Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV og Vefpressunnar, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV og eigi ekki hlut í blaðinu. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni.
Vísir greindi fyrst frá því í morgun að systurnar og fjölmiðlakonurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand hafi játað að hafa sent Sigmundi Davíð bréf þar sem þær kröfðust milljóna af honum ellegar þær gerðu opinberar viðkvæmar upplýsingar honum tengdar. Þær eru sagðar hafa haft undir höndum upplýsingar sem áttu að tengja Sigmund við kaup Björns Inga á DV í nóvember síðastliðnum. Hlín var ritstjóri á Bleikt.is og þau Björn Ingi voru í sambandi um nokkurra ára skeið. Malín er blaðamaður á Morgunblaðinu en er nú komin í leyfi fram til 1. ágúst.
„Ég er harmi sleginn yfir fregnum dagsins. Hugur minn er hjá þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessa máls. Forsætisráðherra fjármagnaði ekki kaup Pressunnar á DV. Hann á ekki hlut í blaðinu. Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar,“ skrifar Björn Ingi á Facebook.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar