Bakherbergi: Al Thani, aftur? Það getur varla verið...

--slandsbanki-8-715x480.jpg
Auglýsing

Fólkið í bakherberginu fylgist spennt með endurskipulagningunni á fjármálakerfi Íslands, sem nú fer fram bak við luktar dyr, samhliða áformum um afnám fjármagnshafta sem stjórnmálamenn komu á með lögum í nóvember 2008. Fólkið í bakherberginu er hrætt um að stjórnmálmennirnir, með Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í broddi fylkingar, séu að einblína um of á skammtímaávinning af því að þjóðnýta eignir kröfuhafa í bú föllnu bankanna í stað þess að afnema höftin.

En það er ekki hægt annað en að vona að það besta í þessum efnum, og eflaust er fólk að leggja sig fram við að reyna að finna lausnir á þessum vandamálum sem stjórnmálamenn komu á með lögum í nóvember 2008, þegar allsherjarvantraust á íslensku krónunni skaut rótum á markaði eftir að spilaborgir bankanna féllu með reykmekki sem enn er að hverfa. Vandamálin eru stór og mikil, og því miður læðist sá grunur að fólkinu í bakherberginu að engar töfralausnir verði dregnar fram í þessum efnum, heldur muni haftabúskapur einkenna íslenska hagkerfið í mörg ár til viðbótar, jafnvel þó einhver skref verði stigin í átt til rýmkunar á næstunni.

Eitt af því sem vakið hefur áhuga fólksins í bakherberginu er möguleg breyting á eignarhaldi bankanna, og þar helst hugsanleg sala á Íslandsbanka til erlendra fjárfesta. Kjarninn hefur sagt fréttir af þessum málum, reglulega, líkt og fleiri fjölmiðlar, og meðal annars greint frá því að fjárfestar frá ríkjum við Persaflóa í Mið-Austurlöndum sýni því áhuga að kaupa Íslandsbanka.

Auglýsing

Fólkið í bakherberginu er hugsi yfir þessu og á bágt með að skilja hvaða hag fjáfestar frá ríkjum við Persaflóa sjá í því að kaupa pínulítinn íslenskan banka, á alþjóðlegan mælikvarða, inn í fjármagnshöftum. Síðast þegar fréttir bárust af því að fjárfestar frá ríkjum við Persaflóa væru að sýna áhuga á hlutabréfum í íslenskum banka þá varð það mikil raunasaga þegar yfir lauk. Sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani, frændi Emírsins í Katar, var þá sagður vera kaupandi fimm prósent hlutafjár í Kaupþingi, í september 2008, en þau viðskipti hafa nú verið dæmd hluti af fordæmalausri markaðsmisnotkun og umboðssvikum stjórnenda Kaupþingis sem fengu fangelsisdóma fyrir.

Fólkið í bakherberginu spurðist fyrir um það í dag, hvort fjármála- og efnhagsráðuneytið, sem fer óbeint með 5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka, hefði fengið einhverjar upplýsingar í hendur um það hvaða fjárfestar þetta væru frá ríkjum við Persaflóa sem hefðu áhuga á Íslandsbanka. Svo er ekki. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur engar upplýsingar fengið um þetta, eftir því sem fólkið í bakherberginu kemst næst.

Auðurinn í ríkjum Persaflóa er gífurlega mikill, en í Katar safnast hann á örfáar hendur í hlutfallslegum samanburði við mannfjölda og efnahagsstærðir. Flestar þessar hendur tengjast fjölskyldu Emírsins, Al Thani fjölskyldunni. Fólkið í bakherberginu telur það vera vissara fyrir stjórnvöld að fullkanna þessar eignarhaldsbreytingar ef til þess að kemur að veðjað verður á fjármagn frá ríkjum við Persaflóa. Síðast þegar það átti að vera gerast endaði það nefnilega með ósköpum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None