Björgólfur Thor krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá RÚV

btb.2.000.jpg
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son hefur sent bréf á stjórn RÚV og kraf­ist opin­berrar afsök­un­ar­beiðni frá stofn­un­inni. Ástæða þessa er umfjöllun Kast­ljóss 23. júní síð­ast­lið­inn um fyr­ir­hug­aða mál­sókn á hendur Björgólfi Thor. Í færslu á síðu btb.is, heima­síðu sem Björgólfur Thor heldur úti, segir að hann telji að RÚV hafi með umfjöll­un­inni „brotið þau lög sem gilda um stofn­un­ina með því að beita ófag­legum vinnu­brögð­um, láta sann­girni og hlut­lægni lönd og leið og láta ógert að leita upp­lýs­inga frá báðum aðilum eða kynna sjón­ar­mið þeirra sem jafn­ast. Umfjöll­unin var meið­andi og til þess fallin að valda mér tjón­i.“

Í umfjöllun Kast­ljósi kom fram að á næstu vikum verði Björgólfi sem fyrrum aðal­eig­anda Lands­bank­ans stefnt fyrir að dylja raun­veru­legt eign­ar­hald sitt í bank­anum svo hann þyrfti ekki að upp­lýsa um stór­tæk lána­við­skipti sín við hann. Einnig fyrir að bregð­ast ekki við þegar yfir­töku­skylda á bank­anum mynd­að­ist árið 2006. Hann hafi brugð­ist skyldu sinni að vernda lög­bundin rétt­indi minni hlut­hafa í bank­an­um. Aðeins á að láta reyna á það fyrir dómi hvort bóta­skylda sé fyrir hendi gagn­vart hlut­höf­un­um. Lesa má meira um mál­sókn­ina hér. 

Björgólfur Thor hafði áður sent frá sér yfir­lýs­ingu í kjöl­far þátt­ar­ins þar sem hann sagði lög­sókn hóps fyrrum hlut­hafa í gamla Lands­bank­anum gegn sér vera gróða­brall lög­mann­anna sem fara með mál­ið.Þar sagði einnig að ef rangar ásak­anir lög­manna í garð Björg­ólfs Thors myndu leiða til tjóns myndu þeir fyrrum hlut­hafar sem tækju þátt í máls­höfð­un­inni bera „óskipta ábyrgð á hugs­an­legum bót­u­m“.

Auglýsing

Bréf Björg­ólfs Thors til stjórnar RÚV:



"Ég rita þetta bréf til að gera athuga­semd við Kast­ljós þriðju­dag­inn 23. júní sl. Þar fékk lög­maður að flytja mál gegn mér, mót­mæla­laust, í rúman stund­ar­fjórð­ung. Vísað var til þess hvað stæði í stefnu boð­aðs dóms­máls og mátti frétta­manni þó vera ljóst að sú stefna hefur ekki verið birt mér þannig að ég geti tekið til varna. Mér er fyr­ir­munað að skilja hvernig þessi fram­setn­ing stenst laga­reglur um hlut­læga frétta- og frétta­skýr­inga­þjón­ustu RÚV.

Í Kast­ljósi fékk lög­mað­ur­inn Jóhannes Bjarni Björns­son nægan tíma til að bera á mig ýmsar sakir án þess að nokkur til­raun væri gerð til að and­mæla þeim eða spyrja ítar­legar út í full­yrð­ingar hans. Ef ég hefði fengið færi á að svara þá hefði ég t.d. getað sýnt fram á með gögnum að full­yrð­ingar um að lán til mín hafi numið 50% af eig­in­fjár­grunni Lands­bank­ans eru úr lausu lofti gripn­ar. Sama gildir um stað­hæf­ingar lög­manns­ins um stöðu á lán­veit­ingum til mín í lok júní 2007 í tengslum við Act­a­vis: Þar kýs lög­mað­ur­inn að fara fram með hálf­sann­leik og sleppa alveg að nefna að mán­uði síðar hafði ég yfir­tekið Act­a­vis, eftir það lék aldrei nokkur vafi á að félagið var skil­greint sem mér tengdur aðili og því til við­bótar var það end­ur­fjár­magnað með þeim hætti að áhættan færð­ist frá Lands­bank­anum til Deutsche Bank. Vart getur slík breyt­ing talist hlut­höfum í óhag.

Ummæli sam­starfs­manna minna í fund­ar­gerðum og tölvu­póstum eru rifin úr sam­hengi, en ég fékk ekki tæki­færi til að skýra það sam­hengi áður en þessi ein­hliða „frétta­skýr­ing“ birt­ist. Þá er ekki á nokkurn hátt reynt að varpa kast­ljósi á full­yrð­ingar lög­manns­ins um að við­skipti hafi verið „sýnd­ar­við­skipt­i“, samn­ingar horfið og ég hafi beitt blekk­ingum árum saman og þannig unnið gegn hlut­höfum bank­ans.

Þetta eru gríð­ar­legar ásak­anir og mér er fyr­ir­munað að skilja hvers vegna vanur frétta­maður staldr­aði aldrei við og kann­aði hver mótrök mín væru. Að sama skapi furða ég mig á að ekki skyldu settir neinir fyr­ir­varar við full­yrð­ingar lög­manns­ins. Ef þær stæðust, hefðu þessi meintu stór­brot mín ekki verið rann­sökuð af þar til bærum emb­ætt­um? Vekur það ekki a.m.k. spurn­ingar í huga frétta­manns að ég eigi að vera sekur um alvar­leg brot, en að þau hafi ekki fund­ist við ítar­legar rann­sóknir slita­stjórna, Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara? Öllum er full­kunn­ugt að eftir hrun hefur hverjum steini verið velt við í rann­sóknum á bönk­un­um. Samt sem áður birtir RÚV fyr­ir­vara­laust þátt með yfir­bragði frétta­skýr­ingar þar sem lög­manns­stofa og Vil­hjálmur Bjarna­son eiga, með þrá­hyggj­una eina að vopni, að hafa fundið brot sem öllum öðrum yfir­s­ást.

Það skýtur líka skökku við, að frétta­til­efnið var í raun ekki að hlut­hafar ætl­uðu í mál við mig. Heldur hitt, að lög­maður teldi sig hafa upp­götvað ýmis brot mín og fékk svo Kast­ljós í lið með sér til að aug­lýsa eftir áhuga­sömum stefn­endum svo hann gæti höfðað mál­ið. Þarna er öllu snúið á hvolf.

Mér sýn­ist aug­ljóst að þátt­ur­inn hafi ekki verið unn­inn á einum degi. Frétta­manni hefði verið í lófa lagið að hafa sam­band við mig og leita minna sjón­ar­miða. Það, að hafa sam­band við tals­mann minn nokkrum klukku­stundum fyrir útsend­ingu og bjóða að send yrði inn yfir­lýs­ing, getur ekki talist

full­nægj­andi. Það er ekki hægt að svara ávirð­ingum nema hafa heyrt þær fyrst, en frétta­maður vissi full­vel að ekki var búið að birta mér stefnu máls­ins – og er ekki enn. Tals­maður minn sendi inn yfir­lýs­ingu, en hún var aðeins lesin upp að hluta, eftir að 16 mín­útna „frétta­skýr­ing­unni“ loks­ins lauk. Svör tals­manns­ins, jafn tak­mörkuð og þau hlutu að vera þegar ég hafði ekki séð stefn­una eða þátt­inn, fengu 45 sek­únd­ur, á eftir 16 mín­útna – og margra millj­óna virði - aug­lýs­ingu lög­manns­ins.

Með þess­ari fram­setn­ingu virð­ist mér ljóst að RÚV hafi brugð­ist laga­skyldu sinni. Í lögum um Rík­is­út­varpið nr 23/2013, 3. grein, segir að í starfs­háttum sínum skuli Rík­is­út­varp­ið:



  1. Vera til fyr­ir­myndar um gæði og fag­leg vinnu­brögð.


  2. Ábyrgj­ast að sann­girni og hlut­lægni sé gætt í frá­sögn, túlkun og dag­skrár­gerð, leitað sé upp­lýs­inga frá báðum eða öllum aðilum og sjón­ar­mið þeirra kynnt sem jafn­ast.


  3. Sann­reyna að heim­ildir séu réttar og að sann­girni sé gætt í fram­setn­ingu og efn­is­tök­um.




Vinnu­brögðin í þessu til­viki voru ekki fag­leg, sann­girni og hlut­lægni látin lönd og leið, svo sann­ar­lega var ekki leitað upp­lýs­inga frá báðum aðilum og því fór fjarri að sjón­ar­mið væru kynnt sem jafn­ast. Og hvað heim­ildir varðar þá hef ég áður nefnt rang­færslur lög­manns­ins. Þær hefði ég getað hrakið í þætt­in­um, hefði RÚV gefið mér færi á því.

Með því að hunsa eigin reglur tók RÚV að sér að birta ein­hliða alvar­legar ásak­anir í minn garð og lét dóm­stól göt­unnar eftir að dæma í máli, sem hefur enn ekki komið fyrir rétta dóm­stóla.

Umfjöllun Kast­ljóss þriðju­dag­inn 23. júní var meið­andi og til þess fallin að valda mér miklu tjóni. Ég fer hér með fram á form­lega afsök­un­ar­beiðni frá Rík­is­út­varp­inu á þeim vinnu­brögðum sem beitt var í þessu máli.

Virð­ing­ar­fyllst,

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son"

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None