Björguðu ungabörnum staðgöngumæðra frá Nepal en skildu mæðurnar eftir

h_51908466-1.jpg
Auglýsing

Boeing 747 þota frá Ísr­ael fór til Nepals og til baka í gær til að bjarga þaðan ísra­elskum ferða­mönn­um. Meðal 229 far­þega um borð voru 15 ísra­elsk unga­börn, sem öll fædd­ust stað­göngu­mæðrum í Nepal á síð­ustu sex vik­um.

Sum barn­anna voru í för með ísra­elskum for­eldrum sínum og önnur komu í fylgd ann­arra far­þega. Stað­göngu­mæð­urn­ar voru hins veg­ar ­skildar eftir í Nepal. TIME greinir frá þessu.

Ísra­elar hafa bjargað 26 börnum sem fædd­ust með hjálp stað­göngu­mæðra frá því að gríð­ar­lega sterkur jarð­skjálfti reið yfir Nepal á laug­ar­dag­inn. Ótt­ast er að tíu þús­und manns hafi lát­ist og eyði­legg­ing í land­inu er gríð­ar­leg.

Auglýsing

nepal staðgöngumæðrun ísrael

Málið hefur vakið athygli á alþjóð­legri stað­göngu­mæðrun sem og þessum lítt þekktu tengslum milli ríkj­anna tveggja, að Ísra­elar nota í tals­verðum mæli nepalskar konur til þess að eign­ast börn. Stað­göngu­mæðrun er heimil í Ísr­ael en aðeins gagn­kyn­hneigð pör eiga auð­velt með að nota stað­göngu­mæður þar í landi. Ein­stæðir for­eldrar og sam­kyn­hneigð pör fara því í tals­verðum mæli til útlanda til þess að eign­ast börn með stað­göngu­mæðr­um. Margir fóru til Ind­lands en eftir að lögum þar var breytt árið 2013 var sam­kyn­hneigðum og pörum sem hafa verið gift í innan við tvö ár bannað að kaupa stað­göngu­móð­ur. Margir Ísra­elar voru á þeim tíma í miðju ferl­inu og ind­versku mæð­urnar voru látnar ferð­ast til Nepal til að fæða börn­in. Þeir sem komu í kjöl­farið réðu svo nepalskar stað­göngu­mæð­ur.

Um hund­rað konur frá Nepal og Ind­landi ganga nú með börn fyrir ísra­elska for­eldra. Rík­is­sak­sókn­ari hefur sagt að þær konur sem eru komnar hvað lengst á leið fái lík­lega að koma til Ísr­ael til að fæða börn sín, og frá­far­andi inn­an­rík­is­ráð­herr­ann segir að hinum verði gert auð­veld­ara að flytja til Ísr­a­el. Það að bjarga börn­unum var for­gangs­at­riði ísra­el­skra stjórn­valda ásamt því að senda björg­un­arteymi og setja upp tíma­bund­inn spít­ala. Nú segja stjórn­völd að komið sé að því að skoða leiðir til að bjarga stað­göngu­mæðr­un­um.

Málið hefur vakið mikla athygli í Ísr­ael og hefur tals­vert verið gagn­rýnt. Í skoð­ana­grein í Haar­etz eru stjórn­völd sökuð um að sýna val­kvæða samúð með því að hjálpa aðeins börn­unum en ekki kon­unum sem gengu með þau. „Hvernig má það vera að engin þess­ara mann­legu frétta minn­ist á þessar kon­ur, sem koma úr erf­iðum félags­legum aðstæð­u­m...að leigja út leg þeirra...og eru núna, rétt eins og börnin sem þær voru að eignast, eru fastar á ham­fara­svæð­in­u?“ skrif­aði Alon-­Lee Green í grein sinni. Við­horfið gagn­vart stað­göngu­mæðr­unum sé lýsandi fyrir einmitt það sem sé vanda­málið við stað­göngu­mæðr­un, að kon­urnar séu mark­aðsvara.

Hann seg­ist styðja rétt­inda­bar­áttu hinsegin sam­fé­lags­ins, sem hann til­heyri. Hinsegin fólk eigi að geta stofnað fjöl­skyldur í Ísr­a­el. Hann styðji rétt­inn til þess að ala upp börn og að ríkið við­ur­kenni fjöl­skyldur hinsegin fólks. „En mér finnst ekki að þessi rétt­indi eigi að koma á kostnað ann­arra mann­eskja. Vegna þess að þá fer okkar bar­átta úr því að vera sú rétt­látasta í heim­inum í það að vera bar­átta sem skapar annað órétt­læti. Og mér finnst vega nógu mikið órétt­læti í heim­inum eins og hann er.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None