Birna Einars: Fagna því að niðurstaða sé komin í málið

birna.einarsdottir-1.jpg
Auglýsing

„Við höfum lagt ríka áherslu á að starf­semi bank­ans sé í sam­ræmi við sam­keppn­is­lög og höfum m.a. skipað sér­stakan ábyrgð­ar­að­ila sam­keppn­is­mála sem er með reglu­legt eft­ir­lit með sam­keppn­is­málum innan bank­ans,“ segir Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, en bank­inn greiddi 380 millj­óna króna sekt vegna sam­keppn­islaga­brota. Eins og greint var frá í dag gerðu stóru bank­arnir allir sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna rann­sóknar þess á greiðslu­korta­mark­aðnum hér á landi. Sam­an­lagt þurfa bank­arn­ir, og síðan Valitor og Borg­un, að greiða 1.620 millj­ónir króna. Lands­bank­inn og Arion banki greiða 450 millj­ónir króna hvor, Valitor 220 millj­ónir og Borgun 120 millj­ón­ir.

Birna fagnar því að mál­inu sé lok­ið. „Ég fagna því að það sé komin nið­ur­staða í þetta mál. Íslands­banki hefur í þessu máli átt gott sam­starf með Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu og var fyrstur máls­að­ila til að ná sátt. Sam­keppn­is­eft­ir­litið leit til þess í ákvörðun sekta og hlaut Íslands­bank­inn því lægstu sekt­ina af við­skipta­bönk­unum þar sem sam­starfsvilji bank­ans hafði jákvæð áhrif á fram­göngu máls­ins í heild. Starfs­menn bank­ans voru í góðri trú um að þetta fyr­ir­komu­lag væri lög­legt og eru engin gögn í mál­inu sem sýna ann­að. Í sátt­inni er kveðið á um að bank­arnir skuli hag­ræða í þeim rekstri sínum sem teng­ist korta­út­gáfu og þjón­ustu við kort­hafa. Nýlega samdi bank­inn við MasterCard Europe um útgáfu á öllum kortum bank­ans. Með því að velja einn sam­starfs­að­ila getur bank­inn betur mætt auknum kröfum við­skipta­vina tengdum t.a.m. net­banka og tækninýj­ung­um  en erum um leið að hag­ræða og ein­falda vörufram­boð sem er í takt við kröfur Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins,“ sagði Birna.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None