Birna Einars: Fagna því að niðurstaða sé komin í málið

birna.einarsdottir-1.jpg
Auglýsing

„Við höfum lagt ríka áherslu á að starf­semi bank­ans sé í sam­ræmi við sam­keppn­is­lög og höfum m.a. skipað sér­stakan ábyrgð­ar­að­ila sam­keppn­is­mála sem er með reglu­legt eft­ir­lit með sam­keppn­is­málum innan bank­ans,“ segir Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, en bank­inn greiddi 380 millj­óna króna sekt vegna sam­keppn­islaga­brota. Eins og greint var frá í dag gerðu stóru bank­arnir allir sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna rann­sóknar þess á greiðslu­korta­mark­aðnum hér á landi. Sam­an­lagt þurfa bank­arn­ir, og síðan Valitor og Borg­un, að greiða 1.620 millj­ónir króna. Lands­bank­inn og Arion banki greiða 450 millj­ónir króna hvor, Valitor 220 millj­ónir og Borgun 120 millj­ón­ir.

Birna fagnar því að mál­inu sé lok­ið. „Ég fagna því að það sé komin nið­ur­staða í þetta mál. Íslands­banki hefur í þessu máli átt gott sam­starf með Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu og var fyrstur máls­að­ila til að ná sátt. Sam­keppn­is­eft­ir­litið leit til þess í ákvörðun sekta og hlaut Íslands­bank­inn því lægstu sekt­ina af við­skipta­bönk­unum þar sem sam­starfsvilji bank­ans hafði jákvæð áhrif á fram­göngu máls­ins í heild. Starfs­menn bank­ans voru í góðri trú um að þetta fyr­ir­komu­lag væri lög­legt og eru engin gögn í mál­inu sem sýna ann­að. Í sátt­inni er kveðið á um að bank­arnir skuli hag­ræða í þeim rekstri sínum sem teng­ist korta­út­gáfu og þjón­ustu við kort­hafa. Nýlega samdi bank­inn við MasterCard Europe um útgáfu á öllum kortum bank­ans. Með því að velja einn sam­starfs­að­ila getur bank­inn betur mætt auknum kröfum við­skipta­vina tengdum t.a.m. net­banka og tækninýj­ung­um  en erum um leið að hag­ræða og ein­falda vörufram­boð sem er í takt við kröfur Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins,“ sagði Birna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None