Bibbi er í bakröddunum (staðfest) - Allt getur gerst

bibbiogproppe-1.jpg
Auglýsing

Á þriðjudaginn var það fyrst staðfest í mínum huga að Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi, myndi verða hluti af framlagi Íslands í úrslitum Eurovision. Mjög fátt milli himins og jarðar er ólíklegra en það í mínum huga, þekkjandi kauða. En þetta er sum sé búið að gerast; Bibbi var þarna í bakröddunum á sviðinu í Kaupmannahöfn. Það er búið að staðfesta þetta á ýmsa vegu, myndir og myndbönd og fleira. Hann hefur þó látið glitta í sinn innri mann á Facebook ; var í Slayer-bolnum innan undir búningnum góða. Sumt breytist aldrei og það er mikilvægt að það geri það ekki.

Með honum í bakröddunum var annar maður sem er dagsdaglega í hlutverki sem ég held að hann hafi verið frekar ólíklegur til þess að sinna, svona framan af í það minnsta. Metal-söngvaragoðsögnin Óttarr Proppé vinnur við að búa til lög á  daginn. Ekki metal-lög, heldur lögin í landinu, hvað má og hvað má ekki.

Mér finnst þetta eiginlega fallegt. Þeir Pollapönkara-Botnleðju-FH Mafíu menn hafa prófað svo margt að þeirra nýju skemmtilegu verkefni eru hætt að koma manni á óvart. Nema kannski þegar Halli í Botnleðju var farinn að leiða þúsundir starfsmanna á leikskólum í kjarabaráttu við yfirvaldið. Ég viðurkenni að í fyrstu var það svolítið skrýtið.

Auglýsing

En þessar bakraddir. Vá.

Ályktunin sem má draga af þessum litríka hópi er einföld og stutt; Allt getur gerst, allt er mögulegt. Kjarninn sendir Pollapönkurum fordómalausar kveðjur til Kaupmannahafnar, breiðið út fagnaðarerindið í kvöld, verið góð. Áfram Ísland!

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None