Baráttan gegn dansi og diskó í Svíþjóð

286942958_b6bf2fd99e_o.jpg
Auglýsing

Þótt Svíum finn­ist fátt skemmti­legra en að syngja saman í góðra vina hópi þarf heldur meira til að gleðin nái alla leið niður í tær. Enda er dans ekk­ert gam­an­mál og þá sér­stak­lega þegar áfengi er haft um hönd. Þrátt fyrir að mörgum finn­ist reglur um helgi­hald helst til of strangar á Íslandi má finna sam­bæri­legar reglur í Sví­þjóð sem gilda allan árs­ins hring. Ein þeirra snýst um sér­stakt leyfi sem eig­endur veit­inga- og skemmti­staða þurfa að ná sér í til að fólk megi dansa á staðn­um. Á Íslandi er kannski bannað að spila bingó á föstu­dag­inn langa, en í Sví­þjóð er bannað að dansa allan árs­ins hring nema hið opin­bera hafi leyft það.

Þessar reglur eru ekki bara úreltar leifar fyrri tíma – heldur má enn finna dæmi þess að þær séu not­aðar til að svipta staði vín­veit­ing­ar­leyfi. Dag­blaðið Dag­ens Nyheter birti meðal ann­ars umsögn eft­ir­lits­manns í borg­inni Gävle sem hafði skoðað veit­inga­stað þar sem regl­urnar virt­ust brotn­ar. „Á gólf­inu voru milli 50-80 manns sem hreyfðu sig í takt við tón­list­ina með því sem aðeins er hægt að lýsa sem dans­legum hreyf­ing­um.“ Þessi form­lega lýs­ing emb­ætt­is­manns­ins dregur upp skýra mynd af lög­broti sem von­andi tókst að kæfa í fæð­ingu.

Nú kunna ein­hverjir að halda að stjórn­mála­menn átti sig á hversu úreltar þessar reglur eru. Reyndar voru þær einmitt ræddar á sænska þing­inu fyrir páska og þurftu þing­menn að greiða atkvæði um það hvort ætti að fella þær úr gildi. Til­lagan hlaut ekki hljóm­grunn þrátt fyrir ýmsir segð­ust í raun styðja hana. Talað var um að leggja nýja til­lögu fyrir ein­hvern tím­ann síð­ar, en þangað til það ger­ist er enn bannað að dansa í Sví­þjóð – nema með þar til gerðu leyfi.

Auglýsing

Hér gefur að líta fólk sem hreyfir sig í takt við tónlist með því sem aðeins er hægt að lýsa sem danslegum hreyfingum. Hér gefur að líta fólk sem hreyfir sig í takt við tón­list með því sem aðeins er hægt að lýsa sem dans­legum hreyf­ing­um.

Dans­inn og diskóið



Segja má að dans­bannið hafi tengst diskó­inu sem margir ótt­uð­ust. Orðið diskó­tek á reyndar upp­runa sinn að rekja til Frakk­lands og var notað til að lýsa stöðum þar sem tón­list var spiluð af hljóm­plötum en ekki af hljóm­sveit. Við lok sjö­unda ára­tug­ar­ins urðu slíkir klúbbar sífellt vin­sælli og spruttu upp eins og gorkúlur í Sví­þjóð. Þótti mörgum nóg um og árið 1968 ákvað sveita­stjórnin í Örebro að mynda diskó­teks­nefnd til að fylgj­ast með þess­ari nýj­ung. Ári seinna, eða í mars árið 1969, opn­aði svo Don Kík­óte sem var fyrsta diskó­tekið í opin­berri eigu í Sví­þjóð. Hug­myndin var sú að opna ódýran dans­stað til þess að efna­m­inna fólk hefði sömu tæki­færi til að dansa eins og þeir sem rík­ari væru.

Þessi ákvörðun féll hins vegar mis­vel í kramið hjá fólki og á næstu árum jókst gagn­rýnin á diskó­tek­in. Árið 1971 var í fyrsta sinn rætt um diskó­tek í sænska þing­inu. Jafn­að­ar­mað­ur­inn Åke Gustavs­son benti á að ung­dómur lands­ins eyddi um tveimur millj­örðum sænskra króna á ári á diskó­tekum sem væri skýrt merki um arð­rán og mis­notkun á ungu fólki. Í grein í DN frá 1976 bendir svo þing­maður Vinstri flokks­ins á að diskó­tekin vinni gegn sænskri menn­ing­ar­stefnu og að nauð­syn­legt sé að berj­ast gegn áhrifum auð­valds­stefn­unnar innan menn­ing­ar­geirans. Árið1979 kröfð­ust sam­tök tón­list­ar­manna þess að sér­stakur skattur yrði lagður á staði sem spil­uðu tón­list af hljóm­plötum en biðu ekki upp á lif­andi tón­list. Jafn­framt var þess kraf­ist að bannað yrði að selja áfengi á slíkum stöð­um. Fólk þurfti sem sagt að velja á milli þess að dansa og að drekka.

Menn­ing­ar­el­ítan virt­ist mót­fall­inn diskó­stöð­unum sem buðu upp á hraðsoðna menn­ingu frá útlöndum en þó voru und­an­tekn­ing­ar. Ungur rit­höf­undur og blaða­mað­ur, Stig Lars­son, skrif­aði árið 1979 að diskó­tek væru mik­il­væg því að ef hægt væri að tala um heim­speki diskó­teka væri hún sú að fólk þyrfti ekki að hugsa, bara að vera. Og þannig hefur diskó­tekum og reyndar diskói verið lýst í gegnum tíð­ina, sem popptón­list sem gerir það að verkum að fætur hreyfast og axlir hristast, jafn­vel án þess að fólk ætli sér að dansa.

Dans­inn leiðir til slagsmála og óþrifnaðar



Þessar ósjálf­ráðu hreyf­ingar geta sem sagt kostað eig­endur skemmti­staða bæði rekstr­ar- og vín­veit­ing­ar­leyf­ið. Regl­urnar sem nú gilda voru settar 1993 en byggja á eldri reglum frá 1956 og þrátt fyrir ýmsar til­raunir hefur þeim ekki verið breytt. Fyrir þremur árum skipu­lagði hópur dans­á­huga­fólks mót­mæli í Stokk­hólmi þar sem ætl­unin var að dansa eftir götum mið­borg­ar­inn­ar. Reyndar var sér­stak­lega tekið fram að hóp­ur­inn hefði aðeins leyfi til að ganga um göt­urnar – ekki hefði verið veitt leyfi til að dansa um göt­urn­ar. Tals­maður lög­regl­unnar sagði í sam­tali við sænska rík­is­út­varpið árið 2012 að hann von­að­ist til að regl­unum yrði ekki breytt. Hann hefði að sjálf­sögðu heilsu veit­inga­húsa­gesta í huga því eins og allir vissu snérist þetta fyrst og fremst um öryggi. „Við vitum að á dans­gólfum er oftar sleg­ist en á venju­legum veit­inga­stöð­um, þar er meira drasl og fleiri upp­á­komur sem krefj­ast afskipta lög­reglu.“

Nú skal tekið fram að í Sví­þjóð er afskap­lega auð­velt að finna staði sem bæði bjóða upp á dans og áfengi og ekki þarf að leita lengi um helgar til að finna slags­mál eða drasl í kringum skemmti­staði. En kannski er stað­reyndin sú að fátt ógni öryggi almenn­ings meir en fólk sem brestur á með dansi í tíma og ótíma? Lög­reglan hefur vísað til skelfi­legra atburða á borð við bruna á diskó­teki í Gauta­borg árið 1998 þar sem 63 lét­ust. Stað­reyndin er hins vegar sú að staðir sem bjóða upp á skemmt­anir þurfa að sjálf­sögðu að upp­fylla ákveðnra kröfur um til dæmis bruna­varnir og flótta­leið­ir. Atburð­ur­inn í Gauta­borg varð vegna þess að slíkum kröfum var ekki full­nægt, ekki vegna þess að skipu­leggj­endur voru ekki með dans­leyfi.

Miðað við hvernig stjórn­mála­menn tala opin­ber­lega mætti ætla að mót­mælin beri árangur því eng­inn virð­ist vilja verja regl­urnar opin­ber­lega. Í það minnsta tókst P3 stöð sænska rík­is­út­varps­ins ekki að fá nokkurn stjórn­mála­mann í við­tal til að tala gegn því að þær yrðu felldar úr gildi. Þar til það ger­ist – og það hlýtur bara að ger­ast – verða Svíar því að gæta sín á öllum kækjum og kippum því það er aldrei að vita nema lög­reglan mæti á svæð­ið. Nema auð­vitað að Kevin Bacon komi á undan henni.

https://www.youtu­be.com/watch?v=3T2F­pCD­lyNg

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None