Auglýsendur aldrei eytt meira í netið og minna í dagblaðaauglýsingar

smartphones.jpg
Auglýsing

Aug­lýsendur á Íslandi eyddu næstum því fjórum sinnum hærra hlut­falli í að birta aug­lýs­ingar í net­miðlum í fyrra en þeir gerðu árið 2010. Á sama tíma hefur það hlut­fall af heild­ar­kök­unni sem er notað í birt­ingar í dag­blöðum minnkað mjög mik­ið. Aug­lýs­ingar í prent­miðlum eru í frjálsu falli. Árið 2010 fór 48 pró­sent af kök­unni til þeirra en í fyrra var hlut­fall dag­blaða komið í 29 pró­sent. Þetta kemur fram í tölum sem aug­lýs­inga­stofan PIP­AR/T­BWA hefur tekið saman um skipt­ingu birt­inga­fjár á árinu 2014. Stofan er ein sú stærsta á Íslandi.

Ótrú­legt en satt þá eru ekki til opin­berar tölur um hvernig það fé sem greitt er fyrir birt­ingar á aug­lýs­ingum skipt­ist á milli óliíkra miðla. Á flestum vest­rænum mörk­uðum er haldið vel utan um svona töl­fræði og sveiflur á aug­lýs­inga­mörk­uðum birtar jafn óðum.

Í pósti sem PIP­AR/T­BWA sendi frá sér á fimmtu­dag kemur fram að aug­lýs­inga­stofan vilji auka gagn­sæi á íslenskum aug­lýs­inga­mark­aði og ætli sér því að birta upp­lýs­ingar um skipt­ingu á birt­ingafé milli miðla.

Auglýsing

 

Kakan að minnka vegna Face­book og Google

Töl­urnar sem PIP­AR/T­BWA birtu sýna mjög glögg­lega þær miklu og hröðu breyt­ingar sem eru að verða á aug­lýs­inga- og fjöl­miðla­mark­aðnum sam­hliða breyttu neyslu­mynstri á fjöl­miðlun og tækni­fram­þró­un. Í fyrra var hlut­fall þess fjár sem fór í birt­ingar á net­miðlum orðið 26 pró­sent. Það er mikil aukn­ing frá árinu 2010 þegar hlut­fallið var ein­ungis sjö pró­sent. Af þessu fé fer rúm­lega 70 pró­sent til inn­lendra vef­síðna. Erlendar vef­síð­ur, sér­stak­lega Face­book og Goog­le, hafa hins vegar sótt mjög hratt á íslenska mark­að­inn og mun hraðar en flestir stóru aðil­arnar hér reikn­uðu með. Það birt­ing­arfé sem rennur til þeirra nálg­ast nú um 30 pró­sent af heild­ar­fénu sem fer í birt­ingar á net­inu. Því er ljóst að kakan sem inn­lendir fjöl­miðlar og aug­lýs­inga­vett­vangar eru að skipta á milli sín er að minnka. Mun stærra hlut­fall en áður, mörg hund­ruð millj­óna króna á ári, rennur til erlendu risanna Face­book og Google.Í grein­ingu PIP­AR/T­BWA segir að miðað við „auk­inn vöxt net­miðla und­an­farin ár má allt eins búast við því að tölur næsta árs verði einnig sögu­legar – og að nýr mið­ill taki topp­sætið – þó ekk­ert verði full­yrt um það hér­. Árið 2015 er t.d. áætlað að staf­rænar aug­lýs­ingar (net, far­sími o.s.frv.) verði yfir helm­ingur alls birt­inga­fjár í Bret­land­i“. Íslend­ingar eru enn tölu­verðir eft­ir­bátar nágranna­landa sinna í þessum efn­um. Í Sví­þjóð er búist við því að hlut­fall starfrænna aug­lýs­inga verði 47 pró­sent á þessu ári. Í Dan­mörku gera spár ráð fyrir að það verði 43 pró­sent og í Nor­egi 40 pró­sent.

Flótti frá línu­legu sjón­varpiSjón­varps­aug­lýs­ingar hafa hingað til verið vin­sælasta birt­ing­ar­formið í flestum löndum í kringum okk­ur. Á Íslandi eru þær í þriðja sæti og taka til sín 23 pró­sent af heild­ar­kök­unni. Í heim­inum öllum er áætlað að aug­lýs­ingar í sjón­varpi hafi tekið til sín 41 pró­sent af birt­ing­ar­fé.

Sam­kvæmt sam­an­tekt Kjarn­ans á sjón­varps­á­horfi lands­manna í nóv­em­ber á hverju ári, sem byggir á mæl­ingum Capacent, hefur áhorf lands­manna á línu­lega dag­skrá íslenskra sjón­varps­stöðva dreg­ist saman um 46 pró­sent í ald­urs­hópnum 12 til 49 ára frá árinu 2008. Nokkuð víst er fækk­unin er mest í yngsta lagi þessa hluta þjóð­ar­inn­ar.

fjölmiðlaflóra

Með minnk­andi áhorfi á línu­legt sjón­varp, og meira áhorfi á hliðrað sjón­varps­efni, segja flestir við­mæl­endur Kjarn­ans í aug­lýs­inga- og birt­ing­ar­geir­anum að sjón­varps­aug­lýs­ingar muni breyt­ast mikið næstu miss­er­inn. Minni hvati sé til þess kaupa aug­lýs­ingar í línu­legri sjón­varps­dag­skrá þótt sjón­varp verði alltaf eft­ir­sókn­ar­verður aug­lýs­inga­miðil vegna þess hversu sterkt aug­lýs­ingar birt­ast þar.

Útvarp er með mun sterk­ari stöðu sem aug­lýs­inga­mið­ill hér­lendis en gengur og ger­ist víða erlend­is. Árið 2010 fór 17 pró­sent alls birt­ing­ar­fjár til útvarps­stöðva. Í fyrra var það hlut­fall 18 pró­sent.

Tvær af hverjum þremur krónum fóru til dag­blaðaSögu­lega hafa dag­blöð alltaf tekið til sín stærstan hluta af veltu á íslenskum aug­lýs­inga­mark­aði. Sam­kvæmt tölum frá Birt­ing­ar­hús­inu fór hlut­deild dag­blaða aldrei undir 50 pró­sent á árunum 1996 til 2008 og var hæst tæp 62 pró­sent af veltu á aug­lýs­inga­mark­aðnum árið 2008. En nú eru breyttir tímar og hratt hefur fjarað undan sterkri stöðu dag­blaða.

Í fyrra, sam­kvæmt töl­unum sem PIP­AR/T­BWA birti í síð­ustu viku, fóru 29 pró­sent aug­lýs­inga­tekna til þeirra til dag­blaða en tíma­rit tóku auk þess til sín þrjú ­pró­sent af kök­unni. Hlut­falls­leg stærð dag­blaða á mark­aðnum hefur því helm­ing­ast á sex árum.

Staða prent­miðla á Íslandi er þó enn miklu sterk­ari en tíðkast ann­ars­staðar í heim­inum þar sem þeir hirða tæpan fjórð­ung allra aug­lýs­inga­tekna.  Það er því of snemmt að spá því að prent sé dautt, þótt prent­miðlar séu klár­lega að veikj­ast hratt sem aug­lýs­inga­miðl­ar.

Vert er að taka fram að engar opin­berar tölur eru til um skipt­ingu birt­inga­fjár milli fjöl­miðla og munur getur verið á þeirri aðferð­ar­fræði sem Birt­ing­ar­húsið not­aði á sínum tíma og PIP­AR/T­BWA notar núna.

Lestur dag­blaða minnkað hrattHluti ástæð­unnar að prent­miðlar hafa haft jafn sterka stöðu hér­lendis og raun ber vitni er til­urð frí­blaða. Frétta­blað­inu er til að mynda dreift frítt í um 90 þús­und ein­tökum sex daga vik­unnar og Frétta­tím­inn kemur frítt inn á heim­ili fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyrir hverja helgi. Minnk­andi hlutur prent­miðla í heild­ar­veltu aug­lýs­inga helst hins vegar í hendur við ört minnk­andi lestur þeirra.

Þannig hefur lestur Frétta­blaðs­ins hjá Íslend­ingum á aldr­inum 12-80 ára farið úr 64 pró­sentum árið 2010 í 53 pró­sent í dag.

Þannig hefur lestur Frétta­blaðs­ins hjá Íslend­ingum á aldr­inum 12-80 ára farið úr 64 pró­sentum árið 2010 í 53 pró­sent í dag. Frétta­tím­inn mæld­ist þegar best lét með um 42 pró­sent lestur en er nú með um rúm­lega 38 pró­sent lest­ur. Morg­un­blað­ið, stærsta áskrift­ar­blað lands­ins, var lesið af um 43 pró­sent lands­manna árið 2009 en er nú með 28,8 pró­sent lest­ur. Les­endur Morg­un­blaðs­ins virð­ast líka vera í eldri kant­inum því að í ald­urs­hópnum 18-49 ára lesa ein­ungis um 19,9 pró­sent lands­manna Morg­un­blað­ið.

Flestir við­mæl­endur Kjarn­ans í aug­lýs­inga­geir­anum eru sam­mála um að allar líkur séu til þess að fall í lestri og tekju­öflun dag­blaða muni halda áfram þessu ári.

Mikið breytt neyslu­hegðunAllar þessar breyt­ingar eru til­komnar sam­hliða mik­illi tækni­fram­þróun og þeirri umbylt­ingu á neyslu­hegðun fjöl­miðla­neyt­enda sem orðið hefur vegna henn­ar.

Í nýlegum tölum frá Ofcom kemur að lang­mik­il­væg­asti mið­ill­inn í lífi fólks á aldr­inum 16 til 34 ára í Banda­ríkj­unum er snjall­sím­inn. Í gegnum hann neytir þessi hópur frétta og afþrey­ing­ar. Snjall­sím­inn spilar hins vegar miklu minni rullu hjá eldri hópum en sjón­varp­ið. Og notkun hans mælist varla hjá þeim sem eru eldri en 65 ára.

Í dag athuga eig­endur eig­endur snjall­síma sím­anna sína að  um 1.500 sinnum á viku, að með­al­tali. Þeir byrja dag­inn vana­lega klukkan 7:31 með því að kanna tölvu­póst­inn sinn og Face­book. Þegar með­al­talsnot­and­inn leggst til hvílu að deg­inum loknum hefur hann kannað stöð­una á öllu sem hann telur skipta mestu í gegnum sím­ann sinn 221 yfir dag­inn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None