Björgunarsveit missir bílastæði undir hjólastíg

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík mun á næstunni missa aðgang að bílastæðum við höfuðstöðvar sínar, en vegna uppbyggingar húsnæðis við rætur Öskjuhlíðar þarf að færa göngu og hjólastíg á svæðið sem nýtt hefur verið sem bílastæði.

Um það bil svona mun nýr göngu og hjólastígur við rætur Öskjuhlíðarinnar tengjast inn að hverfinu við Hlíðarenda, en til stendur að byggja húsnæði ofan á núverandi legu stígsins.
Um það bil svona mun nýr göngu og hjólastígur við rætur Öskjuhlíðarinnar tengjast inn að hverfinu við Hlíðarenda, en til stendur að byggja húsnæði ofan á núverandi legu stígsins.
Auglýsing

Flug­björg­un­ar­sveit Reykja­vík­ur, sem er með aðstöðu við Flug­vall­ar­veg í Vatns­mýri, hefur um lengri tíma haft afnot af bíla­stæðum á landi Reykja­vík­ur­borgar vestan við hús­næði sveit­ar­inn­ar, en það mun senn breyt­ast.

Full­trúar meiri­hlut­ans í umhverf­is- og skipu­lags­ráði borg­ar­innar sam­þykktu í síð­ustu viku breyt­ingar á deiliskipu­lagi, sem fela í sér að einn mest not­aði göngu- og hjóla­stígur borg­ar­innar verði færður inn á svæði sem notað hefur verið sem bíla­stæði sveit­ar­innar með þeim afleið­ingum að sveitin tapi ⅔ af því plássi sem hún í dag hefur undir öku­tæki.

Flug­björg­un­ar­sveitin er ekki sátt með þetta, furð­aði sig á sam­ráðs­leysi áður en til­lagan var lögð fram í sumar og gerði kröfu í umsögn sinni um að skipu­lags­til­lagan yrði dregin til baka eða þá breytt á þann veg að stíg­ur­inn yrði sveigður ögn, þannig að enn yrði hægt að nýta svæðið undir bíla­stæði.

Auglýsing

Það var hins vegar ekki mögu­leiki, sam­kvæmt því sem fram kemur í svari skipu­lags­full­trúa borg­ar­inn­ar, þar sem þá hefði stíg­ur­inn færst inn á lóð við horn Flug­vall­ar­vegar og Naut­hóls­veg­ar.

Þar stendur til að byggja hús­næði, en afmörkuð hefur verið lóð á horn­inu innan skipu­lags­svæðis háskóla­garða HR. Það var raunar gert árið 2017 og því hefur legið ljóst fyrir í mörg ár að þennan stíg þyrfti að færa á ein­hverjum tíma­punkti.

Lóðir ofan á legu núverandi stígs voru afmarkaðar í skipulagi háskólagarða HR árið 2017.

Samn­ingi borg­ar­innar og Flug­björg­un­ar­sveit­ar­innar um afnot af svæð­inu undir bíla­stæði var sagt upp af hálfu borg­ar­innar árið 2019, gegn mót­bárum Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar, sem þó hefur áfram nýtt svæðið undir bíla­stæði síðan þá og mun fyr­ir­sjá­an­lega geta gert það um ein­hvern tíma til við­bót­ar, eða þar til fram­kvæmdir við færslu stígs­ins hefj­ast.

Telja hætt við að félags­menn hætti að mæta í útköll ef þeir geti hvergi lagt

Flug­björg­un­ar­sveitin sagði í umsögn sinni að félagar sveit­ar­innar ferð­uð­ust oft­ast í einka­bílum að hús­næði og að með ónógum bíla­stæðum væri hætt við að félags­menn hættu við að mæta í fjöl­menn útköll og æfing­ar.

Nefndi sveitin að erfitt væri að not­ast við aðrar sam­göngur en einka­bíl­inn þar sem útköll kæmu á öllum tímum sól­ar­hrings og gætu staðið lengi yfir. Þá kæmi fólk í útköll frá vinnu, heim­ili, skóla eða tóm­stundum og útköll kæmu oft þegar veður væru það slæm að almenn­ings­sam­göngur væru lok­að­ar.

Meiri­hlut­inn sagði nauð­syn­legt að eiga gott sam­ráð við sveit­ina

Auk þess að krefj­ast aft­ur­köll­unar til­lög­un­ar, eða sveigju á fyr­ir­hug­aðan stíg, lagði Flug­björg­un­ar­sveitin einnig til að sveitin fengi afnot af lóð innan þess svæðis þar sem bíla­leigan Hertz er með stöðu­leyfi fyrir starf­semi sína við Flug­vall­ar­veg. Segir sveitin að rekstur bíla­leigu falli illa að til­gangi svæð­is­ins sam­kvæmt aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar.

Hvort sá kostur verði tek­inn til skoð­unar skal ósagt lát­ið, en í bókun á fundi umhverf­is- og skipu­lags­ráðs sagði meiri­hlut­inn að nauð­syn­legt væri að eiga „gott sam­ráð við Flug­björg­un­ar­sveit­ina um aðstöðu­mál fyrir þessa mik­il­vægu og nauð­syn­legu starf­sem­i“.

Sjálf­stæð­is­menn vildu fresta mál­inu

Ekki voru allir á einu máli um ágæti þess að ráð­ast í skipu­lags­breyt­ing­arn­ar, á fundi umhverf­is- og skipu­lags­ráðs í síð­ustu viku. Marta Guð­jóns­dóttir og Kjartan Magn­ús­son, full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í ráð­inu, settu fram til­lögu þess efnis að afgreiðslu máls­ins yrði frestað, en henni var hafn­að.

Í sam­eig­in­legri bókun Mörtu, Kjart­ans og Ástu Þór­dísar Skjald­dal Guð­jóns­dótt­ur, áheyrn­ar­full­trúa Sós­í­alista­flokks­ins, sagði að full­trú­arnir teldu mik­il­vægt að koma til móts við óskir Flug­björg­un­ar­sveit­ar­innar um bíla­stæða­mál.

„Flug­björg­un­ar­sveitin gegnir mik­il­vægu hlut­verki í þágu almanna­heilla og eðli starf­sem­innar felur það í sér að björg­un­ar­sveita­fólk hafi aðgang að umræddri björg­un­ar­mið­stöð á öllum tímum sól­ar­hrings­ins. Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins lögðu til að afgreiðslu máls­ins yrði frestað á meðan rætt væri við Flug­björg­un­ar­sveit­ina um lausnir á bíla­stæða­málum henn­ar. Við hörmum að meiri­hlut­inn hafi fellt slíka til­lögu um frestun máls í því skyni að eiga eðli­legt sam­ráð við aðila, sem á ríkra hags­muna að gæta í mál­in­u,“ sagði í bókun þeirra.

Kol­brún Bald­urs­dóttir áheyrn­ar­full­trúi Flokks fólks­ins bók­aði einnig um mál­ið. „Bíla­stæði hafa þegar verið skorin mikið nið­ur. Var­ast ber að ganga of langt í þessu sem öðru. Gæta þarf með­al­hófs. Er hægt að finna lausn sem allir geta sætt sig við? Þetta er vissu­lega gömul ákvörðun en þeim má breyta eins og nýj­um. Best væri að fresta þess og eiga „sam­tal“. Vika eða vikur til eða frá skipta ekki sköpum í þessu máli,“ lét Kol­brún bóka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent