Bjarni: Þurfum jafnvel að fara að toga til baka

bjarni-ben-vef.jpg
Auglýsing

„Mér finnst við vera með mjög verð­mætt en um leið mjög brot­hætt tæki­færi í hönd­unum til að við­halda stöð­ug­leika. Við erum með mjög lága verð­bólgu, það er ágætis friður á vinnu­mark­aði, rík­is­fjár­mál eru í jöfn­uði og skulda­lækk­un­ar­ferlið hafið bæði hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um,“ segir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um það ástand sem nú ríkir í íslensku hag­kerfi. „Það er dálítið skrýtin staða að vera í að hafa lengi talað fyrir því að örva hag­kerfið og ýta hlut­unum af stað, en upp­lifa það svo skyndi­lega að það séu uppi merki um að það sé best að hætta að ýta og fara jafn­vel að toga til baka og halda aftur af hlut­un­um.“

Farið var­lega í skatta­lækk­anirSpurður hvort það sé skyn­sam­legt að nið­ur­greiða hús­næð­is­skuldir með skattfé eða ráð­ast í skatta­lækk­anir á þenslu­tíma segir Bjarni að stjórn­völd verði að gæta sín á því að styðja áfram við mark­mið um stöð­ug­leika. „Skulda­að­gerð­irnar koma til fram­kvæmda á fjórum árum. Það er hluti af aðgerð­inni að dreifa áhrif­unum yfir lengra tíma­bil. Sér­eign­ar­­sparn­að­ar­leiðin er svo mót­vægi við hana sem eykur sparn­að.

bordi_2014_06_12

Ég er þeirrar skoð­unar að það sé sjálf­stætt efna­hags­legt vanda­mál að íslensk heim­ili séu ekki þátt­tak­endur í hag­kerf­inu. Við erum með mjög hátt skuld­sett heim­ili í land­inu. Þetta eru mál sem stjórn­völd verða að láta til sín taka. Grein­ingar segja að það sé viss hætta á að þetta leiði til auk­innar einka­neyslu og vextir þyrftu þá að hækka. Og það skiptir máli hvernig við myndum tíma­setja skatta­lækk­un­ar­að­gerð­ir. Ég er ekki með á prjón­unum stórar skatta­lækk­un­ar­að­gerðir á næsta ári sem væru til þess fallnar að auka einka­neyslu. Við verðum að tíma­setja slíkar aðgerðir mjög vel. Við erum að horfa á kerf­is­breyt­ingar á næsta ári, til dæmis með því að afnema vöru­gjöld og breyta virð­is­auka­skatts­kerf­inu. Við þessar aðstæður þurfa stjórn­völd að gæta sín á því að styðja áfram við mark­mið um stöð­ug­leika.“

Auglýsing

Áhyggjur af bygg­ingu nýs spít­alaBjarni tekur undir að margt í því ástandi sem nú ríkir minni á byrjun síð­asta góð­ær­is­tíma­bils. Hann seg­ist ákveð­inn í því að draga lær­dóm af því sem þá gerð­ist. „Á því tíma­bili kom, ofan í skatta­­lækk­anir og virkja­na­um­svif, sú breyt­ing að alþjóð­legir fjár­mála­mark­aðir voru að stækka og pen­ingar urðu smám saman því næst ókeyp­is. Það var ekki góður kokk­teill inn í það ástand sem var á Íslandi á þeim tíma.

En varð­andi fram­kvæmdir hins opin­bera finnst mér það ekki vera rétta nálg­unin við þessar að­­stæður að byggja leigu­í­búðir fyrir eigin reikn­ing [eins og Sam­fylk­ingin hefur lofað í Reykja­vík]. Borgin ætti frekar að tryggja lóða­fram­boð fyrir áhuga­sama.

Það er full ástæða til að gæta að sér í fjár­fest­ingu hins opin­bera en það er hins vegar stað­reynd að hún hefur verið gríð­ar­lega lág und­an­farin ár. Við verðum að gæta okkur á því að hún verði ekki í kjall­ar­anum of lengi vegna þess að hún mun þá elta okkur uppi í fram­tíð­inn­i.“

En munu fram­kvæmdir við nýjan Lands­spít­ala hefj­ast á þessu kjör­tíma­bili? „Það verður að halda áfram að vinna að því máli vegna þess að þjóðin þarf að eiga öfl­ugan land­spít­ala. Ástæða þess að hann er ekki kom­inn lengra upp úr jörð­inni er að það hefur ekki verið til fjár­magn. Það er hægt að koma slíkri stór­fram­kvæmd fyrir á næstu árum en annað mun þá þurfa að víkja í ein­hverjum mæli. Þá munu menn gera minna í öðrum verk­efnum á borð við mann­virkja­gerð og stórar sam­göngu­úr­bæt­ur. Það er ekki hægt að tíma­setja allt á sama tíma­bili ef við erum að upp­lifa mik­inn upp­gang og fjár­fest­ingu í einka­geir­anum á sama tíma, líkt og við erum að gera núna. Það þarf að meta það hvort spít­al­inn rúmist á þessu tíma­bili. Ég hef ákveðnar áhyggjur af því.“

Við­talið við Bjarna Bene­dikts­son er hluti af ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um ofþenslu í íslensku efna­hags­lífi. Hægt er að lesa hana í heild sinni hér. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None