Alls voru seldir 6.698 fólks- og sendibílar á fyrstu fimm mánuðum ársins 2015, frá ársbyrjun til loka maí. Það er 41% aukning frá sömu mánuðum 2014, þegar 4.763 bílar voru seldir. Um helmingur seldra bíla í ár eru bílaleigubílar, alls um 3.531 bifreiðar. Þótt hlutfallið sé hátt þá er það mun lægra en í fyrra, þegar 94% allra seldra bíla á fyrstu fimm mánuðum ársins voru bílaleigubílar.
Þetta sýna tölur Samgöngustofu yfir selda bíla það sem af er ári. BL bílaumboð tók saman og greinir frá í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að sala BL hefur aukist um 48 prósent á þessu ár. BL er með stærsta hlutdeild á markaðinum það sem af er ári. Toyota á Íslandi bílaumboð er næst stærst og í þriðja sæti er Hekla. Hlutdeild þessara þriggja umboða nemur samtals um 55 prósentum á markaði.
Frá ársbyrjun til loka maí seldi BL 1.545 fólks- og sendibifreiðar, af þeim 6.698 sem seldust á tímabilinu.