Það er ánægjulegt að vinna sé hafin innan fjármálaráðuneytisins að stofnun auðlindasjóðs. Ef rétt er haldið á spilunum getur sjóðurinn orðið að mikilvægum varasjóði fyrir íslenskt samfélag og framtíðarkynslóðir.
Ísland er auðlindaríkt land, einkum og sér í lagi í samanburði við íbúafjölda. Bjarni Benediktsson hefur talað um að mögulega ætti að vera hægt að safna um 20 milljörðum króna á ári í sjóðinn. Á tíu árum væru því 200 milljarðar í sjóðnum.
Þessar tölur eru varlega áætlaðar í reynd, því tækifærin sem Ísland stendur frammi fyrir og þarf að meta, eru mikil og stór. Þar er raforkusala um sæstreng til Bretlands meðal þess sem til greina kemur. Landsvirkjun fær í dag 20 til 30 Bandaríkjadali fyrir megavattið af rafmagni, að mestu frá álframleiðendum. Margfalt hærra verð er hægt að fá með sölu um sæstreng, og benda samningar sem norska ríkið hefur gert, meðal annars við Breta, til þess að gríðarleg tækifæri gætu falist í þessu fyrir Ísland.
Ísland er auðlindaríkt land, einkum og sér í lagi í samanburði við íbúafjölda. Bjarni Benediktsson hefur talað um að mögulega ætti að vera hægt að safna um 20 milljörðum króna á ári í sjóðinn. Á tíu árum væru því 200 milljarðar í sjóðnum.
Þessar tölur eru varlega áætlaðar í reynd, því tækifærin sem Ísland stendur frammi fyrir og þarf að meta, eru mikil og stór. Þar er raforkusala um sæstreng til Bretlands meðal þess sem til greina kemur. Landsvirkjun fær í dag 20 til 30 Bandaríkjadali fyrir megavattið af rafmagni, að mestu frá álframleiðendum. Margfalt hærra verð er hægt að fá með sölu um sæstreng, og benda samningar sem norska ríkið hefur gert, meðal annars við Breta, til þess að gríðarleg tækifæri gætu falist í þessu fyrir Ísland.
En það er að mörgu að hyggja, og undirbúningur er bæði umfangsmikill og dýr. En það er mikilvægt að þessi kostur verði kannaður eins vel og hægt er, og ákvörðun tekin með hagsmuni Íslands að leiðarljósi.