Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar til þrettán ára, er komin með nóg af stjórnmálum og stefnir á ný mið. Hún ætlar að biðjast lausnar undan skyldum borgarfulltrúa á næsta fundi borgarstjórnar. Þetta kemur fram í viðtali við Björk í Fréttablaðinu í dag.
„Mér finnst minn tími vera kominn. Ég finn að ég er búin að segja það í borgarstjórn sem mig langar að segja og berjast fyrir því sem ég vildi berjast fyrir,“ segir hún. Hún segist nú ætla að gera það sama hana langar til og byrja á því að fara sem sjálfboðaliði til Palestínu. Þar ætlar hún að vera fram yfir áramót. „Þegar ég kem heim ætla ég að gerast félagsráðgjafi á nýjan leik og fara aftur til uppruna míns.“
Spurð hvers vegna hún hætti í pólítík segist Björk vera orðin þreytt á minniháttar ágreiningsefnum sem oft séu gerð að stórum málum í íslenskri pólitík.