Jafnrétti kynjanna er ekki aðeins mannréttindamál, sem nauðsynlegt er að berjast fyrir, heldur einnig mikilvægt efnahagsmál. Það er erfitt til þess að hugsa, á degi Sameinuðu þjóðanna sem er í dag - og jafnframt 40 ára afmæli Kvennafrídagsins - hversu miklum tækifærum, hugmyndum og leiðtogahæfileikum hefur verið eytt með því að halda niðri krafti og hugviti kvenna í gegnum tíðina.
Ísland getur um margt verið stolt af sinni sögu, hvað varðar framgang kvenna og jafnréttismál, en betur má ef duga skal. Alltof algengt er að konur fái ekki að vera við stýrið, til dæmis í fjármálageiranum og á öðrum stöðum þar sem lykilákvarðanir um fjárfestingar eru teknar. Þar ættu konur að vera í meira mæli, enda ekki rökrétt að karlar séu þar í miklum meirihluta, eins og tölur hafa sýnt.
Þær eru að meðaltali með betri menntun en karlar, eins og tölur um útskrifaða nemendur úr háskólum sýna, og ættu því að vera oftar í lykilstöðum. Blessunarlega eru þær komnar inn í stjórnir fyrirtækja í meira mæli en áður, en það þurfti samt til lagabreytingar svo það færi að gerast nægilega hratt.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, er að leiða þjóð sína í gegnum mikla efnahagslega erfiðleika. Ekki aðeins vegna lítils hagvaxtar og himinhárra opinberra skulda (260 prósent af árlegri landsframleiðslu), heldur einnig vegna þess að konur hafa ekki fengið framgang í atvinnulífinu í Japan í áratugi. Helst vopn ríkisstjórnar Abe, í efnahagsáætlun hans, er að koma fleiri konum við stýrið í fyrirtækjum, og einni í stjórnmálunum. Staðan í Japan, hvað þessi mál varðar, er skammarleg. Um 7,5 prósent stjórnenda fyrirtækja eru konur, en markmið stjórnar Abe er að koma hlutfallinu upp í 30 prósent fyrir árið 2020. Nær allir stjórnendur fyrirtækja í Japan eru karlar á sextugsaldri, margir tengdir áratuga gömlum viðskiptaböndum við stórfyrirtæki í landinu.
Markmiðið hjá Abe er virkja kraft kvenna í meira mæli og treysta á hugvit þeirra og útsjónarsemi. Og umfram allt; stórefla atvinnuþátttöku þeirra á öllum stigum í fyrirtækjum, en hún mælist mun lægri en karla.
Þetta dæmi frá Japan sýnir að það eru margvíslegar hindranir í veginum fyrir jafnrétti kynjanna á alþjóðavettvangi, og vafalítið má sjá líkindi við þessar tölur sem Japanir vinna út frá hér á landi. Abe er heldur ekki sérstaklega vinsæll, og hefur átt í vök að verjast.
Ísland getur um margt verið stolt af sinni sögu, hvað varðar framgang kvenna og jafnréttismál, en betur má ef duga skal. Alltof algengt er að konur fái ekki að vera við stýrið, til dæmis í fjármálageiranum og á öðrum stöðum þar sem lykilákvarðanir um fjárfestingar eru teknar. Þar ættu konur að vera í meira mæli, enda ekki rökrétt að karlar séu þar í miklum meirihluta, eins og tölur hafa sýnt.
Þær eru að meðaltali með betri menntun en karlar, eins og tölur um útskrifaða nemendur úr háskólum sýna, og ættu því að vera oftar í lykilstöðum. Blessunarlega eru þær komnar inn í stjórnir fyrirtækja í meira mæli en áður, en það þurfti samt til lagabreytingar svo það færi að gerast nægilega hratt.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, er að leiða þjóð sína í gegnum mikla efnahagslega erfiðleika. Ekki aðeins vegna lítils hagvaxtar og himinhárra opinberra skulda (260 prósent af árlegri landsframleiðslu), heldur einnig vegna þess að konur hafa ekki fengið framgang í atvinnulífinu í Japan í áratugi. Helst vopn ríkisstjórnar Abe, í efnahagsáætlun hans, er að koma fleiri konum við stýrið í fyrirtækjum, og einni í stjórnmálunum. Staðan í Japan, hvað þessi mál varðar, er skammarleg. Um 7,5 prósent stjórnenda fyrirtækja eru konur, en markmið stjórnar Abe er að koma hlutfallinu upp í 30 prósent fyrir árið 2020. Nær allir stjórnendur fyrirtækja í Japan eru karlar á sextugsaldri, margir tengdir áratuga gömlum viðskiptaböndum við stórfyrirtæki í landinu.
Markmiðið hjá Abe er virkja kraft kvenna í meira mæli og treysta á hugvit þeirra og útsjónarsemi. Og umfram allt; stórefla atvinnuþátttöku þeirra á öllum stigum í fyrirtækjum, en hún mælist mun lægri en karla.
Þetta dæmi frá Japan sýnir að það eru margvíslegar hindranir í veginum fyrir jafnrétti kynjanna á alþjóðavettvangi, og vafalítið má sjá líkindi við þessar tölur sem Japanir vinna út frá hér á landi. Abe er heldur ekki sérstaklega vinsæll, og hefur átt í vök að verjast.
En það verður samt að segjast, að það er ánægjulegt að sjá jafn mikilvægt mál og það, að ryðja úr vegi hindrunum fyrir sjálfsögðu jafnrétti kynjanna, tekið upp á æðsta stig í efnahagslegri stefnumótun í stærstu hagkerfum heimsins. Það mætti vel gera betur í þeim efnum hér á landi, þrátt fyrir marga sæta sigra á undanförnum árum.