Bjarni: Þurfum jafnvel að fara að toga til baka

bjarni-ben-vef.jpg
Auglýsing

„Mér finnst við vera með mjög verð­mætt en um leið mjög brot­hætt tæki­færi í hönd­unum til að við­halda stöð­ug­leika. Við erum með mjög lága verð­bólgu, það er ágætis friður á vinnu­mark­aði, rík­is­fjár­mál eru í jöfn­uði og skulda­lækk­un­ar­ferlið hafið bæði hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um,“ segir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um það ástand sem nú ríkir í íslensku hag­kerfi. „Það er dálítið skrýtin staða að vera í að hafa lengi talað fyrir því að örva hag­kerfið og ýta hlut­unum af stað, en upp­lifa það svo skyndi­lega að það séu uppi merki um að það sé best að hætta að ýta og fara jafn­vel að toga til baka og halda aftur af hlut­un­um.“

Farið var­lega í skatta­lækk­anirSpurður hvort það sé skyn­sam­legt að nið­ur­greiða hús­næð­is­skuldir með skattfé eða ráð­ast í skatta­lækk­anir á þenslu­tíma segir Bjarni að stjórn­völd verði að gæta sín á því að styðja áfram við mark­mið um stöð­ug­leika. „Skulda­að­gerð­irnar koma til fram­kvæmda á fjórum árum. Það er hluti af aðgerð­inni að dreifa áhrif­unum yfir lengra tíma­bil. Sér­eign­ar­­sparn­að­ar­leiðin er svo mót­vægi við hana sem eykur sparn­að.

bordi_2014_06_12

Ég er þeirrar skoð­unar að það sé sjálf­stætt efna­hags­legt vanda­mál að íslensk heim­ili séu ekki þátt­tak­endur í hag­kerf­inu. Við erum með mjög hátt skuld­sett heim­ili í land­inu. Þetta eru mál sem stjórn­völd verða að láta til sín taka. Grein­ingar segja að það sé viss hætta á að þetta leiði til auk­innar einka­neyslu og vextir þyrftu þá að hækka. Og það skiptir máli hvernig við myndum tíma­setja skatta­lækk­un­ar­að­gerð­ir. Ég er ekki með á prjón­unum stórar skatta­lækk­un­ar­að­gerðir á næsta ári sem væru til þess fallnar að auka einka­neyslu. Við verðum að tíma­setja slíkar aðgerðir mjög vel. Við erum að horfa á kerf­is­breyt­ingar á næsta ári, til dæmis með því að afnema vöru­gjöld og breyta virð­is­auka­skatts­kerf­inu. Við þessar aðstæður þurfa stjórn­völd að gæta sín á því að styðja áfram við mark­mið um stöð­ug­leika.“

Auglýsing

Áhyggjur af bygg­ingu nýs spít­alaBjarni tekur undir að margt í því ástandi sem nú ríkir minni á byrjun síð­asta góð­ær­is­tíma­bils. Hann seg­ist ákveð­inn í því að draga lær­dóm af því sem þá gerð­ist. „Á því tíma­bili kom, ofan í skatta­­lækk­anir og virkja­na­um­svif, sú breyt­ing að alþjóð­legir fjár­mála­mark­aðir voru að stækka og pen­ingar urðu smám saman því næst ókeyp­is. Það var ekki góður kokk­teill inn í það ástand sem var á Íslandi á þeim tíma.

En varð­andi fram­kvæmdir hins opin­bera finnst mér það ekki vera rétta nálg­unin við þessar að­­stæður að byggja leigu­í­búðir fyrir eigin reikn­ing [eins og Sam­fylk­ingin hefur lofað í Reykja­vík]. Borgin ætti frekar að tryggja lóða­fram­boð fyrir áhuga­sama.

Það er full ástæða til að gæta að sér í fjár­fest­ingu hins opin­bera en það er hins vegar stað­reynd að hún hefur verið gríð­ar­lega lág und­an­farin ár. Við verðum að gæta okkur á því að hún verði ekki í kjall­ar­anum of lengi vegna þess að hún mun þá elta okkur uppi í fram­tíð­inn­i.“

En munu fram­kvæmdir við nýjan Lands­spít­ala hefj­ast á þessu kjör­tíma­bili? „Það verður að halda áfram að vinna að því máli vegna þess að þjóðin þarf að eiga öfl­ugan land­spít­ala. Ástæða þess að hann er ekki kom­inn lengra upp úr jörð­inni er að það hefur ekki verið til fjár­magn. Það er hægt að koma slíkri stór­fram­kvæmd fyrir á næstu árum en annað mun þá þurfa að víkja í ein­hverjum mæli. Þá munu menn gera minna í öðrum verk­efnum á borð við mann­virkja­gerð og stórar sam­göngu­úr­bæt­ur. Það er ekki hægt að tíma­setja allt á sama tíma­bili ef við erum að upp­lifa mik­inn upp­gang og fjár­fest­ingu í einka­geir­anum á sama tíma, líkt og við erum að gera núna. Það þarf að meta það hvort spít­al­inn rúmist á þessu tíma­bili. Ég hef ákveðnar áhyggjur af því.“

Við­talið við Bjarna Bene­dikts­son er hluti af ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um ofþenslu í íslensku efna­hags­lífi. Hægt er að lesa hana í heild sinni hér. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None