Birna Einars: Fagna því að niðurstaða sé komin í málið

birna.einarsdottir-1.jpg
Auglýsing

„Við höfum lagt ríka áherslu á að starf­semi bank­ans sé í sam­ræmi við sam­keppn­is­lög og höfum m.a. skipað sér­stakan ábyrgð­ar­að­ila sam­keppn­is­mála sem er með reglu­legt eft­ir­lit með sam­keppn­is­málum innan bank­ans,“ segir Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, en bank­inn greiddi 380 millj­óna króna sekt vegna sam­keppn­islaga­brota. Eins og greint var frá í dag gerðu stóru bank­arnir allir sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna rann­sóknar þess á greiðslu­korta­mark­aðnum hér á landi. Sam­an­lagt þurfa bank­arn­ir, og síðan Valitor og Borg­un, að greiða 1.620 millj­ónir króna. Lands­bank­inn og Arion banki greiða 450 millj­ónir króna hvor, Valitor 220 millj­ónir og Borgun 120 millj­ón­ir.

Birna fagnar því að mál­inu sé lok­ið. „Ég fagna því að það sé komin nið­ur­staða í þetta mál. Íslands­banki hefur í þessu máli átt gott sam­starf með Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu og var fyrstur máls­að­ila til að ná sátt. Sam­keppn­is­eft­ir­litið leit til þess í ákvörðun sekta og hlaut Íslands­bank­inn því lægstu sekt­ina af við­skipta­bönk­unum þar sem sam­starfsvilji bank­ans hafði jákvæð áhrif á fram­göngu máls­ins í heild. Starfs­menn bank­ans voru í góðri trú um að þetta fyr­ir­komu­lag væri lög­legt og eru engin gögn í mál­inu sem sýna ann­að. Í sátt­inni er kveðið á um að bank­arnir skuli hag­ræða í þeim rekstri sínum sem teng­ist korta­út­gáfu og þjón­ustu við kort­hafa. Nýlega samdi bank­inn við MasterCard Europe um útgáfu á öllum kortum bank­ans. Með því að velja einn sam­starfs­að­ila getur bank­inn betur mætt auknum kröfum við­skipta­vina tengdum t.a.m. net­banka og tækninýj­ung­um  en erum um leið að hag­ræða og ein­falda vörufram­boð sem er í takt við kröfur Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins,“ sagði Birna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víkingur Heiðar tónlistarmaður ársins hjá Gramophone
Verðlaunin þykja meðal virtustu viðurkenninga í heimi klassísrar tónlistar.
Kjarninn 16. október 2019
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir.
Kynjagleraugu fyrir fjármálamarkaði
Kjarninn 16. október 2019
Guðjón Sigurbjartsson
Samgönguráð og óráð
Kjarninn 16. október 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Brims og forstjóri félagsins.
Eignarhlutur Útgerðarfélags Reykjavíkur í Brimi á leið í 52,8 prósent
Enn eru ekki allir fyrirvarar uppfylltir vegna kaupa stærsta eiganda Brims á stórum hlut í félaginu af sjávarútvegsarmi Kaupfélags Skagfirðinga á tæpa átta milljarða króna. Búist er við því að kaupin gangi í gegn 1. desember.
Kjarninn 16. október 2019
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None