Benedikt Erlingsson móðgaði Illuga á verðlaunaafhendingu

benedikt.erlingsson.och-.fridrik.thor-.fridriksson.1.jpeg
Auglýsing

Kvik­myndin Hross í oss, í leik­stjórn Bene­dikts Erlings­son­ar, hlaut kvik­mynda­verð­laun Norð­ur­landa­ráðs við hátíð­lega athöfn í Stokk­hólmi í gær­kvöldi. Eftir að Bene­dikt hafði veitt verð­laun­unum við­töku, ásamt Frið­riki Þór Frið­riks­syni fram­leið­anda mynd­ar­inn­ar, hélt leik­stjór­inn þakk­ar­ræðu þar sem hann vand­aði íslenskum stjórn­völdum ekki kveðj­urn­ar.

Í ræðu sinni sagði Bene­dikt: "Kæru nor­rænu félag­ar, hér í salnum sitja íslenskir stjórn­mála­menn sem skáru niður fjár­fram­lög til kvik­mynda­gerðar um 42 pró­sent á þessu ári, en í kjöl­far efna­hags­hruns­ins skáru þeir fjár­fram­lögin niður um þrjá­tíu pró­sent. Þannig að við erum stödd í miðri kata­st­rófu. Þannig að við myndum meta það mik­ils ef þið gætuð hjálpað okkur í eft­irpartý­inu með því að nálg­ast þá kurt­eis­is­lega og fræða þá um kvik­myndir og menn­ingu, tala við þá um Íslend­inga­sög­urnar og segja þeim að við sem erum að búa til sög­ur, séum líka að búa til Íslend­inga­sög­ur, norskar sögur og danskar sög­ur, þó þær séu ekki skrif­aðar á skinn. Þið getið líka útskýrt fyrir þeim að til þess að skrifa niður íslenska sögu þarf skinn til að skrifa á, og til að fá skinn þarf að slátra kú. Þannig að endi­lega talið fyrir þeim að slátra kúm. Þetta gætu orðið góðar sam­ræður og gefið þessu mjög dýra partýi ein­hverja þýð­ingu fyrir okk­ur."

Móðg­aði mennta­mála­ráð­herra sem sat í salnumIllugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, var við­staddur verð­launa­af­hend­ing­una í gær­kvöldi, og telja má nokkuð víst að Bene­dikt hafi verið að beina gagn­rýni sinni meðal ann­ars að hon­um. Hrannar B. Arn­ars­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, birti þakk­ar­ræðu Bene­dikts á Face­book síð­unni sinni. 

Svo virð­ist sem að Ill­ugi hafi móðg­ast við ræðu Bene­dikts, en til orða­skipta kom á milli þeirra eftir verð­launa­af­hend­ing­una. "Ég hitti Ill­uga og við áttum ákveðnar við­ræður upp á vest­firsku. Hann gerði athuga­semdir við ræð­una mína, hann hefur jú mál­frelsi eins og ég hef mál­frelsi. Eru stjórn­mála­menn ekki ann­ars með harðan skráp?"

Auglýsing

Ráð­herrar sem hafa skotið sig í fót­inn en haltra áframÍ sam­tali við Kjarn­ann sagði Bene­dikt enn­frem­ur: "Ráð­herr­unum finnst sjálf­sagt að þeir ­séu að standa sig vel innan þeirra for­senda sem þeir hafa gefið sér, en mér finnst eins og þeir séu menn sem hafi skotið sig í fót­inn og finn­ist þeir svo standa sig vel á meðan þeir haltra áfram. Auð­vitað sárnar mönnum þegar ein­hver æpir á halt­ann mann að hann megi fara hrað­ar, því honum finnst hann auð­vitað vera að standa sig vel."

Bene­dikt segir nið­ur­skurð á fjár­fram­lögum til kvik­mynda­gerðar hafa gríð­ar­lega alvar­legar afleið­ingar fyrir geir­ann. "Ég er ekk­ert að fara að gera mynd á næsta ári þrátt fyrir alla þessa vel­gengni, af því að sjóð­ur­inn er tóm­ur. Það eru fullt af frá­bærum kvik­mynda­gerð­ar­mönnum með frá­bær verk­efni í píp­unum en það er bara allt kafn­að. Áhrifin af nið­ur­skurð­inum munu skila sér af fullum þunga á næstu tveimur til þremur árum. Þetta er mjög sorg­legt því það er mik­ið blóma­skeið í gangi og erlendis er talað um ákveðna íslenska bylgju í ljósi vel­gengni íslenskra kvik­mynda und­an­far­ið. Nú kemur bara vet­ur."

 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None