Hafa lánað meira til fyrirtækja á þremur mánuðum en þeir gerðu allan faraldurinn

Stóru bankarnir þrír lánuðum 27,9 milljarða króna í ný útlán til fyrirtækja í mars. Þeir hafa ekki lánað meira til slíkra innan mánaðar síðan í ágúst 2018. Mest var lánað í verslun og þjónustu en lán til byggingaiðnaðarins eru líka að aukast.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Kerf­is­lega mik­il­vægu bank­arnir þrír: Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banka, lán­uðu sam­tals 55,1 millj­arð króna til fyr­ir­tækja, að frá­dregnum upp- og umfram­greiðsl­u­m, á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. Það er meira en þeir lán­uðu sam­an­lagt til slíkra á árunum 2020 og 2021. Á því 24 mán­aða tíma­bili lán­uðu bank­arnir sam­tals 52 millj­arða króna til atvinnu­fyr­ir­tækja lands­ins. 

Þetta má lesa út úr nýbirtum hag­tölum Seðla­banka Íslands um banka­kerf­ið. 

Þar kemur fram að útlán til atvinnu­fyr­ir­tækja að frá­dregnum upp- og umfram­greiðslum hafi verið 27,9 millj­arðar króna í mars. Það eru mestu útlán sem bank­arnir þrír hafa staðið fyrir innan eins mán­aðar síðan í ágúst 2018. Til sam­an­burðar má nefna að allt árið 2020 lán­uðu kerf­is­lega mik­il­vægir bankar fyr­ir­tækjum lands­ins 7,8 millj­arða króna nettó. Útlánin á fyrsta árs­fjórð­ungi 2022 eru því næstum 260 pró­sent meiri en allt árið 2020. 

Til sam­an­­burðar var nettó heild­­ar­um­­fang nýrra útlána 105 millj­­arðar króna árið 2019 og tæp­­lega 209 millj­­arðar króna árið 2018.

Mest til fyr­ir­tækja í verslun

Lang­mesta aukn­ingin í mars var til fyr­ir­tækja sem stunda versl­un, en þau fengu 9,3 millj­arða króna að láni. Fyr­ir­tæki í þeim flokki hafa ekki fengið meira lánað í einum mán­uði síðan í ágúst 2018. 

Þá fengu fyr­ir­tæki í þjón­ustu­starf­semi alls 6,9 millj­arða króna lán­aða í mars­mán­uði og sam­tals 18,3 millj­arða króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. 

Aukin útlán til fyr­ir­tækja í verslun og þjón­ustu eru merki þess að ferða­þjón­usta sé að taka aftur við sér og þurfi á auknu lánsfé til að trekkja sig í gang eftir lang­vinna lægð vegna kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. 

Hafa lánað nán­ast það sama í bygg­ing­ar­starf­semi og allt árið 2019

Útlán til fyr­ir­tækja í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð hafa líka tekið nokkuð vel við sér á síð­ustu mán­uð­um. Sam­tals hafa verið lán­aðir 15,1 millj­arðar króna inn í þann geira frá byrjun nóv­em­ber 2021 og út mars síð­ast­lið­inn. Þar af voru 8,5 millj­arðar króna lán­aðir í febr­úar og mar­s. 

Auglýsing
Til að setja þá tölu í sam­hengi þá lán­uðu kerf­is­lega mik­il­vægu bank­arnir þrír sam­tals 16,5 millj­arða króna til fyr­ir­tækja í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð allt árið 2019, síð­asta heila árið fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur. 

Á árunum 2020 og 2021 voru útlánin til geirans, að frá­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, hins vegar nei­kvæð um 29,7 millj­arða króna. Því er um mik­inn við­snún­ing að ræða. 

Sá við­snún­ingur er nauð­syn­legur í ljósi þeirrar stöðu sem ríkir á hús­næð­is­mark­aði í dag. Í síð­ustu birtu mán­að­ar­skýrslu hag­deildar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar kom fram að fram­boð íbúða til sölu hafi verið undir eitt þús­und á land­inu öll í byrjun mars. Það er þó ofmat á fram­boð­inu því um þriðj­ungur íbúð­anna voru þegar komnar í fjár­mögn­un­ar­ferli og því búið að sam­þykkja til­boð í þær. Til sam­an­burðar fór það í fyrsta sinn niður fyrir tvö þús­und íbúðir í mars í fyrra. 

Sú mikla eft­ir­spurn sem verið hefur eftir íbúð­um, sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, hefur hækkað verð þeirra gríð­ar­lega. Síð­asta mælda árs­hækkun er um 22 pró­sent.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent