Næstu 48 klukkustundir veigamiklar í Grikklandi - Hvað gerist næst?

h_52039262-1.jpg
Auglýsing

Mikil óvissa ríkir um næstu skref í Grikk­landi eftir að gríska þjóðin hafn­aði sam­komu­lagi við kröfu­hafa í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu á sunnu­dag með ríf­lega 60 pró­sent atkvæða. Seðla­banki Evr­ópu lok­aði fyrir lána­línu til grískra banka í kjöl­far þess að Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, boð­aði til atkvæða­greiðsl­unn­ar. Full­trúa­ráð seðla­bank­ans mun í dag ákveða hvort opnað verði fyrir fjár­mögnun á ný. Lík­leg­ast þykir að beðið verði eftir við­brögðum og ákvörð­unum leið­toga evru­ríkj­anna, sem funda um stöð­una bæði í kvöld og á morg­un. Ólík­legt þykir að Seðla­banki Evr­ópu dragi alfarið úr fjár­hags­að­stoð til Grikk­lands en það er mat sér­fræð­inga að slíkt yrðu enda­lok Grikkja í evru­sam­starf­inu.

Nið­ur­staða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar er sigur fyrir Tsipras for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórn hans. Lít­ill tími er þó til að fagna því alvar­leg skulda­staða Grikk­lands stendur eftir sem áður óleyst. Um 1,6 millj­arða evra greiðsla af láni frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inum (AGS) féll á gjald­daga í byrjun mán­að­ar­ins og rúm­lega tvö­falt hærra lán frá Seðla­banka Evr­ópu ­fellur á gjald­daga þann 20. júlí. Grikkir krefj­ast þess að sam­komu­lag við kröfu­hafa feli í sér minna aðhald í rík­is­rekstri en kröfur hafa verið gerðar um til þessa. Það er mat fjöl­miðla, meðal ann­ars The Guar­di­an, að næstu 48 klukku­stundir muni reyna á þá full­yrð­ingu Tsipras að afstaða grísku þjóð­ar­innar í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni styrki samn­ings­stöðu lands­ins.

Auglýsing


Robert Peston, rit­stjóri efna­hags­mála hjá Breska rík­is­út­varp­inu BBC, hefur skrifað um stöð­una í dag og segir að hver sem nið­ur­staðan verði um áfram­hald Grikk­lands í evru­sam­starf­inu, þá verði hún dýr­keypt. Peston segir fram­tíð Grikk­lands í sömu höndum og áður, það er í höndum Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands. Þá seg­ir Peston frá skoð­un ­Ge­orgios Stathakis, efna­hags­ráð­herra Grikk­lands, að  afar mik­il­vægt sé að Seðla­banki Evr­ópu styðji við gríska banka í að minnsta kosti viku til tíu daga til við­bótar, svo finna megi far­sæla lausn á mál­inu með samn­ing­um.Leið­togar stærstu evru­ríkj­anna hafa hver á fætur öðrum komið skila­boðum áleiðis til fjöl­miðla í dag. Í sinni ein­föld­ustu mynd eru skila­boðin þau að enn sé tími til þess að semja um skulda­stöðu Grikk­lands og áfram­hald­andi veru rík­is­ins í evru­sam­starf­inu. Margir urðu von­betri í morgun þegar til­kynnt var um afsögn hins yfir­lýs­ingaglaða Yanis Varoufa­kis, fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands, sem í aðdrag­anda þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar líkti evru­leið­togum við hryðju­verka­menn. Leið­togar evru­ríkj­anna líta svo á að bolt­inn sé nú hjá Grikkjum sem þurfi að leggja fram ný samn­ings­drög. Sér­fræð­inga­hópur The Economist telur 60 pró­sent líkur á að Grikkir hætti evru­sam­starf­inu.Bankar í Grikk­landi hafa verið lok­aðir síð­ustu sex við­skipta­daga en til stendur að opna þá á morg­un. Óvíst er hvort það gangi eftir en margir telja það ómögu­legt án aðkomu Seðla­banka Evr­ópu og lof­orðs um líf­línu til bank­anna. Almenn­ingur í Grikk­landi hefur aðeins mátt taka út 60 evrur á dag frá því þar­síð­ustu helgi og hefur gætt skorts á tutt­ugu evru seðlum í land­inu á síð­ustu dög­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None