„Á grundvelli þeirrar launaþróunar sem verið hefur á árinu og vænst er á næsta ári má gera ráð fyrir að hækkunin verði 8,9% fyrir árið 2016,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um hækkun á bótum almannatrygginga.
Bjarni segist á Facebook-síðu sinni verða þess var að margir spyrji hversu mikið bætur almannatrygginga, einkum elli- og örorkulífeyrir, muni hækka í kjölfar kjarasamninga sem hafa verið gerðir á árinu. Bjarni bendir á að í lögum um almannatryggingar segi að bætur og aðrar greiðslur skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun um upphæð bóta eigi að taka mið af launaþróun, en þó þannig að bætur hækki aldrei minna en verðlag. Því verði ákvörðun um næstu hækkun bóta tekin með fjárlögum sem verða lögð fram á Alþingi í september. Miðað við launaþróun verði hækkunin 8,9 prósent.
Ég verð var við að margir spyrja hve mikið bætur almannatrygginga, einkum elli- og örorkulífeyrir, muni hækka í kjölfar...Posted by Bjarni Benediktsson on Monday, July 6, 2015
Auglýsing