Birna Einars: Fagna því að niðurstaða sé komin í málið

birna.einarsdottir-1.jpg
Auglýsing

„Við höfum lagt ríka áherslu á að starf­semi bank­ans sé í sam­ræmi við sam­keppn­is­lög og höfum m.a. skipað sér­stakan ábyrgð­ar­að­ila sam­keppn­is­mála sem er með reglu­legt eft­ir­lit með sam­keppn­is­málum innan bank­ans,“ segir Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, en bank­inn greiddi 380 millj­óna króna sekt vegna sam­keppn­islaga­brota. Eins og greint var frá í dag gerðu stóru bank­arnir allir sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna rann­sóknar þess á greiðslu­korta­mark­aðnum hér á landi. Sam­an­lagt þurfa bank­arn­ir, og síðan Valitor og Borg­un, að greiða 1.620 millj­ónir króna. Lands­bank­inn og Arion banki greiða 450 millj­ónir króna hvor, Valitor 220 millj­ónir og Borgun 120 millj­ón­ir.

Birna fagnar því að mál­inu sé lok­ið. „Ég fagna því að það sé komin nið­ur­staða í þetta mál. Íslands­banki hefur í þessu máli átt gott sam­starf með Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu og var fyrstur máls­að­ila til að ná sátt. Sam­keppn­is­eft­ir­litið leit til þess í ákvörðun sekta og hlaut Íslands­bank­inn því lægstu sekt­ina af við­skipta­bönk­unum þar sem sam­starfsvilji bank­ans hafði jákvæð áhrif á fram­göngu máls­ins í heild. Starfs­menn bank­ans voru í góðri trú um að þetta fyr­ir­komu­lag væri lög­legt og eru engin gögn í mál­inu sem sýna ann­að. Í sátt­inni er kveðið á um að bank­arnir skuli hag­ræða í þeim rekstri sínum sem teng­ist korta­út­gáfu og þjón­ustu við kort­hafa. Nýlega samdi bank­inn við MasterCard Europe um útgáfu á öllum kortum bank­ans. Með því að velja einn sam­starfs­að­ila getur bank­inn betur mætt auknum kröfum við­skipta­vina tengdum t.a.m. net­banka og tækninýj­ung­um  en erum um leið að hag­ræða og ein­falda vörufram­boð sem er í takt við kröfur Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins,“ sagði Birna.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None