Að lokum hvarf hann úr augsýn - Átakanleg frásögn

h_51901089-1.jpg
Auglýsing

Vefsíðan Humans of New York, sem hefur 15,3 milljónir fylgjenda á Facebook, er þessa dagana að birta frásagnir flóttamanna sem freista þess að hefja nýtt líf á nýjum stað, eftir flótta frá stríðshrjáðum svæðum, einkum Sýrlandi, Írak og Afganistan.

Margar frásagnir sem birst hafa á vefsíðunni eru átakanlegar, en spegla um leið ömurlegan veruleika fólks sem nú flýr í milljónatali stríðshrjáð svæði. Talið er að um 20 til 25 milljónir séu nú á flótta frá heimilum sínum, ýmist innan eða utan landamæra heimalanda sinna. Verst er ástandið í Sýrlandi þar sem um helmingur af ríflega 22 milljónum íbúa hefur flúið heimili sín vegna borgarstyrjaldarinnar í landinu. Að minnsta kosti 250 þúsund manns hafa látið lífið í Sýrlandi frá því hún hófst og meira en 800 þúsund slasast.

Í nýjustu frásögninni á vefnum lýsir ung kona því hvernig hún og maður hennar reyndu í örvæntingu að komast til Evrópu á þétthlöðnum báti, en samtals voru 152 um borð í bátnum. Margir vildu snúa við þegar þeir sáu hversu lítill báturinn var, en smyglarar sögðu þá að enginn gæti fengið endurgreitt ef hann hætti við förina. Þar sem þau höfðu fórnað aleiguna til þess að komast á leiðarenda, lögðu þau í hann með bátnum.

“My husband and I sold everything we had to afford the journey. We worked 15 hours a day in Turkey until we had enough...

Auglýsing

Posted by Humans of New York on Monday, September 28, 2015
Á leiðinni fórst báturinn, og fólk reyndi að synda í land. Eiginmaður konunnar örgmagnaðist á leiðinni og drukknaði, en björgunarbátur fann konuna í tæka tíð og bjargaði henni.

Frásagnir sem þessar eru tíðar af svæðinu við Miðjarðarhaf, þessa dagana, en nú dvelja um 300 þúsund manns í flóttamannabúðum í Grikklandi og Ítalíu. Þjóðir heimsins leita nú leiða til þess að efla neyðaraðstoð við flóttamenn en enn sem komið er hún órafjarri því að teljast fullnægjandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None