Sjö orkusprotar fengu fimm milljónir hver

DSC0346.jpg
Auglýsing

Sjö sprota­fyr­ir­tæi úr orku­geir­an­um, sem eru þátt­tak­endur í Startup Energy Reykja­vík, hafa verið valin til þátt­töku í  við­skipta­hraðl­in­um. Þau fá fimm millj­ónir í hluta­fé, „ókeypis skrif­stofu­að­stöðu og aðstoð yfir 60 reynslu­bolta úr atvinnu­líf­inu og aka­dem­í­unni yfir tólf vikna tíma­bil. Mark­mið verk­efn­is­ins er að þessi sjö fyr­ir­tæki vaxi og dafni eins hratt og mögu­legt er á þessum tíma og verði að stönd­ugum fyr­ir­tækjum í kjöl­far­ið,“ segir í til­kynn­ingu.

Fyr­ir­tækin sem valin hafa verið áfram eru:

Keynatura - Vinnur andox­un­ar­efni  og fleiri verð­mæt efni úr þör­ung­um.

Auglýsing

Laki - Mun nýta seg­ul­svið háspennu­lína til að fram­leiða raf­magn.

Loki Geothermal -  Mun fram­leiða og þjón­usta jarð­hita­búnað og vinnur m.a. að því að þróa höf­uð­loka á háhita­bor­hol­ur.

Málm­blendi - Til­gangur félags­ins er að end­ur­vinna ker­brot, sem falla til hjá álverum, á hag­kvæman- og umhverf­is­vænan hátt.

XRG - Exergy – Nýt­ing lág­hita til raf­magns­fram­leiðslu með nýrri tækni.

NATUS - Upp­setn­ing hrað­hleðslu­stöðva og þjón­usta við raf­bíla­eig­end­ur.

Rofar - Hönnun og fram­leiðsla á snjall­rofum og öðrum stjórn­tækjum fyrir ljósa­búnað og raf­tæki.

„Víða um heim er horft til Íslands þegar kemur að end­ur­nýj­an­legri orku, ekki síst í tengslum við nýt­ingu jarð­hita. Íslenski jarð­varma­klas­inn veltir millj­örðum á hverju ári og eru íslenskir sér­fræð­ingar á því sviði eft­ir­sóttir um allan heim” segir Stefán Þór Helga­son verk­efn­is­stjóri Startup Energy Reykja­vík . Hann segir mikil tæki­færi liggja í orku­geir­anum hér á landi. „Ný­lega var til­kynnt að Ísland muni halda heims­þing Alþjóða jarð­hita­sam­bands­ins árið 2020 en þingið sækja að jafn­aði þús­undir aðila í jarð­hita­iðn­aði frá öllum heims­horn­um. Það er því ljóst að Íslend­ingar eru mjög fram­ar­lega á þessu sviði og hingað sækja erlendir aðilar í þá miklu þekk­ingu sem byggst hefur upp í  orku­geir­anum und­an­farna ára­tug­i,“ segir Stefán Þór.

Verk­efn­inu lýkur 27. mars nk. með svoköll­uðum fjár­festa­degi. Þar munu teymin sjö kynna hug­myndir sínar fyrir fullum sal fjár­festa í höf­uð­stöðvum Arion banka.

Bak­hjarlar verk­efn­is­ins eru Arion banki, Lands­virkj­un, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og GEORG en fram­kvæmd þess er í höndum Klak Innovit og Iceland Geothermal.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None