Að lokum hvarf hann úr augsýn - Átakanleg frásögn

h_51901089-1.jpg
Auglýsing

Vef­síðan Humans of New York, sem hefur 15,3 millj­ónir fylgj­enda á Face­book, er þessa dag­ana að birta frá­sagnir flótta­manna sem freista þess að hefja nýtt líf á nýjum stað, eftir flótta frá stríðs­hrjáðum svæð­um, einkum Sýr­landi, Írak og Afganist­an.

Margar frá­sagnir sem birst hafa á vef­síð­unni eru átak­an­leg­ar, en spegla um leið ömur­legan veru­leika fólks sem nú flýr í millj­ón­a­tali stríðs­hrjáð svæði. Talið er að um 20 til 25 millj­ónir séu nú á flótta frá heim­ilum sín­um, ýmist innan eða utan landamæra heima­landa sinna. Verst er ástandið í Sýr­landi þar sem um helm­ingur af ríf­lega 22 millj­ónum íbúa hefur flúið heim­ili sín vegna borg­ar­styrj­ald­ar­innar í land­inu. Að minnsta kosti 250 þús­und manns hafa látið lífið í Sýr­landi frá því hún hófst og meira en 800 þús­und slasast.

Í nýj­ustu frá­sögn­inni á vefnum lýsir ung kona því hvernig hún og maður hennar reyndu í örvænt­ingu að kom­ast til Evr­ópu á þétt­hlöðnum báti, en sam­tals voru 152 um borð í bátn­um. Margir vildu snúa við þegar þeir sáu hversu lít­ill bát­ur­inn var, en smygl­arar sögðu þá að eng­inn gæti fengið end­ur­greitt ef hann hætti við för­ina. Þar sem þau höfðu fórnað aleig­una til þess að kom­ast á leið­ar­enda, lögðu þau í hann með bátn­um.

Auglýsing
“My hus­band and I sold everyt­hing we had to afford the jour­n­ey. We wor­ked 15 hours a day in Tur­key until we had enoug­h...

Posted by Humans of New York on Monday, Sept­em­ber 28, 2015Á leið­inni fórst bát­ur­inn, og fólk reyndi að synda í land. Eig­in­maður kon­unnar örg­magn­að­ist á leið­inni og drukkn­aði, en björg­un­ar­bátur fann kon­una í tæka tíð og bjarg­aði henni.

Frá­sagnir sem þessar eru tíðar af svæð­inu við Mið­jarð­ar­haf, þessa dag­ana, en nú dvelja um 300 þús­und manns í flótta­manna­búðum í Grikk­landi og Ítal­íu. Þjóðir heims­ins leita nú leiða til þess að efla neyð­ar­að­stoð við flótta­menn en enn sem komið er hún óra­fjarri því að telj­ast full­nægj­andi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,5 að stærð samkvæmt fyrsta stærðarmati Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans eru sögð rúma 4 km vestur af Krýsuvík. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None