Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði blaðamannfund í Hvíta húsinu nú undir kvöld, vegna árásarinnar Emanuel AME kirkjuna í Charleston í gær, þar sem níu létu lífið. „Það er eitthvað að hjá okkur. Við þurfum að horfast í augu við staðreyndirnar, því fjöldamorð af þessu tagi eru ekki að eiga sér stað hjá öðrum þróuðum ríkjum[...]Það er í okkar valdi að gera eitthvað í þessu,“ sagði Obama og vitnaði til þess, að alltof oft væru fjöldamorð framin þar sem menn kæmust yfir hættuleg vopn, og beittu þeim gegn saklausu fólki.
„Ég er búinn að halda fundi eins og þessa of oft,“ sagði Obama, og áréttaði að hugur bandarísku þjóðarinnar væri hjá aðstandendum þeirra sem hefðu látið lífið.
Lögreglan hefur Dylan Storm Roof, 21 árs gamlan karlmann, í haldi vegna árásarinnar en talið er að hann beri einn ábyrgð á fjöldamorðinu en allir sem féllu voru svartir og virðist sem kveikjan að baki árásinni hafi verið kynþáttahatur. Byssan sem maðurinn notaði komst í hendur hans eftir að fjölskylda hans gaf honum hana í afmælisgjöf, samkvæmt frásögn bandaríska fjölmiðla.
Málið er í rannsókn, og hefur lögreglan varist frétt hvað varðar nákvæmisatriði við rannsóknina.
https://www.youtube.com/watch?v=pDkNvCoL8uc