Næstu 48 klukkustundir veigamiklar í Grikklandi - Hvað gerist næst?

h_52039262-1.jpg
Auglýsing

Mikil óvissa ríkir um næstu skref í Grikklandi eftir að gríska þjóðin hafnaði samkomulagi við kröfuhafa í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag með ríflega 60 prósent atkvæða. Seðlabanki Evrópu lokaði fyrir lánalínu til grískra banka í kjölfar þess að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, boðaði til atkvæðagreiðslunnar. Fulltrúaráð seðlabankans mun í dag ákveða hvort opnað verði fyrir fjármögnun á ný. Líklegast þykir að beðið verði eftir viðbrögðum og ákvörðunum leiðtoga evruríkjanna, sem funda um stöðuna bæði í kvöld og á morgun. Ólíklegt þykir að Seðlabanki Evrópu dragi alfarið úr fjárhagsaðstoð til Grikklands en það er mat sérfræðinga að slíkt yrðu endalok Grikkja í evrusamstarfinu.

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er sigur fyrir Tsipras forsætisráðherra og ríkisstjórn hans. Lítill tími er þó til að fagna því alvarleg skuldastaða Grikklands stendur eftir sem áður óleyst. Um 1,6 milljarða evra greiðsla af láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum (AGS) féll á gjalddaga í byrjun mánaðarins og rúmlega tvöfalt hærra lán frá Seðlabanka Evrópu fellur á gjalddaga þann 20. júlí. Grikkir krefjast þess að samkomulag við kröfuhafa feli í sér minna aðhald í ríkisrekstri en kröfur hafa verið gerðar um til þessa. Það er mat fjölmiðla, meðal annars The Guardian, að næstu 48 klukkustundir muni reyna á þá fullyrðingu Tsipras að afstaða grísku þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni styrki samningsstöðu landsins.


Robert Peston, ritstjóri efnahagsmála hjá Breska ríkisútvarpinu BBC, hefur skrifað um stöðuna í dag og segir að hver sem niðurstaðan verði um áframhald Grikklands í evrusamstarfinu, þá verði hún dýrkeypt. Peston segir framtíð Grikklands í sömu höndum og áður, það er í höndum Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Þá segir Peston frá skoðun Georgios Stathakis, efnahagsráðherra Grikklands, að  afar mikilvægt sé að Seðlabanki Evrópu styðji við gríska banka í að minnsta kosti viku til tíu daga til viðbótar, svo finna megi farsæla lausn á málinu með samningum.

Auglýsing

Leiðtogar stærstu evruríkjanna hafa hver á fætur öðrum komið skilaboðum áleiðis til fjölmiðla í dag. Í sinni einföldustu mynd eru skilaboðin þau að enn sé tími til þess að semja um skuldastöðu Grikklands og áframhaldandi veru ríkisins í evrusamstarfinu. Margir urðu vonbetri í morgun þegar tilkynnt var um afsögn hins yfirlýsingaglaða Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, sem í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar líkti evruleiðtogum við hryðjuverkamenn. Leiðtogar evruríkjanna líta svo á að boltinn sé nú hjá Grikkjum sem þurfi að leggja fram ný samningsdrög. Sérfræðingahópur The Economist telur 60 prósent líkur á að Grikkir hætti evrusamstarfinu.


Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir síðustu sex viðskiptadaga en til stendur að opna þá á morgun. Óvíst er hvort það gangi eftir en margir telja það ómögulegt án aðkomu Seðlabanka Evrópu og loforðs um líflínu til bankanna. Almenningur í Grikklandi hefur aðeins mátt taka út 60 evrur á dag frá því þarsíðustu helgi og hefur gætt skorts á tuttugu evru seðlum í landinu á síðustu dögum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None