Bandaríkjamenn verða orðnir fleiri en 320 milljónir um komandi áramót. Þeim hefur fjölgað um tæplega 11,4 milljónir, eða 3,67 prósent, frá því að síðasta heildarmanntal á vegum bandarísku hagstofunnar sem var opinberað 1. apríl 2010. Þetta kemur fram í frétt sem var birt á heimasíðu bandarísku hagstofunnar í dag.
Ljóst er að lítið hægist á fjölgun Bandaríkjamanna á næstu misserum. Í fréttinni kemur fram að í janúar 2015 sé búist við að það fæðist nýr Bandaríkjamaður á átta sekúndna fresti á meðan að einn deyr á tólf sekúndna fresti. Auk þess er ásókn innflytjenda í landið það mikil að einn einstaklingur bætist við heildarfjölda bandarísku þjóðarinnar á 33 sekúndna fresti. Að öllu þessu samanlögðu vex því mannfjöldi Bandaríkjanna um einn á 16 sekúndna fresti.
Samkvæmt spá bandarísku hagstofunnar mun heildarfjöldi heimsins aukst um 1,08 prósent á milli ára og verða um 7,2 milljarðar á nýársdag. Talið er að 4,3 einstaklingar muni fæðast og 1,8 einstaklingar deyja á hverri einustu sekúndu í heiminum öllum á hverri sekúndu í janúar 2015.