Í dag er því fagnað að 100 ár eru frá því að konur fengu kosningarétt. Um leið og það er mikilvægt að minnast þessara merku tímamóta með bros á vör, þá er líka hollt að leiða hugann að því hversu skammarlegt það er, að konum hafi verið haldið frá lýðræðislegum framförum árhundruðum saman. Þvílík vanvirðing og heimska!
Ímyndið ykkur, hversu mikil þekking hefur farið til spillis, með því að halda konum frá lýðræðislegri þátttöku og valdastörfum sömuleiðis, í allan þennan tíma sem raun ber vitni.
Blessunarlega horfa hlutirnir öðruvísi við nú. Miklir sigrar hafa unnist í jafnréttisbaráttunni á undanförnum áratugum, en betur má ef duga skal. Til hamingju með daginn konur, nær og fjær!
Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.