Björk, John Grant ásamt Sinfoníuhljómsveit Íslands, Sóley, Vök og AmabAdama eru á meðal þeirra tónlistarmanna sem hafa bæst við dagskrá Iceland Airwaves hátíðarinnar sem fer fram í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út rétt í þessu.
Tónleikar Bjarkar munu fara fram í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 7. nóvember klukkan 15. Miðum á tónleikanna verður dreift til miðahafa án endurgjalds daginn áður í Hörpu samkvæmt „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni. Hvert armband fær einn miða. Fjórum dögum áður fara fram viðbótartónleikar Bjarkar á sama stað, klukkan 20. Almenn miðasala á þá tónleika hefst föstudaginn 27. mars næstkomandi klukkan 12.
John Grant og Sinfóníuhljómsveitarinnar fara fram fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 20. Miðum verður dreift með sama hætti og á Airwaves-tónleika Bjarkar.
Listamennirnir sem bæst hafa við hátíðina eru:
Björk
John Grant with the Iceland Symphony Orchestra (US/IS)
Father John Misty (US)
La Priest (UK)
Låpsley (UK)
The Pop Group (UK)
Verité (US)
Sóley
Bubbi og Dimma
Agent Fresco
Mammút
Hundred Waters (US)
Sea Change (NO)
Vök
Emmsjé Gauti
Ho99o9 (US)
Ylja
AmabAdama
Muck
Hekla
Áður hafði verið tilkynnt um þátttöku Perfume Genius (US), GusGus, Júníus Meyvant, Ariel Pink (US), M-Band, Batida (PT), Hinds (ES), Fufanu, Teitur Magnússon, East India Youth (UK), Young Karin, Pink Street Boys, Mourn (ES), BC Camplight (UK), Asonat, Yagya, The OBGM´s (CA), Tonik Ensemble, Weaves (CA), dj flugvél og geimskip.