Listamaðurinn Banksy hefur sent frá sér myndband sem sýnir frá ferð hans til Gaza í Palestínu. Í myndbandinu má sjá listaverk sem hann gerði á svæðinu, auk þess sem myndbandið sýnir þá gríðarlegu eyðileggingu sem þar blasir við, ekki síst eftir loftárásir Ísraela síðastliðið sumar. Í þeim eyðilögðust átján þúsund heimili, og Sameinuðu þjóðirnar segja að yfir hundrað þúsund einstaklingar séu enn heimilislausir.
Banksy hefur áður farið á svæðið og gerði meðal annars fjölda listaverka á aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum. Hér má sjá þau.
Auglýsing