestir gera það með ágæt­um.

En ef horft er á þétt­býlið hér í Taipei, lifn­að­ar­hætt­ina, og alla nánd­ina sem óhjá­kvæmi­lega fylgir, þá hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort Íslend­ingar séu að ein­beita sér að réttum atrið­um. Ef þétt­býl eyja eins og Taí­van getur haldið sínu striki, þá ætti Ísland að geta það líka.

Það verður nefni­lega ekki betur séð en að Ísland hafi, í upp­hafi sum­ars, verið komið á þann stað sem Taí­van er enn í dag: búið að kveða far­ald­ur­inn í kút­inn, með sterkar varnir á landa­mær­un­um, og þar af leið­indi full­fært um að opna fyrir eðli­legt líf fólks á ný. Með til­heyr­andi ábata fyrir gang efna­hags­lífs­ins of almenna vellíðan fólks. Enda gekk það með mjög vel framan af. Því miður tókst ekki að við­halda því. Reynsla Taí­vana bendir hins vegar til þess að með réttri for­gangs­röðun stjórn­valda sé hægt að ná miklum árangri og við­halda hefð­bundnum lifn­að­ar­háttum – jafn­vel í þétt­býl­ustu stór­borg­um.

Íslend­ingar og aðrar þjóðir ættu að geta lært margt af reynslu og þekk­ing­u Taí­vana í þessum mál­um.

Höf­undur er dokt­or­snemi í alþjóða­stjórn­málum við Háskól­ann í Lundi Sví­þjóð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar