Bjarni Ben: „Það er ekki hægt að hækka laun um hundrað prósent“

15083855080_a8ce275dae_z.jpg
Auglýsing

„Það er að minnsta kosti alveg ljóst að það er gríð­ar­lega mikil gjá á milli slíkra hug­mynda og þess svig­rúms sem er til staðar í hag­kerf­inu fyrir launa­hækk­anir það er engin inni­stæða, ég segi það bara við þá sem ekki voru búnir að átta sig á því það er ekki hægt að hækka laun um hund­rað pró­sent,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra við RÚV í hádeg­is­fréttum. Hann var spurður um orð sín á Alþingi í gær, þar sem hann sagði kröfur um vera 50 til 100 pró­sent launa­hækk­an­ir. Það væri ekki til­efni til fund­ar­boða og væru kröfur sem ekki væri hægt að ganga að.

Bjarni sagð­ist í við­tal­inu við RÚV vilja ná niður vöxtum og fá alvöru grunn undir kjara­bæt­ur. Þá vilji hann gera betur við þá sem ekki hafi nóg milli hand­anna. Þegar hann var spurður að því hvað stjórn­völd geti gert núna sagði hann: „Að halda áfram að ræða sam­an, það eru samn­inga­nefndir að störf­um, við skulum trúa því að það sé hægt að finna lausn­ir.“

Á þingi í gær var Bjarni spurður um stöðu kjara­deiln­anna og stjórn­völd voru gagn­rýnd fyrir fram­göngu sína. Bjarni sagði þá að unnið væri „eftir þeirri hug­mynda­fræði að það sé ein­hvers virði að við­halda stöð­ug­leik­anum sem náðst hef­ur, að það skipti heim­ilin og atvinnu­lífið máli að halda lágri verð­bólgu í land­inu, það skipti bara veru­lega miklu máli. Og við þurfum að halda þannig líka á spil­unum í þess­ari kjara­deilu að menn geri ekki eitt­hvað á einu sviði sem valdi röskun á öðru, að menn velti bara ósætt­inu á undan sér.“

Auglýsing

Hann sagði einnig að vel væri fylgst með því hvernig við­ræðu­lotum í kjara­deilum vindi fram. Það væri hins vegar ekki hægt að gera neitt með launa­kröfur upp á 50 til 100 pró­sent.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None