Næstu 48 klukkustundir veigamiklar í Grikklandi - Hvað gerist næst?

h_52039262-1.jpg
Auglýsing

Mikil óvissa ríkir um næstu skref í Grikk­landi eftir að gríska þjóðin hafn­aði sam­komu­lagi við kröfu­hafa í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu á sunnu­dag með ríf­lega 60 pró­sent atkvæða. Seðla­banki Evr­ópu lok­aði fyrir lána­línu til grískra banka í kjöl­far þess að Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, boð­aði til atkvæða­greiðsl­unn­ar. Full­trúa­ráð seðla­bank­ans mun í dag ákveða hvort opnað verði fyrir fjár­mögnun á ný. Lík­leg­ast þykir að beðið verði eftir við­brögðum og ákvörð­unum leið­toga evru­ríkj­anna, sem funda um stöð­una bæði í kvöld og á morg­un. Ólík­legt þykir að Seðla­banki Evr­ópu dragi alfarið úr fjár­hags­að­stoð til Grikk­lands en það er mat sér­fræð­inga að slíkt yrðu enda­lok Grikkja í evru­sam­starf­inu.

Nið­ur­staða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar er sigur fyrir Tsipras for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórn hans. Lít­ill tími er þó til að fagna því alvar­leg skulda­staða Grikk­lands stendur eftir sem áður óleyst. Um 1,6 millj­arða evra greiðsla af láni frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inum (AGS) féll á gjald­daga í byrjun mán­að­ar­ins og rúm­lega tvö­falt hærra lán frá Seðla­banka Evr­ópu ­fellur á gjald­daga þann 20. júlí. Grikkir krefj­ast þess að sam­komu­lag við kröfu­hafa feli í sér minna aðhald í rík­is­rekstri en kröfur hafa verið gerðar um til þessa. Það er mat fjöl­miðla, meðal ann­ars The Guar­di­an, að næstu 48 klukku­stundir muni reyna á þá full­yrð­ingu Tsipras að afstaða grísku þjóð­ar­innar í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni styrki samn­ings­stöðu lands­ins.

Auglýsing


Robert Peston, rit­stjóri efna­hags­mála hjá Breska rík­is­út­varp­inu BBC, hefur skrifað um stöð­una í dag og segir að hver sem nið­ur­staðan verði um áfram­hald Grikk­lands í evru­sam­starf­inu, þá verði hún dýr­keypt. Peston segir fram­tíð Grikk­lands í sömu höndum og áður, það er í höndum Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands. Þá seg­ir Peston frá skoð­un ­Ge­orgios Stathakis, efna­hags­ráð­herra Grikk­lands, að  afar mik­il­vægt sé að Seðla­banki Evr­ópu styðji við gríska banka í að minnsta kosti viku til tíu daga til við­bótar, svo finna megi far­sæla lausn á mál­inu með samn­ing­um.Leið­togar stærstu evru­ríkj­anna hafa hver á fætur öðrum komið skila­boðum áleiðis til fjöl­miðla í dag. Í sinni ein­föld­ustu mynd eru skila­boðin þau að enn sé tími til þess að semja um skulda­stöðu Grikk­lands og áfram­hald­andi veru rík­is­ins í evru­sam­starf­inu. Margir urðu von­betri í morgun þegar til­kynnt var um afsögn hins yfir­lýs­ingaglaða Yanis Varoufa­kis, fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands, sem í aðdrag­anda þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar líkti evru­leið­togum við hryðju­verka­menn. Leið­togar evru­ríkj­anna líta svo á að bolt­inn sé nú hjá Grikkjum sem þurfi að leggja fram ný samn­ings­drög. Sér­fræð­inga­hópur The Economist telur 60 pró­sent líkur á að Grikkir hætti evru­sam­starf­inu.Bankar í Grikk­landi hafa verið lok­aðir síð­ustu sex við­skipta­daga en til stendur að opna þá á morg­un. Óvíst er hvort það gangi eftir en margir telja það ómögu­legt án aðkomu Seðla­banka Evr­ópu og lof­orðs um líf­línu til bank­anna. Almenn­ingur í Grikk­landi hefur aðeins mátt taka út 60 evrur á dag frá því þar­síð­ustu helgi og hefur gætt skorts á tutt­ugu evru seðlum í land­inu á síð­ustu dög­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None