Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

h_51696005-1.jpg
Auglýsing

Business Insider tekur reglu­lega saman yfir­lit yfir tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum nákvæm­lega núna. Það er ágætt fyrir íslenska frétta­neyt­endur að taka sér frí frá fréttum um mein­tan fjár­drátt Björg­vins G. Sig­urðs­sonar og áhyggjum af umræð­unni um múslima á Íslandi og kynna sér hvað er að ger­ast utan landamæra Íslands.

Tíu mik­il­væg­ustu hlut­irnir í heim­inum í dag eru: 1. Kín­verski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn er að upp­lifa sinn versta dag frá árinu 2008. Ástæðan er hert­ara reglu­verk sem gerir spá­kaup­mönnum erf­ið­ara fyr­ir.


 2. Belgar hafa beðið Grikki um að fram­selja ein þeirra fjög­urra sem eru í haldi í tengslum við ætl­aða hryðju­verka­árás gegn belgísku lög­regl­unni sem komið var í veg fyr­ir.


 3. Tug­þús­undir tóku þátt í mót­mæla­göngu í rúss­neska sjálf­stjórn­ar­lýð­veld­inu Téténíu gegn mynd franska skop­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo af Múhameð spá­manni.

  Teikningar Charlie Hebdo af Múhameð spámanni hafa valdið mikilli ólgu víðsvegar um heiminn. Teikn­ingar Charlie Hebdo af Múhameð spá­manni hafa valdið mik­illi ólgu víðs­vegar um heim­inn.

  Auglýsing


 4. Frans páfi lauk viku­langri ferð sinni um Asíu með því að halda opna messu í Man­ila, höf­uð­borg Fil­ips­eyja, í gær. Alls mættu um sjö millj­ónir manns til að hlýða á hann.


 5. Boko Haram hafa rænt um 80 manns eftir árásir á þorp í norð­ur­hluta Kamer­ún.


 6. Banda­ríska leyni­þjón­ustan braust inn í tölvu­kerfi Norð­ur­-Kóreu áður en árás­irnar á tölvu­kerfi kvik­mynda­fram­leið­and­ans Sony Pict­ures voru gerð­ar. Þetta full­yrða fyrrum emb­ætt­is­menn.


 7. Hátt­settir menn innan Hez­bollah- sam­tak­anna og íranska hers­ins hafa fallið í loft­árásum Ísra­ela á Sýr­land.


 8. Oxfam góð­gerð­ar­sam­tökin full­yrtu í morgun að rík­asta eitt pró­sent mann­kyns muni eiga helm­ing alls auðs í heim­inum á næsta ári.


 9. Evr­ópu­sam­bandið ætlar að áfrýja nýlegum úrskurði sem í fólst að sam­bandið geti ekki lengur sett Hamas á lista yfir hryðju­verkar­sam­tök.


 10. Seattle Sea­hawks munu mæta New Eng­land Pat­riots í Super Bowl-­leiknum í ár.


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None