Björguðu ungabörnum staðgöngumæðra frá Nepal en skildu mæðurnar eftir

h_51908466-1.jpg
Auglýsing

Boeing 747 þota frá Ísr­ael fór til Nepals og til baka í gær til að bjarga þaðan ísra­elskum ferða­mönn­um. Meðal 229 far­þega um borð voru 15 ísra­elsk unga­börn, sem öll fædd­ust stað­göngu­mæðrum í Nepal á síð­ustu sex vik­um.

Sum barn­anna voru í för með ísra­elskum for­eldrum sínum og önnur komu í fylgd ann­arra far­þega. Stað­göngu­mæð­urn­ar voru hins veg­ar ­skildar eftir í Nepal. TIME greinir frá þessu.

Ísra­elar hafa bjargað 26 börnum sem fædd­ust með hjálp stað­göngu­mæðra frá því að gríð­ar­lega sterkur jarð­skjálfti reið yfir Nepal á laug­ar­dag­inn. Ótt­ast er að tíu þús­und manns hafi lát­ist og eyði­legg­ing í land­inu er gríð­ar­leg.

Auglýsing

nepal staðgöngumæðrun ísrael

Málið hefur vakið athygli á alþjóð­legri stað­göngu­mæðrun sem og þessum lítt þekktu tengslum milli ríkj­anna tveggja, að Ísra­elar nota í tals­verðum mæli nepalskar konur til þess að eign­ast börn. Stað­göngu­mæðrun er heimil í Ísr­ael en aðeins gagn­kyn­hneigð pör eiga auð­velt með að nota stað­göngu­mæður þar í landi. Ein­stæðir for­eldrar og sam­kyn­hneigð pör fara því í tals­verðum mæli til útlanda til þess að eign­ast börn með stað­göngu­mæðr­um. Margir fóru til Ind­lands en eftir að lögum þar var breytt árið 2013 var sam­kyn­hneigðum og pörum sem hafa verið gift í innan við tvö ár bannað að kaupa stað­göngu­móð­ur. Margir Ísra­elar voru á þeim tíma í miðju ferl­inu og ind­versku mæð­urnar voru látnar ferð­ast til Nepal til að fæða börn­in. Þeir sem komu í kjöl­farið réðu svo nepalskar stað­göngu­mæð­ur.

Um hund­rað konur frá Nepal og Ind­landi ganga nú með börn fyrir ísra­elska for­eldra. Rík­is­sak­sókn­ari hefur sagt að þær konur sem eru komnar hvað lengst á leið fái lík­lega að koma til Ísr­ael til að fæða börn sín, og frá­far­andi inn­an­rík­is­ráð­herr­ann segir að hinum verði gert auð­veld­ara að flytja til Ísr­a­el. Það að bjarga börn­unum var for­gangs­at­riði ísra­el­skra stjórn­valda ásamt því að senda björg­un­arteymi og setja upp tíma­bund­inn spít­ala. Nú segja stjórn­völd að komið sé að því að skoða leiðir til að bjarga stað­göngu­mæðr­un­um.

Málið hefur vakið mikla athygli í Ísr­ael og hefur tals­vert verið gagn­rýnt. Í skoð­ana­grein í Haar­etz eru stjórn­völd sökuð um að sýna val­kvæða samúð með því að hjálpa aðeins börn­unum en ekki kon­unum sem gengu með þau. „Hvernig má það vera að engin þess­ara mann­legu frétta minn­ist á þessar kon­ur, sem koma úr erf­iðum félags­legum aðstæð­u­m...að leigja út leg þeirra...og eru núna, rétt eins og börnin sem þær voru að eignast, eru fastar á ham­fara­svæð­in­u?“ skrif­aði Alon-­Lee Green í grein sinni. Við­horfið gagn­vart stað­göngu­mæðr­unum sé lýsandi fyrir einmitt það sem sé vanda­málið við stað­göngu­mæðr­un, að kon­urnar séu mark­aðsvara.

Hann seg­ist styðja rétt­inda­bar­áttu hinsegin sam­fé­lags­ins, sem hann til­heyri. Hinsegin fólk eigi að geta stofnað fjöl­skyldur í Ísr­a­el. Hann styðji rétt­inn til þess að ala upp börn og að ríkið við­ur­kenni fjöl­skyldur hinsegin fólks. „En mér finnst ekki að þessi rétt­indi eigi að koma á kostnað ann­arra mann­eskja. Vegna þess að þá fer okkar bar­átta úr því að vera sú rétt­látasta í heim­inum í það að vera bar­átta sem skapar annað órétt­læti. Og mér finnst vega nógu mikið órétt­læti í heim­inum eins og hann er.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None