„Það sem skiptir okkur mestu máli hefur orðið fyrir skaða; traust ykkar.“ Með þessum orðum hefst heilsíðuauglýsing sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Auglýsingin er neðst merkt merki bílaframleiðandans Volkswagen, sem nýlega varð uppvís að svindli á útblástursprófunum. Að öðru leyti er auglýsingin ekki merkt og ekki ljóst hver stendur fyrir henni, en söluaðili Volkswagen á Íslandi er bílaumboðið Hekla.
Í auglýsingunni segir:
„Okkur urðu á stór mistök, við brugðumst trausti ykkar.
í 60 ár hafið þið treyst á okkur.
Þið höfðuð trú á okkur í hvert sinn sem þið keyptuð af okkur bíl.
Samt brugðumst við ykkur.
Okkur er ljóst að nú verðum við að láta verkin tala sem aldrei fyrr. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að leysa úr vanda allra sem hafa orðið fyrir skaða.
Fyrsta skrefið var stigið hér:
volkswagen.is/is/upplysingar.html
Og við unnum okkur ekki hvíldar fyrr en við höfum öðlast traust ykkar á ný.“