Bjarni Benediktsson: Enn og aftur í þeim sporum að taka út meira en innstæða er fyrir

15084010837_5e69fc5c02_z.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði á Alþingi í dag að meg­in­mein­semd þess ástands sem er á vinnu­mark­aði sé sú að hann sé allt of tvístr­að­ur. Vinnu­mark­að­ur­inn standi ekki með stjórn­völdum og efist um að stjórn­völd standi með hon­um. Það þurfi að end­ur­byggja traust milli stjórn­valda og vinnu­mark­að­ar, end­ur­skrifa algjör­lega ramann utan um vinnu­markað á Íslandi og ná sam­komu­lagi um hvernig eigi að skipta svig­rúm­inu sem sé til staðar hverju sinni í efna­hags­líf­inu. „Við erum enn og aftur í þeim sporum að reyna að taka út meira en inn­stæða er fyr­ir,“ sagði Bjarni í svari við óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn Guð­mundar Stein­gríms­son­ar, for­manns Bjartrar fram­tíð­ar, um stöðu efna­hags­mála í dag.

Guð­mundur spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af því að Ísland væri að sigla inn í stjórn­laust tíma­bil ofþenslu, of hárra vaxta og við­skipta­halla í ljósi þeirra kaup­hækk­anna sem kjara­samn­ingar munu leiða til og þeirra aðgerða sem stjórn­völd ætla að grípa til til að styðja við kjara­samn­ing­anna.

Bjarni sagði að fullt til­efni væri til að ræða efna­hags­málin í þessu sam­hengi. Það væri mjög jákvætt að Ísland væri að upp­lifa sitt lengsta hag­vaxt­ar­skeið seinni tíma en stóra spurn­ingin væri hvernig okk­ur  gengi í glímunni við verð­bólg­una.

Auglýsing

Guð­mundur sagð­ist þá sakna þess að ekki sé meiri áhersla á lang­tíma­hugsun í efna­hags­mál­um. „ Við sjáum mjög inni­halds­rýrar þjóð­hags­spár, sam­ráðs­vett­vangar ýmsir hafa nán­ast verið lagðir af. Við erum með lög um opin­ber fjár­mál í vinnslu. Hvernig sam­rým­ist sú nálgun á rík­is­fjár­málin sem við höfum séð und­an­farna daga ákvæðum þeirra laga?“

Bjarni svar­aði því til að meg­in­mein­semdin í dag væri sú að vinnu­mark­aður væri allt of tvístr­að­ur. „Hann stendur ekki með stjórn­völdum og efast um að stjórn­völd standi með hon­um. Við þurfum að end­ur­byggja traust í sam­skiptum stjórn­valda og vinnu­mark­aðar og það er ekki eitt­hvað sem hefur gerst á liðnu ári (­For­seti hring­ir.) eða liðnum tveim­ur, fimm árum, það er miklu lengri saga, ára­tuga­löng saga þar að baki. Það þarf að end­ur­skrifa algjör­lega rammann utan um vinnu­mark­að­inn á Ísland­i (­For­seti hring­ir.) og taka höndum saman um að verja lága verð­bólgu, ná niður vöxt­u­m (­For­seti hring­ir.) og kom­ast að sam­komu­lagi um það hvernig við skiptum svig­rúm­inu sem er til staðar hverju sinni. Við erum enn og aftur í þeim sporum að reyna að taka út meira en inn­stæða er fyr­ir.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None