Bjarni Ben: „Það er ekki hægt að hækka laun um hundrað prósent“

15083855080_a8ce275dae_z.jpg
Auglýsing

„Það er að minnsta kosti alveg ljóst að það er gríð­ar­lega mikil gjá á milli slíkra hug­mynda og þess svig­rúms sem er til staðar í hag­kerf­inu fyrir launa­hækk­anir það er engin inni­stæða, ég segi það bara við þá sem ekki voru búnir að átta sig á því það er ekki hægt að hækka laun um hund­rað pró­sent,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra við RÚV í hádeg­is­fréttum. Hann var spurður um orð sín á Alþingi í gær, þar sem hann sagði kröfur um vera 50 til 100 pró­sent launa­hækk­an­ir. Það væri ekki til­efni til fund­ar­boða og væru kröfur sem ekki væri hægt að ganga að.

Bjarni sagð­ist í við­tal­inu við RÚV vilja ná niður vöxtum og fá alvöru grunn undir kjara­bæt­ur. Þá vilji hann gera betur við þá sem ekki hafi nóg milli hand­anna. Þegar hann var spurður að því hvað stjórn­völd geti gert núna sagði hann: „Að halda áfram að ræða sam­an, það eru samn­inga­nefndir að störf­um, við skulum trúa því að það sé hægt að finna lausn­ir.“

Á þingi í gær var Bjarni spurður um stöðu kjara­deiln­anna og stjórn­völd voru gagn­rýnd fyrir fram­göngu sína. Bjarni sagði þá að unnið væri „eftir þeirri hug­mynda­fræði að það sé ein­hvers virði að við­halda stöð­ug­leik­anum sem náðst hef­ur, að það skipti heim­ilin og atvinnu­lífið máli að halda lágri verð­bólgu í land­inu, það skipti bara veru­lega miklu máli. Og við þurfum að halda þannig líka á spil­unum í þess­ari kjara­deilu að menn geri ekki eitt­hvað á einu sviði sem valdi röskun á öðru, að menn velti bara ósætt­inu á undan sér.“

Auglýsing

Hann sagði einnig að vel væri fylgst með því hvernig við­ræðu­lotum í kjara­deilum vindi fram. Það væri hins vegar ekki hægt að gera neitt með launa­kröfur upp á 50 til 100 pró­sent.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None