Bakkaverkefni PCC fullfjármagnað - fyrirvari um rannsókn

4469889-penge.jpg
Auglýsing

Bakka­stakkur slhf. hefur und­ir­ritað sam­komu­lag við PCC SE um þátt­töku í fjár­mögnun á kís­il­málm­verk­smiðju á Bakka við Húsa­vík. Eig­endur Bakka­stakks eru á annan tug líf­eyr­is­sjóða ásamt Íslands­banka, að því er fram kemur í frétta­til­kynn­ingu.

Verk­efnið er nú full­fjár­magnað en heild­ar­fjár­fest­ingin vegna verk­smiðj­unnar er um 300 millj­ónir doll­ara eða á fjórða tug millj­arða íslenskra króna. Verk­efnið er fjár­magnað að stórum hluta með erlendu lánsfé frá leið­andi þýskum banka, segir í frétta­til­kynn­ing­unni.

„Rúmur fjórð­ungur fjár­fest­ing­ar­innar kemur frá Bakka­stakki í formi láns­fjár­mögn­unar og for­gangs­hluta­fjár í PCC BakkiSil­icon hf., félag­inu sem stofnað hefur verið utan um verk­efn­ið. Fjár­mögn­unin er háð vissum skil­yrð­um, t.d. eru gerðir fyr­ir­varar við atriði er lúta að rann­sókn Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA á samn­ingum vegna verk­smiðj­unnar við Lands­virkjun og Lands­net,“ segir í til­kynn­ing­unni

Auglýsing

Þá segir einnig að fram­kvæmdin byggi á því að end­ur­greiðsla á fjár­magni sem í hana fer, hjálpi líf­eyr­is­sjóð­unum að dreifa áhættu í eigna­söfnum þeirra. „Fram­kvæmdin styð­ur­ at­vinnu­upp­bygg­ingu á Íslandi en búast má við að hún skapi um 120 störf. Þá hentar fjár­fest­ing­in líf­eyr­is­sjóð­unum vel þar sem end­ur­greiðsla hennar er til langs tíma í erlendum gjald­miðlum og dreifir þannig áhættu í eigna­söfnum þeirra.“

PCC er alþjóð­leg fyr­ir­tækja­sam­steypa undir for­ystu þýska móð­ur­fé­lags­ins PCC SE sem hefur aðsetur í Du­is­burg. Hjá PCC starfa nú meira en 2.800 starfs­menn á 37 vinnu­stöðum í 16 lönd­um. Velta ­sam­stæð­unn­ar, sem deilist á þrjá starfs­þætti; efna­iðn­að, orku­iðnað og flutn­inga, nam 625 millj­ón­um ­evra árið 2013, eða tæp­lega 100 millj­örðum króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None