Björgvin G. á leið í áfengismeðferð - tekur ekki við ritstjórastöðu

mynd.jpg
Auglýsing

Björg­vin G. Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og sveit­ar­stjóri Ása­hrepps, hefur ákveðið að leita sér með­ferðar vegna áfeng­is­neyslu og tekur ekki við starfi rit­stjóra Herðu­breiðar eins og til­kynnt hafði verið um. Þetta kemur fram á vef­miðl­inum Herðu­breið.

Í við­tali við vef­mið­il­inn seg­ist Björg­vin þurfa að líta í eigin barm.

„Hluta þess sem nú er orðið að frétta­efni má vita­skuld rekja til dóm­greind­ar­brests sem stafar án efa af við­var­andi og óhóf­legri áfeng­is­neyslu um nokk­urra miss­era skeið. Ég hafði ákveðið að leita aðstoðar á göngu­deild þar sem ég hafði óskað eftir með­ferð og hugð­ist sinna vinnu með­fram því, en eftir áföll síð­ustu daga er mér ljóst að ég þarf meiri hjálpar við.

Auglýsing

Ég hef því ákveðið að leita mér lækn­inga á Vogi frá og með næsta mið­viku­degi og fara í fulla með­ferð við áfeng­is­sýk­inni. Ég hætti að drekka fyrir 10 árum og það gekk vel í nokkur ár en í róti síð­ustu ára fór ég að mis­nota það aftur í vax­andi mæli.

Ég geri ekki lítið úr því að hafa farið gegn reglum við útgjöld í starfi, en hafna því alfarið að um fjár­drátt eða ásetn­ings­brot hafi verið að ræða. Það er fjarri lagi. Öll fjár­út­lát voru uppi á borð­um, ræki­lega skráð og öll fylgi­skjöl til stað­ar. Það var því engin til­raun gerð til að leyna einu eða neinu, en vissu­lega hefði ég ekki átt að fara út fyrir þær heim­ildir sem ég hafði. Ég hef beðist afsök­unar á því og ítreka það hér með.

Mér þykir ákaf­lega leitt hvernig þessi mál hafa þróast, ekki síst í ljósi sam­komu­lags um starfs­lok, þar sem engar ásak­anir koma fram um neitt mis­jafnt. Það breytir þó ekki hinu, að orsakanna er fyrst og fremst að leita hjá sjálfum mér. Ég vil ráða bót á því og ætla að leita aðstoðar í því skyni, sjálfs mín og fjöl­skyldu vegna,“ Segir Björg­vin G. Sig­urðs­son í sam­tali við Herðu­breið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None