Bandaríkin setja Ísland á þriðja áhættustig af fjórum

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna ræður nú óbólusettum ferðamönnum frá því að fara í ónauðsynlegar ferðir til Íslands. Enn sem komið er bætist Ísland þó ekki í flokk ríkja sem stofnunin mælir gegn því að fólk ferðist til, bólusett eða óbólusett.

Um það bil helmingur þeirra ferðamanna sem hafa komið til landsins um Keflavíkurflugvöll undanfarna mánuði hafa verið Bandaríkjamenn.
Um það bil helmingur þeirra ferðamanna sem hafa komið til landsins um Keflavíkurflugvöll undanfarna mánuði hafa verið Bandaríkjamenn.
Auglýsing

Banda­ríska sótt­varna­stofn­unin CDC hefur upp­fært áhættu­mat sitt fyrir ferða­lög til Íslands upp á þriðja stig af fjórum, sem þýðir að Banda­ríkja­mönnum er ráð­lagt að tryggja að þeir séu bólu­settir ef þeir hyggja á ferða­lög til Íslands, en óbólu­settum er ráð­lagt frá því að ferð­ast til lands­ins ef erindið er ekki brýnt.

Ísland er ekki komið á þann stað í áhættu­mati CDC að sótt­varna­stofn­unin mæli alfarið gegn ferða­lögum til Íslands, óháð því hvort ferða­menn eru bólu­settir eða ekki.

Nokkrum Evr­ópu­ríkjum hefur í vik­unni verið bætt í þann hóp, en nú mæl­ast banda­rísk sótt­varna­yf­ir­völd gegn því að fólk ferð­ist til And­orra, Gíbralt­ar, Grikk­lands, Írlands og Möltu. Að auki hafa banda­rísk sótt­varna­yf­ir­völd mælst gegn ferða­lögum til Kýp­ur, Spán­ar, Portú­gals, Bret­lands og Hollands frá því fyrr í sum­ar.

Auglýsing

Er smitum tók að fjölga á Íslandi og útlit varð fyrir að Ísland færi að detta inn á „rauða lista“ hvað varðar ferða­lög utan úr heimi og hingað lýstu tals­menn ferða­þjón­ust­unnar sem atvinnu­greinar yfir miklum áhyggjum af stöðu mála.

For­sæt­is­ráð­herra sagði sömu­leiðis eftir rík­is­stjórn­ar­fund á Egils­stöðum þar sem ákveðið var að herða sótt­varna­ráð­staf­anir inn­an­lands að ein af ástæð­unum fyrir því að rík­is­stjórnin hefði tekið ákvörðun um að grípa til tak­mark­ana væri að það væri mik­il­vægt að Ísland lenti ekki á rauðum lista hvað varðar ferða­lög hing­að.

Ísra­elar munu þurfa í sótt­kví eftir Íslands­ferð

Upp­færðar reglur taka gildi í Ísr­ael á mið­viku­dag í næstu viku, sem skikka komu­far­þega frá ákveðnum löndum í sótt­kví, óháð aldri og því hvort fólk er bólu­sett eða ekki. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem munu bæt­ast við list­ann í næstu viku, sam­kvæmt frétt ísra­elska blaðs­ins Haar­etz.

Far­þegar sem fara frá Íslandi til Ísr­ael munu því þurfa að und­ir­gang­ast tvær skimanir með sjö daga sótt­kví á milli. Hið sama mun eiga við um far­þega sem koma frá Banda­ríkj­un­um, Þýska­landi og fleiri ríkjum til við­bót­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021
Kjarninn 16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
Kjarninn 16. janúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Taugar til tveggja heima
Kjarninn 16. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
Kjarninn 16. janúar 2022
Lars Findsen
Ótrúlegra en lygasaga
Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa lekið upplýsingum, sem varða öryggi Danmerkur, til fjölmiðla. Slíkt getur kostað tólf ára fangelsi.
Kjarninn 16. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent