Bibbi er í bakröddunum (staðfest) - Allt getur gerst

bibbiogproppe-1.jpg
Auglýsing

Á þriðju­dag­inn var það fyrst stað­fest í mínum huga að Snæ­björn Ragn­ars­son, Bibbi, myndi verða hluti af fram­lagi Íslands í úrslitum Eurovision. Mjög fátt milli him­ins og jarðar er ólík­legra en það í mínum huga, þekkj­andi kauða. En þetta er sum sé búið að ger­ast; Bibbi var þarna í bak­rödd­unum á svið­inu í Kaup­manna­höfn. Það er búið að stað­festa þetta á ýmsa vegu, myndir og mynd­bönd og fleira. Hann hefur þó látið glitta í sinn innri mann á Face­book ; var í Slayer-­bolnum innan undir bún­ingnum góða. Sumt breyt­ist aldrei og það er mik­il­vægt að það geri það ekki.

Með honum í bak­rödd­unum var annar maður sem er dags­dag­lega í hlut­verki sem ég held að hann hafi verið frekar ólík­legur til þess að sinna, svona framan af í það minnsta. Metal-­söngv­ara­goð­sögnin Ótt­arr Proppé vinnur við að búa til lög á  dag­inn. Ekki metal-lög, heldur lögin í land­inu, hvað má og hvað má ekki.

Mér finnst þetta eig­in­lega fal­legt. Þeir Pollapönk­ara-­Botn­leðju-FH Mafíu menn hafa prófað svo margt að þeirra nýju skemmti­legu verk­efni eru hætt að koma manni á óvart. Nema kannski þegar Halli í Botn­leðju var far­inn að leiða þús­undir starfs­manna á leik­skólum í kjara­bar­áttu við yfir­vald­ið. Ég við­ur­kenni að í fyrst­u var það svo­lítið skrýt­ið.

Auglýsing

En þessar bak­radd­ir. Vá.

Álykt­unin sem má draga af þessum lit­ríka hópi er ein­föld og stutt; Allt getur ger­st, allt er mögu­legt. Kjarn­inn sendir Pollapönk­urum for­dóma­lausar kveðjur til Kaup­manna­hafn­ar, breiðið út fagn­að­ar­er­indið í kvöld, verið góð. Áfram Ísland!

Meira úr sama flokkiInnlent
None