Bankastjóri Arion banka: Það má réttlæta bankabónusa

Höskuldur-Ólafsson2.jpg Höskuldur Ólafsson
Auglýsing

Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka, seg­ist átta sig á því að banka­bónusar séu umdeild­ir. Hans skoðun sé hins vegar sú að það megi rétt­læta þá, sér­stak­lega á ákveðnum svið­um. Þetta kemur fram í við­tali við Hösk­uld í Við­skipta­blað­inu í dag.

Hösk­uldur segir þar að bónusar geti haft jákvæð áhrif í fjár­mála­starf­semi, eins og annarri starf­semi. „Ég er hins vegar sam­mála því að menn þurfi að fara ákaf­lega var­lega í þessu og þetta þarf allt að vera í réttum hlut­föll­um. Einnig er rétt að horfa til þess að í dag gilda mjög strangar reglur um svona kerfi í fjár­mála­fyr­ir­tækja, ólíkt því sem áður var.“

Þurfum að borga bónusa vegna þess að aðrir gera þaðHösk­uldur er þeirrar skoð­unar að mestu máli skipti að hér á landi séu sam­bæri­leg starfs­skil­yrði og aðrir bankar sem starfi sam­an­burð­ar­lönd­um. „Það er þannig á þessum íslensku banka­mark­aði að erlendir bankar eru með um 40% af fyr­ir­tækja­mark­aðnum og eru um þessar mundir til­tölu­lega atkvæða­miklir í nýjum lán­veit­ing­um, sér­stak­lega til útgerð­ar­inn­ar. Þeir hafa áhuga á því sem kallað er „global colla­ter­als“ eins og til dæmis nýjum skipum sem hægt er að fara með annað ef illa tekst til. Þeir hafa kannski minni áhuga á öðru sem íslensku bank­arnir sinna þá. Það að geta greitt bónusa er hluti af því að hafa hlut­ina hér á landi eins og þeir eru ann­ars stað­ar, en við þurfum að fara var­lega.“

Telur bann við bón­usum geta þýtt verri kjörÍ við­tal­inu við Við­skipta­blaðið segir Hösk­uldur að óskyn­sam­legt sé að banna bónusa, eins og Karl Garð­ars­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur til að mynda lagt fram. Þeir séu eitt af mörgu sem hafi áhrif á sam­keppn­is­hæfni íslenskra banka. Allar reglur sem rýrir sam­keppn­is­hæfni íslenskra banka dragi úr mögu­leikum þeirra við að bjóða við­skipta­vinum betri kjör. „Við erum bæði í sam­keppni við erlend fjár­mála­fyr­ir­tæki og svo erum við í sam­keppni um fólk við inn­lend fyr­ir­tæki sem ekki búa við tak­mark­anir hvað þetta varð­ar.“

Bónusar í sviðs­ljós­inuBanka­bónus­ar, eða kaupauka­kerfi innan fjár­mála­geirans, hafa verið mikið til umræðu und­an­farin miss­eri í tengslum við fram­lagt frum­varp um breyt­ingar á lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki. Sam­kvæmt núgild­andi lögum mega bónusar starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja vera 25 pró­sent af föstum árs­launum þeirra.

Íslands­banki og Arion banki gjald­færðu sam­tals um 900 millj­ónir króna vegna kaupauka­greiðslna til starfs­manna sinna á síð­asta ári. Um hund­rað starfs­menn fá slíkar greiðslur hjá hvorum banka fyrir sig. Arion banki gjald­færði 542 millj­ónir króna í fyrra sem var 48 millj­ónum króna meira en árið á und­an. Íslands­banki gjald­færði 358 millj­ónir króna í fyrra, eða 87 millj­ónum krónum meira en árið 2013.

Auglýsing

Lands­bank­inn, sem er að mestu í eigu rík­is­ins, er ekki með árang­urstengdar greiðsl­ur. Um 1.400 núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn bank­ans fengu hins vegar 0,78 pró­sent hlut í bank­anum gef­ins árið 2013 og fá greiddan arð vegna hans.

Í minn­is­blaði frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, sem skilað var inn sem umsögn um frum­varp­ið, kom hins vegar fram að það telji að það yrði að „skað­lausu“ að veita fjár­mála­fyr­ir­tækjum heim­ild til að greiða tvö­falt hærri bón­us­greiðslur en núver­andi reglur kveða á um og þær megi því vera allt að 50 pró­sent af föstum árs­launum starfs­mann. Þá mætti einnig skoða að smærri fjár­mála­fyr­ir­tækjum yrði leyft aðgreiða hlut­falls­lega enn hærri kaupauka til starfs­manna, til dæmis 100 pró­sent af árs­laun­um, heldur en stóru við­skipta­bönk­un­um.

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja skil­uðu einnig inn umsögn um frum­varpið þar sem fram kom að tak­mörkun á bón­us­greiðslum væri íþyngj­andi að þeirra mati. Sam­tökin lögðu til að evr­ópskur lag­ara­mmi yrði full­nýttur og fjár­mála­fyr­ir­tækjum gert kleift að greiða starfs­mönnum sínum á bil­inu 100 til 200 pró­senta af árs­launum í kaupauka.

Fram­sókn á mótiAnnar stjórn­ar­flokk­ur­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, hefur sett sig skarpt upp á móti auknum bón­us­greiðslum til banka­starfs­manna. Á flokks­þingi hans í apríl var sam­þykkt til­laga Karls Garð­ars­son­ar, þing­manns flokks­ins, um að bónusar í banka­kerf­inu verði alfarið bann­að­ir. Í álykt­unum flokks­þings­ins segir: „Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er and­vígur heim­ildum til kaupauka í fjár­mála­fyr­ir­tækj­u­m.“

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði  gagn­rýndi umræðu um hækkun á banka­bón­usum harð­lega í ræðu sinni á árs­fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins þann 16. apríl síð­ast­lið­inn. „Óskir um fjór­falda hækkun banka­bónusa er af sama meiði. Banka­kerfi í höft­um, varið að mestu fyrir erlendri sam­keppni, býr ekki til slík verð­mæti að það rétt­læti að launa­kerfi þess séu á skjön við aðra mark­aði og rétt­læt­is­kennd almenn­ings.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None