Bannað að henda mat í Frakklandi

13223523394_c752e6b142_z1.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt nýjum frönskum lögum mega mat­vöru­versl­anir ekki lengur henda mat. Mat­vör­ur, sem komnar eru fram yfir síð­asta sölu­dag, verða annað hvort gefnar til góð­gerð­ar- og hjálp­ar­sam­taka eða þá not­aðar í dýra­fóður eða sem jarð­vegs­bæt­ir. Þessi laga­breyt­ing er algjör­lega einum manni að þakka sem fór í stríð gegn stór­mörk­uð­unum og hafði bet­ur. Hann lætur ekki staðar numið og ætlar sér stóra hluti um allan heim.

Sóun á mat­vælumArash Derambarsh situr í borg­ar­ráði Par­ís­ar. Fyrir nokkru setti hann af stað átak gegn sóun á mat­væl­um. Honum blöskr­aði hversu miklum mat stór­mark­að­irnir hentu á sama tíma og margir borg­ar­búar liðu skort og áttu hrein­lega ekki fyrir mat. Tæp­lega 70% af öllu fersku káli hefur verið hent, 40% af öllum eplum fóru vana­lega í tunn­una, varla helm­ingur af öllu brauð­meti var keypt – afgangnum hent á haug­ana.

Þetta er raun­veru­leik­inn í flestum stór­mörk­uð­u­m  hins vest­ræna heims. Nýt­ingin er skelfi­leg. Reyndar er ekki bara við stjórn­endur fyr­ir­tækj­anna að sakast. Venju­legir neyt­endur er senni­lega verstir - um helm­ingur vöru­körf­unnar endar vana­lega í rusl­inu. Hver Frakki er tal­inn henda um 20-30 kíló af æti­legum mati árlega. Verð­mætin í þessum mat, sem hent er í ruslið, eru metin í hund­ruðum millj­arða.

Í byrjun átaks­ins fór hinn 35 ára gamli Derambarsh um og ræddi við kaup­menn í nágrenni sínu; samdi við þá um að gefa heim­il­is­lausum, ein­stæðum mæðrum, fátækum börn­um, atvinnu­lausum og elli­líf­eyr­is­þegum mat sem kom­inn var fram yfir síð­asta sölu­dag – fremur en að henda hon­um. Á hverjum degi kom hann vana­lega um 100 manns til hjálp­ar. Ýmsir stór­mark­aðir brugð­ust hins vegar illa við þessu fram­taki hans og neit­uðu að gefa mat.

Auglýsing

Hann gafst þó ekki upp; skrif­aði grein­ar, ræddi við fólk og fjöl­miðla, safn­aði 200.000 und­ir­skriftum þar sem stjórn­völd voru hvött til þess að setja ný lög og banna hrein­lega þessa sóun. Hann afhenti franska þing­inu áskorun sem brást fljótt við og nú hafa ný lög tekið gildi sem knýja stór­mark­aði til þess að gefa mat í stað þess að henda hon­um. Mat­vörur sem ekki er hægt að selja lengur eru afhentar góð­gerð­ar­sam­tökum sem dreifa þeim síðan til nauð­staddra og fátækra. Þeir sem henda mat eiga von á við­ur­lögum og sekt­um. Von stjórn­valda með nýju lög­unum er að minnka þessa sóun um helm­ing.

Átak sem breytt gæti heim­inumArash Derambarsh er hvergi nærri hættur þrátt fyrir þennan mik­il­væga áfanga. Sams­konar bar­átta hefur raunar verið í gangi um allan heim, m.a. á Íslandi þar sem ýmsir skólar og sam­tök hafa hvatt fólk og fyr­ir­tæki til þess að henda ekki mat.

Arash segir það hneyksli að fólk skuli henda mat á meðan fátækt og heim­il­is­laust fólk svelti. Hann er ánægður með við­brögð franska þings­ins og vill að önnur lönd Evr­ópu fylgi í kjöl­far­ið. Jafn­vel heim­ur­inn all­ur. Hann segir mat­ar­póli­tík vera mik­il­væg­asta verk­efni sam­tím­ans:

„Matur er und­ir­staða lífs­ins; grund­vall­ar­þáttur til­veru okk­ar. Matur skiptir öllu máli. Ég hef verið gagn­rýndur fyrir að vera ein­faldur hug­sjóna­mað­ur. En ég fór í stjórn­mál til þess að gera gagn og reyna að hjálpa fólki. Kannski er það hall­æris­legt að vilja hjálpa öðrum, en svona er ég gerð­ur. Ég hef sjálfur verið fátækur og svang­ur.“

Hann bendir t.d. á að flestir náms­menn þurfi að lifa spart. Þeir borði að jafn­aði aðeins eina mál­tíð á dag og þá vana­lega ódýrt fæði eins og pasta eða kart­öfl­ur. Nám sér kröfu­hörð og mikil vinna, sem krefst mik­illar orku og það sé aukið álag að þurfa stöðugt að þurfa örvænta um mat. Af hverju ekki að gefa þessum mik­il­væga hópi fram­tíð­ar­innar mat – fremur en að henda hon­um?

Derambarsh horfir nú á heim­inn all­ann og vinnur m.a. með ONE sam­tök­un­um,  ­sem berj­ast gegn sóun á mat­væl­um. Eitt af ald­ar­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna er að binda enda á fátækt í heim­in­um; fátækt og hung­ursneyð er stærsta vanda­mál mann­kyns og stöðugt umræðu­efni á alþjóð­legum ráð­stefn­um.

„En lausnin er svo ein­föld og blasir við: Hættum að henda mat!“

Segir Derambarsh og bendir á að ríf­lega sjö millj­ónum tonna af mat sé hent árlega í Frakk­landi. 67% af því séu neyt­endur sjálfir, 15% veit­inga­staðir og 11% mat­vöru­versl­an­ir. Í Evr­ópu er árlega hent 89 millj­ónum tonna og 1,3 millj­örðum tonna af mat er hent í heim­inum öll­um.

Alls ekki ónýtur maturÞótt matur sé kom­inn fram yfir síð­asta sölu­dag er hann síður en svo ónýtur eða hættu­leg­ur. Nær­ing­ar­fræð­ingar hafa ítrekað það. Fremstu mat­reiðslu­meist­arar Frakk­lands hafa stutt átakið og eldað dýr­indis mál­tíðir úr mat­vörum sem stór­mark­að­irnir hafa sett í ruslið. Sjón­varps- og útvarps­þætt­ir, blaða­greinar og vef­síður hafa verið und­ir­lagðar átak­inu um að henda ekki mat. Margir hag­fræð­ingar hafa bent á með tölum og rökum að betri nýt­ing á mat­vælum sé ekki bara mörgum fjöl­skyldum og ein­stak­lingum í hag - heldur líka afar brýnt fyrir allt þjóð­ar­bú­ið.

Margir hafa brugð­ist við nýju lög­un­um; þróuð hafa verið ýmis­konar snjall­síma-­for­rit sem gera fólki kleyft að finna fersk mat­væli sem á að fara henda. Nokkrir veit­inga­staðir aug­lýsa sig nú sem „hendum eng­u  -nýtum allt“ - sem er í takt við þessa nýju bylgju.

Mik­il­væg­ast er samt að almenn­ingur læri að nýta betur mat­inn sinn sem það kaupir dýrum dómi – til þess að auðga líf sitt og ann­ara í kringum sig.

Hvað með Ísland?Síð­ast­lið­inn vetur lögðu ell­efu íslenskir alþing­is­menn úr öllum flokkum ram þingá­lykt­un­ar­til­lögu um aðgerðir til að draga úr mat­ar­só­un. Þar er lagt til að mæla og greina umfang mat­ar­só­unar á Íslandi og leggja fram til­lögur um aðgerðir til að draga úr mat­ar­só­un.

Í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni kemur fram, sem oft hefur verið sagt í bar­áttúnni gegn sóun mat­vælla að einn þriðji, jafn­vel hátt í helm­ingur þeirra mat­væla sem ræktuð eru og fram­leidd í heim­inum endi sem ónýttur úrgang­ur. Enn­fremur segir í grein­ar­gerð­inni:

Þessi sóun á sér stað á öllum stig­um; á akrin­um, strax eftir upp­skeru, við flutn­ing, hjá fram­leið­end­um, í versl­un­um, í mötu­neyt­um, á veit­inga­stöðum og hjá neyt­end­um. Mat er hent vegna þess að hans er ekki neytt fyrir síð­asta sölu­dag, hefur skemm­st, lítur illa út eða afgangar ekki nýttir svo að dæmi séu tek­in. Þegar talað er um mat­ar­sóun er miðað við að mat sé hent sem hefði ann­ars getað nýst. Þessi mat­ar­sóun er óum­hverf­is­væn í alla staði því að fram­leiðsla, flutn­ingur og urðun á mat­vælum krefst orku, vatns og land­nýt­ing­ar. Eft­ir­spurn eftir mat í einum heims­hluta þrýstir á um aukna land­nýt­ingu hinum megin á hnett­inum og gerir það að verkum að stórum land­svæðum er breytt í rækt­un­ar­land, oft á kostnað mik­il­vægra vist­kerfa, svo sem regn­skóga. Í ljósi þess hversu mikil og nei­kvæð umhverf­is­á­hrif eru af mat­væla­fram­leiðslu er ólíð­andi hversu miklu magni af mat­vælum er hent. Á sama tíma býr millj­arður jarðarbúa við hung­ur­mörk en með litlu broti af þeim mat­vælum sem er hent væri hægt að fæða þá sem svelta. Í skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna, „Food Wastage Foot­print: Impacts on Natural Reso­urces“, kemur m.a. fram að 28% rækt­un­ar­lands í heim­inum (1,4 millj­arðar hekt­ara) séu nýtt til að rækta mat sem skemmist eða sé sóað og að fram­leiðsla á mat sem er ekki neytt losi árlega 3,3 millj­örðum tonna af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum út í and­rúms­loft­ið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None