Að lokum hvarf hann úr augsýn - Átakanleg frásögn

h_51901089-1.jpg
Auglýsing

Vef­síðan Humans of New York, sem hefur 15,3 millj­ónir fylgj­enda á Face­book, er þessa dag­ana að birta frá­sagnir flótta­manna sem freista þess að hefja nýtt líf á nýjum stað, eftir flótta frá stríðs­hrjáðum svæð­um, einkum Sýr­landi, Írak og Afganist­an.

Margar frá­sagnir sem birst hafa á vef­síð­unni eru átak­an­leg­ar, en spegla um leið ömur­legan veru­leika fólks sem nú flýr í millj­ón­a­tali stríðs­hrjáð svæði. Talið er að um 20 til 25 millj­ónir séu nú á flótta frá heim­ilum sín­um, ýmist innan eða utan landamæra heima­landa sinna. Verst er ástandið í Sýr­landi þar sem um helm­ingur af ríf­lega 22 millj­ónum íbúa hefur flúið heim­ili sín vegna borg­ar­styrj­ald­ar­innar í land­inu. Að minnsta kosti 250 þús­und manns hafa látið lífið í Sýr­landi frá því hún hófst og meira en 800 þús­und slasast.

Í nýj­ustu frá­sögn­inni á vefnum lýsir ung kona því hvernig hún og maður hennar reyndu í örvænt­ingu að kom­ast til Evr­ópu á þétt­hlöðnum báti, en sam­tals voru 152 um borð í bátn­um. Margir vildu snúa við þegar þeir sáu hversu lít­ill bát­ur­inn var, en smygl­arar sögðu þá að eng­inn gæti fengið end­ur­greitt ef hann hætti við för­ina. Þar sem þau höfðu fórnað aleig­una til þess að kom­ast á leið­ar­enda, lögðu þau í hann með bátn­um.

Auglýsing
“My hus­band and I sold everyt­hing we had to afford the jour­n­ey. We wor­ked 15 hours a day in Tur­key until we had enoug­h...

Posted by Humans of New York on Monday, Sept­em­ber 28, 2015Á leið­inni fórst bát­ur­inn, og fólk reyndi að synda í land. Eig­in­maður kon­unnar örg­magn­að­ist á leið­inni og drukkn­aði, en björg­un­ar­bátur fann kon­una í tæka tíð og bjarg­aði henni.

Frá­sagnir sem þessar eru tíðar af svæð­inu við Mið­jarð­ar­haf, þessa dag­ana, en nú dvelja um 300 þús­und manns í flótta­manna­búðum í Grikk­landi og Ítal­íu. Þjóðir heims­ins leita nú leiða til þess að efla neyð­ar­að­stoð við flótta­menn en enn sem komið er hún óra­fjarri því að telj­ast full­nægj­andi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None