Næstu 48 klukkustundir veigamiklar í Grikklandi - Hvað gerist næst?

h_52039262-1.jpg
Auglýsing

Mikil óvissa ríkir um næstu skref í Grikk­landi eftir að gríska þjóðin hafn­aði sam­komu­lagi við kröfu­hafa í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu á sunnu­dag með ríf­lega 60 pró­sent atkvæða. Seðla­banki Evr­ópu lok­aði fyrir lána­línu til grískra banka í kjöl­far þess að Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, boð­aði til atkvæða­greiðsl­unn­ar. Full­trúa­ráð seðla­bank­ans mun í dag ákveða hvort opnað verði fyrir fjár­mögnun á ný. Lík­leg­ast þykir að beðið verði eftir við­brögðum og ákvörð­unum leið­toga evru­ríkj­anna, sem funda um stöð­una bæði í kvöld og á morg­un. Ólík­legt þykir að Seðla­banki Evr­ópu dragi alfarið úr fjár­hags­að­stoð til Grikk­lands en það er mat sér­fræð­inga að slíkt yrðu enda­lok Grikkja í evru­sam­starf­inu.

Nið­ur­staða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar er sigur fyrir Tsipras for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórn hans. Lít­ill tími er þó til að fagna því alvar­leg skulda­staða Grikk­lands stendur eftir sem áður óleyst. Um 1,6 millj­arða evra greiðsla af láni frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inum (AGS) féll á gjald­daga í byrjun mán­að­ar­ins og rúm­lega tvö­falt hærra lán frá Seðla­banka Evr­ópu ­fellur á gjald­daga þann 20. júlí. Grikkir krefj­ast þess að sam­komu­lag við kröfu­hafa feli í sér minna aðhald í rík­is­rekstri en kröfur hafa verið gerðar um til þessa. Það er mat fjöl­miðla, meðal ann­ars The Guar­di­an, að næstu 48 klukku­stundir muni reyna á þá full­yrð­ingu Tsipras að afstaða grísku þjóð­ar­innar í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni styrki samn­ings­stöðu lands­ins.

Auglýsing


Robert Peston, rit­stjóri efna­hags­mála hjá Breska rík­is­út­varp­inu BBC, hefur skrifað um stöð­una í dag og segir að hver sem nið­ur­staðan verði um áfram­hald Grikk­lands í evru­sam­starf­inu, þá verði hún dýr­keypt. Peston segir fram­tíð Grikk­lands í sömu höndum og áður, það er í höndum Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands. Þá seg­ir Peston frá skoð­un ­Ge­orgios Stathakis, efna­hags­ráð­herra Grikk­lands, að  afar mik­il­vægt sé að Seðla­banki Evr­ópu styðji við gríska banka í að minnsta kosti viku til tíu daga til við­bótar, svo finna megi far­sæla lausn á mál­inu með samn­ing­um.Leið­togar stærstu evru­ríkj­anna hafa hver á fætur öðrum komið skila­boðum áleiðis til fjöl­miðla í dag. Í sinni ein­föld­ustu mynd eru skila­boðin þau að enn sé tími til þess að semja um skulda­stöðu Grikk­lands og áfram­hald­andi veru rík­is­ins í evru­sam­starf­inu. Margir urðu von­betri í morgun þegar til­kynnt var um afsögn hins yfir­lýs­ingaglaða Yanis Varoufa­kis, fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands, sem í aðdrag­anda þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar líkti evru­leið­togum við hryðju­verka­menn. Leið­togar evru­ríkj­anna líta svo á að bolt­inn sé nú hjá Grikkjum sem þurfi að leggja fram ný samn­ings­drög. Sér­fræð­inga­hópur The Economist telur 60 pró­sent líkur á að Grikkir hætti evru­sam­starf­inu.Bankar í Grikk­landi hafa verið lok­aðir síð­ustu sex við­skipta­daga en til stendur að opna þá á morg­un. Óvíst er hvort það gangi eftir en margir telja það ómögu­legt án aðkomu Seðla­banka Evr­ópu og lof­orðs um líf­línu til bank­anna. Almenn­ingur í Grikk­landi hefur aðeins mátt taka út 60 evrur á dag frá því þar­síð­ustu helgi og hefur gætt skorts á tutt­ugu evru seðlum í land­inu á síð­ustu dög­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,5 að stærð samkvæmt fyrsta stærðarmati Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans eru sögð rúma 4 km vestur af Krýsuvík. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None