Ákæra hefur verið gefin út á hendur Björgólfi Guðmundssyni, fyrrum aðalaeiganda gamla Landsbankans, og Gunnari Thoroddsen, fyrrverandi yfirmanni bankans í Lúxemborg, í Frakklandi. Það er rannsóknardómari sem gefur út ákæruna en mennirnir tveir eru grunaðir um fjársvik og samningsbrot. Hin ætluðu brot áttu sér stað innan Landsbankans í Lúxemborg. Alls eru níu manns ákærðir í málinu en ákæran er alls 34 síður. RÚV greinir frá því að Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari RÚV í London, hafi sagt frá málinu á vefsíðu sinni.
Rannsóknardómarinn sem rannsakað hefur málið heitir Renaud Van Ruymbeke. Rannsókn málsins lauk í september í september í fyrra og gafst hinum grunuðu í kjölfarið tækifæri til að senda andmæli til rannsóknardómarans. Meðal annarra sem eru ákærðir í málinu eru þrír fyrrverandi yfirmenn hjá Landsbankanum í Lúxemborg: Daninn Torben Bjerregaard Jensen, Svíinn Olle Lindfors og Belginn Failly Vincent.