Bakkaverkefni PCC fullfjármagnað - fyrirvari um rannsókn

4469889-penge.jpg
Auglýsing

Bakka­stakkur slhf. hefur und­ir­ritað sam­komu­lag við PCC SE um þátt­töku í fjár­mögnun á kís­il­málm­verk­smiðju á Bakka við Húsa­vík. Eig­endur Bakka­stakks eru á annan tug líf­eyr­is­sjóða ásamt Íslands­banka, að því er fram kemur í frétta­til­kynn­ingu.

Verk­efnið er nú full­fjár­magnað en heild­ar­fjár­fest­ingin vegna verk­smiðj­unnar er um 300 millj­ónir doll­ara eða á fjórða tug millj­arða íslenskra króna. Verk­efnið er fjár­magnað að stórum hluta með erlendu lánsfé frá leið­andi þýskum banka, segir í frétta­til­kynn­ing­unni.

„Rúmur fjórð­ungur fjár­fest­ing­ar­innar kemur frá Bakka­stakki í formi láns­fjár­mögn­unar og for­gangs­hluta­fjár í PCC BakkiSil­icon hf., félag­inu sem stofnað hefur verið utan um verk­efn­ið. Fjár­mögn­unin er háð vissum skil­yrð­um, t.d. eru gerðir fyr­ir­varar við atriði er lúta að rann­sókn Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA á samn­ingum vegna verk­smiðj­unnar við Lands­virkjun og Lands­net,“ segir í til­kynn­ing­unni

Auglýsing

Þá segir einnig að fram­kvæmdin byggi á því að end­ur­greiðsla á fjár­magni sem í hana fer, hjálpi líf­eyr­is­sjóð­unum að dreifa áhættu í eigna­söfnum þeirra. „Fram­kvæmdin styð­ur­ at­vinnu­upp­bygg­ingu á Íslandi en búast má við að hún skapi um 120 störf. Þá hentar fjár­fest­ing­in líf­eyr­is­sjóð­unum vel þar sem end­ur­greiðsla hennar er til langs tíma í erlendum gjald­miðlum og dreifir þannig áhættu í eigna­söfnum þeirra.“

PCC er alþjóð­leg fyr­ir­tækja­sam­steypa undir for­ystu þýska móð­ur­fé­lags­ins PCC SE sem hefur aðsetur í Du­is­burg. Hjá PCC starfa nú meira en 2.800 starfs­menn á 37 vinnu­stöðum í 16 lönd­um. Velta ­sam­stæð­unn­ar, sem deilist á þrjá starfs­þætti; efna­iðn­að, orku­iðnað og flutn­inga, nam 625 millj­ón­um ­evra árið 2013, eða tæp­lega 100 millj­örðum króna.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None