Bjarni Benediktsson: Hanna Birna á algjörlega afturkvæmt á þing

h_50808676.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, telur að Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrrum inn­an­rík­is­ráð­herra, eigi aft­ur­kvæmt á Alþingi og seg­ist telja að traust þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins til hennar sé óskor­að. Þetta kemur fram í við­tali við Bjarna á mbl.is.

Þar er Bjarni spurður hvort Hanna Birna eigi aft­ur­kvæmt á þing og svar­ar: „Já, það tel ég algjör­lega. Það er algjör­lega í hennar höndum að koma aftur til þings­ins og halda áfram sínum stjórn­mála­störf­um“.

Spurður um hvort þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins beri traust til Hönnu Birnu sagði Bjarni: „Það tel ég að það sé alveg óskor­að“.

Auglýsing

Hann sagði það hins vegar engum blöðum um að flétta að Hanna Birna hefði borið skaða af leka­mál­inu. „Hún gerir sér vel grein fyrir því sjálf. Það breytir því ekki að réttur hennar til að starfa áfram sem þing­maður er algjör­lega óbreytt­ur“.

Fór langt út fyrir vald­svið sittUm­boðs­maður Alþingis birti á föstu­dag ­nið­ur­stöðu frum­kvæð­is­at­hug­unar sinnar á sam­skiptum Hönnu Birnu og Stef­áns Eiríks­son, fyrrum lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, vegna rann­sóknar leka­máls­ins svo­kall­aða. Þar sagði meðal ann­ars að að ráð­herra hafi far­ið langt út fyrir vald­svið sitt í sam­skipt­un­um. Málið er nú á borði stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþing­is.

Bjarni Bene­dikts­son tjáði sig ekk­ert um málið um helg­ina og því er um fyrstu opin­beru við­brögð hans að ræða.

Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna Krist­jáns­dóttir er vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Leka­málið hófst í nóv­em­ber 2013 þegar minn­is­blaði um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos var lekið til Frétta­blaðs­ins og mbl.­is. Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrrum aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu, var dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi í nóv­em­ber 2014 fyrir að leka minn­is­blað­inu. Gísli Freyr ját­aði brotið dag­inn áður en mál hans fór fyrir dóm. Hanna Birna sagði af sér emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra skömmu síðar og hefur verið í leyfi frá þing­störfum síðan að afsögnin átti sér stað. Hún hefur lýst því yfir að hún ætli að setj­ast aftur á þing í mars.

Hanna Birna hefur hins vegar ekki viljað tjá sig við fjöl­miðla um málið frá því að nið­ur­staða umboðs­manns Alþingis var kunn­gjörð á föstu­dag utan þess að hún sendi athuga­semd til frétta­stofu RÚV vegna fréttar sem hún birti. Í athuga­semd­inni sagð­ist Hanna Birna ekki hafa haft áhrif á rann­sókn lög­reglu á leka­mál­inu né hafi hún við­ur­kennt að hafa reynt það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None