Baráttan um flugfarþegana á Kastrup harðnar svo um munar

h_99430192-1.jpg
Auglýsing

Það eru sann­kall­aðir gósentímar framundan hjá þeim sem hyggj­ast ferð­ast fljúg­andi til og frá Kaup­manna­höfn. Að minnsta kosti ef marka má yfir­lýs­ingar flug­fé­laga sem berj­ast um far­þeg­ana og bjóða far­gjöld á sann­köll­uðum spott­prís. Írska lággjalda­fé­lagið Ryan air ætlar að hefja áætl­un­ar­flug frá Kastrup í næsta mán­uði, SAS hyggst á næstu vikum stofna nýtt lággjalda­fé­lag og ætlar sér stóra sneið af „far­þega­kök­unn,“ og Norweg­ian flug­fé­lagið ætlar ekki að sitja aðgerða­laust hjá og hyggst bæta við nýjum flug­leið­um, meðal ann­ars til Hawai og Suð­ur­-Afr­íku.

Það hafa ekki verið gósentímar í flug­rekstr­inum að und­an­förnu, að minnsta kosti ekki hjá stóru nor­rænu flug­fé­lög­unum tveim­ur, SAS og Norweg­i­an. SAS hefur um ára­bil átt í miklum rekstr­ar­erf­ið­leikum og þrátt fyrir að fjölda­upp­sagnir og lækkun launa hjá starfs­fólk­inu hefur ekki tek­ist að koma rekstr­inum í við­un­andi horf. Fyrir nokkrum mán­uðum mun­aði „engu“ að félagið færi í þrot en á síð­ustu stundu tókst að koma í veg fyrir að svo færi. Danskur banka­sér­fræð­ingur sagði þá að SAS dingl­aði enn í snör­unni þótt lengt hefði verið í henni. Eitt­hvað rót­tækt yrði að koma til ef SAS ætti að lifa.

Red 1



Fyrir nokkrum dögum greindi DR, danska útvarp­ið, frá því að SAS hefði sent til­kynn­ingu til sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins þar sem fram kæmi að félagið hygð­ist stofna nýtt flug­fé­lag, Red 1. Jafn­framt yrði Cim­ber flug­fé­lag­ið, sem SAS keypti í des­em­ber í fyrra lagt niður sem slíkt en yrði þó áfram til sem eins konar und­ir­fé­lag SAS. Cim­ber á ein­ungis fimm flug­vélar en stjórn­endur SAS ætla að færa að 12 –15 litlar vél­ar, 50 til 70 sæta, úr flug­flota SAS yfir í nýja félagið Red 1 en SAS á sam­tals 140 vélar og er stærsta flug­fé­lag á Norð­ur­lönd­um.

Red 1 verður lággjalda­fé­lag og SAS ætlar nú fyrir alvöru að blanda sér í þann slag. Um 300 starfs­menn SAS fær­ast yfir til nýja félags­ins, það fólk verður ráðið upp á lak­ari kjör (lægri laun, lengri vinnu­tími, styttra orlof og svo fram­veg­is) og þannig dregið úr rekstr­ar­kostn­aði. Þetta eru í stuttu máli þær aðgerðir sem stjórn­endur SAS grípa nú til í því skyni að styrkja rekstur félags­ins en jafn­framt er ætl­unin að end­ur­nýja flug­flot­ann í áföng­um, ekki síst með það fyrir augum að draga úr elds­neytis­kostn­aði. Hvort þetta dugir leiðir tím­inn í ljós en fyrir starfs­fólk­ið, um það bil 13 þús­und manns, er mikið í húfi.

Auglýsing

 Flugvél SAS á Kastrup flugvelli. Rekstur flugfélagsins hefur verið á brauðfótum undanfarin ár, en nú hyggst félagið sækja fram með nýju lággjaldaflugfélagi sem hyggst blanda sér af krafti í slaginn um flugfarþegana.

Flug­vél SAS á Kastrup flug­velli. Rekstur flug­fé­lags­ins hefur verið á brauð­fótum und­an­farin ár, en nú hyggst félagið sækja fram með nýju lággjalda­flug­fé­lagi sem hyggst blanda sér af krafti í slag­inn um flug­far­þeg­ana.

Norska flug­æv­in­týrið



Flug­vélar Norweg­ian hafa um margra ára skeið flogið vængjum þöndum (og með sperrt stél) og félagið hefur sífellt orðið stærra og umsvifa­meira á evr­ópskum flug­mark­aði. Margir hafa spurt sig hvernig á því standi að þetta flug­fé­lag, sem var stofnað 1993 og sinnti þá ein­göngu inn­an­lands­flugi í Nor­egi, hafi náð að gera sig svo gild­andi í flug­rekstri sem raun ber vitni. Þessu er ekki auð­velt að svara.

Danskur flug­rekstr­ar­sér­fræð­ingur sagði í við­tali nýlega að Norweg­ian hefði ein­hvern­veg­inn hitt á óska­stund, ef hægt væri að tala um slíkt í flug­rekstri, og stjórn­endur þess nán­ast aldrei stigið feil­spor í ákvörð­un­um. Árang­ur­inn ber þess líka vitni, félagið ræður nú yfir um það bil 100 flug­vél­um, flýgur til 129 áfanga­staða og flutti 24 millj­ónir far­þega á síð­asta ári. En, það á ekki að láta staðar numið; árið 2012 pant­aði Norweg­ian 222 nýjar flug­vél­ar, Boeing og Air­bus, sem verða afhentar á næstu árum. Þetta er stærsti flug­véla­kaup­samn­ingur sem gerður hefur verið í Evr­ópu og þegar frá honum var greint sá for­stjóri Norweg­ian ástæðu til að geta þess, þegar hann nefndi töl­una 222, að hann stam­aði ekki.

Svo kom 2014



En allt er í líf­inu hverf­ult. Um mitt síð­asta ár var greint frá því í fréttum að mikið tap hefði orðið á rekstri félags­ins frá árs­byrjun 2014 eftir sjö góð ár. Það reynd­ust orð að sönnu því þegar reikn­ingar lið­ins árs lágu fyrir kom í ljós að Norweg­ian hafði tapað um það bil 1,4 millj­örðum norskra króna (rúmum 24 millj­örðum íslenskum). Þótt veltan sé mikil tekur slíkt tap óneit­an­lega í.

Ástæð­urnar fyrir þessum við­snún­ingi eru meðal ann­ars lágt gengi norsku krón­unn­ar, óhag­stæðir elds­neyt­is­samn­ingar og verk­föll starfs­fólks. Bjørn Kjos fram­kvæmda­stjóri og aðal­eig­andi félags­ins sagði í við­tali að þótt tap væri aldrei við­un­andi í við­skipt­um, frekar en mót­vindur í flugi, væri hann eigi að síður bjart­sýnn og Norweg­ian ætl­aði sér stóra hluti á næstu árum, ekki síst á lengri flug­leið­um. Félagið yrði áfram í fremstu röð. Hann sagði jafn­framt að Osló, Stokk­hólmur og Kaup­manna­höfn yrðu áfram lyk­il­staðir í starf­sem­inni.

Ryanair



Fyrir nokkrum mán­uðum til­kynntu stjórn­endur Ryanair að félagið myndi hefja áætl­un­ar­flug frá Kaup­manna­höfn 26. mars á þessu ári og félagið myndi jafn­framt koma upp bæki­stöð á Kastr­up. Þessar fréttir vöktu mikla athygli og ekki voru allir jafn upp­rifnir yfir tíð­ind­un­um, væg­ast sagt.

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hafa boðað komu sína á Kastrup og ætlar að storma inn á markaðinn með látum. Írska lággjalda­flug­fé­lagið Ryanair hafa boðað komu sína á Kastrup og ætlar að storma inn á mark­að­inn með lát­u­m.

Ryanair er þekkt fyrir að fara sínu fram og hefur oft lent í hörðum deil­um, ekki síst vegna kjara­mála. Stjórn­end­urnir hafa iðu­lega verið sak­aðir um mikla óbil­girni og að félagið í krafti stærðar sinnar kom­ist upp með ýmis­legt sem önnur félög gætu aldrei látið sig dreyma um. Almenn­ingur hefur hins vegar kært sig koll­óttan um slíkt tal en hins vegar kunnað vel að meta lágt miða­verð, sem hefur verið aðall félags­ins.

Hart móti hörðu



Dönsku laun­þega­sam­tökin sögðu þegar þessar fréttir um fyr­ir­hugað flug frá Kastrup bárust, að ekk­ert væri nema gott um það að segja en for­svars­menn Ryanair skyldu gera sér grein fyrir að hér væri borg­að, og unn­ið, sam­kvæmt dönskum kjara­samn­ingum en ekki írskum eins og Ryanair vill ætíð gera. Ryanair seg­ist aftur á móti vera írskt félag sem ­borgi eftir írskum samn­ing­um.

Félagið hótar lög­sókn ef Dan­irnir vilja ekki fall­ast á þessi rök og dönsku laun­þeg­arnir hafa sömu­leiðis boðað lög­sókn á hendur Ryana­ir. For­svars­menn félags­ins vita að dönsku laun­þega­sam­tökin eru ekki lömb að leika sér við og geta auð­veld­lega lamað alla starf­semi Íranna ef svo ber und­ir.

Michael O'Leary, hinn litríki forstjóri Ryanair, býr sig undir átök við dönsku verkalýðsfélögin. Mich­ael O'Le­ary, hinn lit­ríki for­stjóri Ryana­ir, býr sig undir átök við dönsku verka­lýðs­fé­lög­in.

Ætla í loftið 18. mars



Á frétta­manna­fundi í Kaup­manna­höfn fyrir nokkrum dögum sagði einn stjórn­enda Ryanair að ef komið yrði í veg fyrir að félagið gæti komið upp bæki­stöð á Kastrup þýddi það auð­vitað færri störf en félagið myndi eigi að síður halda sínu striki og hefja áætl­un­ar­flug til átta staða 18. mars, þ.e. átta dögum fyrr en fyrst var gert ráð fyr­ir. Þessir staðir eru: Dublin, London, Brus­sel, Madrid, Milanó, Róm, Stokk­hólmur og Var­sjá.

Stjórn­endur Ryanair hafa lýst sig fúsa að hitta tals­menn laun­þega­sam­taka á Kastr­up. Þetta er talið merki um að þeir átti sig á að Dan­irnir muni ekki gefa þuml­ung eft­ir, því fram til þessa hefur Ryanair aldrei svo mikið sem yrt á tals­menn laun­þega­sam­taka í þeim löndum sem félagið flýgur til.

Á fund­inum fyrr í vik­unni til­kynnti tals­maður Ryanir að félagið bjóði 3000 far­miða til Dyfl­innar á 30 sent (ca. 61 króna íslensk) en þangað er fyrsta flugið frá Kastrup áætlað 18. mars.

Á þess­ari stundu er engin leið að segja til­ um hvernig þessi mál æxl­ast en hins vegar óhætt að slá því föstu að hart verður barist um kúnn­ana á Kastr­up. Slíkt þýðir lægra far­miða­verð og það hljómar vel í eyr­um al­menn­ings.

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None