Bjarni: Þurfum jafnvel að fara að toga til baka

bjarni-ben-vef.jpg
Auglýsing

„Mér finnst við vera með mjög verð­mætt en um leið mjög brot­hætt tæki­færi í hönd­unum til að við­halda stöð­ug­leika. Við erum með mjög lága verð­bólgu, það er ágætis friður á vinnu­mark­aði, rík­is­fjár­mál eru í jöfn­uði og skulda­lækk­un­ar­ferlið hafið bæði hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um,“ segir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um það ástand sem nú ríkir í íslensku hag­kerfi. „Það er dálítið skrýtin staða að vera í að hafa lengi talað fyrir því að örva hag­kerfið og ýta hlut­unum af stað, en upp­lifa það svo skyndi­lega að það séu uppi merki um að það sé best að hætta að ýta og fara jafn­vel að toga til baka og halda aftur af hlut­un­um.“

Farið var­lega í skatta­lækk­anirSpurður hvort það sé skyn­sam­legt að nið­ur­greiða hús­næð­is­skuldir með skattfé eða ráð­ast í skatta­lækk­anir á þenslu­tíma segir Bjarni að stjórn­völd verði að gæta sín á því að styðja áfram við mark­mið um stöð­ug­leika. „Skulda­að­gerð­irnar koma til fram­kvæmda á fjórum árum. Það er hluti af aðgerð­inni að dreifa áhrif­unum yfir lengra tíma­bil. Sér­eign­ar­­sparn­að­ar­leiðin er svo mót­vægi við hana sem eykur sparn­að.

bordi_2014_06_12

Ég er þeirrar skoð­unar að það sé sjálf­stætt efna­hags­legt vanda­mál að íslensk heim­ili séu ekki þátt­tak­endur í hag­kerf­inu. Við erum með mjög hátt skuld­sett heim­ili í land­inu. Þetta eru mál sem stjórn­völd verða að láta til sín taka. Grein­ingar segja að það sé viss hætta á að þetta leiði til auk­innar einka­neyslu og vextir þyrftu þá að hækka. Og það skiptir máli hvernig við myndum tíma­setja skatta­lækk­un­ar­að­gerð­ir. Ég er ekki með á prjón­unum stórar skatta­lækk­un­ar­að­gerðir á næsta ári sem væru til þess fallnar að auka einka­neyslu. Við verðum að tíma­setja slíkar aðgerðir mjög vel. Við erum að horfa á kerf­is­breyt­ingar á næsta ári, til dæmis með því að afnema vöru­gjöld og breyta virð­is­auka­skatts­kerf­inu. Við þessar aðstæður þurfa stjórn­völd að gæta sín á því að styðja áfram við mark­mið um stöð­ug­leika.“

Auglýsing

Áhyggjur af bygg­ingu nýs spít­alaBjarni tekur undir að margt í því ástandi sem nú ríkir minni á byrjun síð­asta góð­ær­is­tíma­bils. Hann seg­ist ákveð­inn í því að draga lær­dóm af því sem þá gerð­ist. „Á því tíma­bili kom, ofan í skatta­­lækk­anir og virkja­na­um­svif, sú breyt­ing að alþjóð­legir fjár­mála­mark­aðir voru að stækka og pen­ingar urðu smám saman því næst ókeyp­is. Það var ekki góður kokk­teill inn í það ástand sem var á Íslandi á þeim tíma.

En varð­andi fram­kvæmdir hins opin­bera finnst mér það ekki vera rétta nálg­unin við þessar að­­stæður að byggja leigu­í­búðir fyrir eigin reikn­ing [eins og Sam­fylk­ingin hefur lofað í Reykja­vík]. Borgin ætti frekar að tryggja lóða­fram­boð fyrir áhuga­sama.

Það er full ástæða til að gæta að sér í fjár­fest­ingu hins opin­bera en það er hins vegar stað­reynd að hún hefur verið gríð­ar­lega lág und­an­farin ár. Við verðum að gæta okkur á því að hún verði ekki í kjall­ar­anum of lengi vegna þess að hún mun þá elta okkur uppi í fram­tíð­inn­i.“

En munu fram­kvæmdir við nýjan Lands­spít­ala hefj­ast á þessu kjör­tíma­bili? „Það verður að halda áfram að vinna að því máli vegna þess að þjóðin þarf að eiga öfl­ugan land­spít­ala. Ástæða þess að hann er ekki kom­inn lengra upp úr jörð­inni er að það hefur ekki verið til fjár­magn. Það er hægt að koma slíkri stór­fram­kvæmd fyrir á næstu árum en annað mun þá þurfa að víkja í ein­hverjum mæli. Þá munu menn gera minna í öðrum verk­efnum á borð við mann­virkja­gerð og stórar sam­göngu­úr­bæt­ur. Það er ekki hægt að tíma­setja allt á sama tíma­bili ef við erum að upp­lifa mik­inn upp­gang og fjár­fest­ingu í einka­geir­anum á sama tíma, líkt og við erum að gera núna. Það þarf að meta það hvort spít­al­inn rúmist á þessu tíma­bili. Ég hef ákveðnar áhyggjur af því.“

Við­talið við Bjarna Bene­dikts­son er hluti af ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um ofþenslu í íslensku efna­hags­lífi. Hægt er að lesa hana í heild sinni hér. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None