Blikur á lofti á hlutabréfamarkaði í höftum

forsidumynd-5.jpg
Auglýsing

Hluta­bréfa­mark­að­ur­inn er far­inn að mót­ast veru­lega af fjár­magns­höftum og þeirri stað­reynd að kostir á fjár­mála­mark­aði eru fáir. Velta með hluta­bréf dróst veru­lega saman milli mán­aða sé mið tekið af tölum sem Nas­daq OMX tók saman í mán­að­ar­legu yfir­liti sínu fyrir kaup­hallir á Norð­ur­lönd­unum og Eystra­salts­ríkj­un­um. Í maí­mán­uði nam velta með hluta­bréf í kaup­höll­inni hér á landi 22,3 millj­örð­um, sem er 34 pró­sentum minni velta en var í apr­íl­mán­uði og 42 pró­sentum minni velta en í sama mán­uði í fyrra.

Minni velta en vax­andi mark­aðsvirðiÞrátt fyrir að velta hafi verið tölu­vert minni í við­skiptum með hluta­bréf hefur mark­aðsvirði félaga í kaup­höll­inni haldið áfram að hækka und­an­farið ár. Mark­aðsvirði þeirra 18 félaga sem eru með skráð hluta­bréf í kaup­höll­inni, bæði á Aðal­mark­aði og á First North, nemur nú 593 millj­örðum króna, eða sem nemur tæp­lega þriðj­ungi af árlegri lands­fram­leiðslu Íslands. Á sama tíma í fyrra nam mark­aðsvirði skráðra félaga 473 millj­örðum og hefur mark­aðsvirði skráðra félaga því auk­ist um 120 millj­arða á einu ári.

almennt_05_06_2014

Munar þar ekki síst um skrán­ingu Granda, en við­skipti með hluta­bréf félags­ins hófust 25. apríl síð­ast­lið­inn. Sú skrán­ing hefur reyndar dregið dilk á eftir sér og hefur Páll Harð­ar­son, for­stjóri Kaup­hallar Íslands, harð­lega gagn­rýnt hvernig að skrán­ing­unni var stað­ið, þar sem fölsk kauptil­boð voru sett inn þegar félagið var skráð. Við þau var ekki staðið þegar á hólm­inn var komið og nam umfang þess­ara fölsku við­skipta 5,7 pró­sentum af heild­ar­hluta­fé. Margir hlut­hafar urðu reiðir yfir þessu og hafa kvart­anir vegna þessa borist til Kaup­hall­ar­innar og FME. Páll sagði í sam­tali við Stöð 2, sem fjall­aði ítar­lega um mál­ið, að full ástæða væri til þess að kanna hvort lög hefðu verið brotin með þessu.

Auglýsing

Nýr hluta­bréfa­mark­aður að mót­astEftir hið ævin­týra­lega hrun hluta­bréfa­mark­að­ar­ins haustið 2008, þegar hann féll nær allur saman sam­hliða falli Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans, hefur orðið til nýr hluta­bréfa­mark­aður þar sem gjör­ó­líkar áherslur heldur en fyrir hrun ein­kenna rekst­ur. Þá var aðgengi að fjár­magni gott og mik­ill þrýst­ingur frá fjár­festum á vöxt félaga og stækkun efna­hags­reikn­ings, ekki síst með skuld­settum yfir­tök­um. Nú er öldin önn­ur. Trygg­inga­fé­lögin TM, VÍS og Sjóvá hafa til dæmis litla sem enga vaxt­ar­mögu­leika hér á landi nema með því að stækka mark­aðs­hlut­deild á kostnað hlut­­deildar sam­keppn­is­að­ila. Reyndin hefur verið sú að veiga­litlar breyt­ingar hafa orðið á hlut­deild félag­anna. Rekst­ur­inn er í traustum skorðum og er áhersla fremur á arð­greiðslur til hlut­hafa. Það sama má segja um N1 og Haga. Vaxt­ar­mögu­leikar eru litlir sem engir en stöð­ugur rekstur sem skilar hlut­höfum arði er fyrir hendi.

Gríð­ar­leg ávöxtun í skjóli fjár­magns­haftaFrá hruni hefur mark­aðsvirði skráðra félaga auk­ist mik­ið, marg­fald­ast raunar í sumum til­vik­um. Þannig var skrán­ing­ar­­gengi fyrsta félags­ins á markað eftir hrun­ið, Haga, 13,5 við skrán­ingu á markað en er nú 45,5. Það sama má segja um Icelanda­ir, sem var end­ur­skráð á markað á geng­inu 2,5 eftir hrunið en gengi félags­ins í kaup­höll­inni nú er 17,7. Við­mæl­endur Kjarn­ans á fjár­mála­mark­aði eru á einu máli um að fjár­magns­höftin hafi haft mikil áhrif á mark­að­inn til þess að byrja með, þar sem mik­ill þrýst­ingur hafi verið á skrán­ingar félaga með góðan rekstr­ar­grund­völl eftir hrun­ið, ekki síst til að mæta fjár­fest­ing­ar­þörf líf­eyr­is­sjóð­anna á mark­aðn­um. Þetta hafi leitt til mik­illar hækk­unar bréfa þegar mark­að­ur­inn var að spyrna sér frá botn­in­um. Í hverjum mán­uði þurfa líf­eyr­is­sjóð­irnir að fjár­festa fyrir 12 til 13 millj­arða króna til þess ávaxta fé sjóð­fé­laga og því skiptir máli að fjár­fest­ingarkostir séu til stað­ar. Þrýst­ing­ur­inn á fjár­fest­ing­ar­mögu­leika í kaup­höll­inni var ekki síst úr þess­ari átt, enda líf­eyr­is­sjóð­irnir lang­sam­lega umsvifa­mestu fjár­­­festar á mark­aði, heilt á lit­ið.

Blikur á loftiEftir miklar hækk­anir á gengi hluta­bréfa hefur hægt á þessum miklu hækk­unum og mark­að­ur­inn sýnt eðli­legri verð­mynd­un, þó að sveiflur í veltu hafi verið mun meiri en á öðrum mörk­uðum á Norð­ur­lönd­unum eða víð­ar. Ástæðan er ekki síst sú að mark­að­ur­inn á Íslandi er dverg­vax­inn í næstum öllum sam­an­burði og býr ekki við alþjóð­legar fjár­magns­hreyf­ingar milli landa, en félög sem skrá sig á markað erlendis gera það ekki síst til þess að ná til alþjóð­legra fjár­festa og tengj­ast nýjum mörk­uð­um.

Eftir því sem ströng fjár­magns­höft verða leng­ur, þeim mun erf­ið­ara verður fyrir fjár­festa að átta sig á verð­lagn­ingu á mark­aðn­um, hvort sem um hluta- eða skulda­bréf er að ræða. Við­mæl­endur Kjarn­ans á fjár­mála­mark­aði sögðu höftin vera farin að hafa veru­leg áhrif á mark­aði, fé leit­aði inn á fast­eigna­markað í meiri mæli en í eðli­legu árferði og veru­leg hætta væri á verð­bólu. Þá er farið að bera á því að fjár­festar séu að taka skort­stöðu gegn félögum á mark­aði þar sem veðjað er á lækkun á gengi bréfa, t.d. sam­hliða rýmkun fjár­magns­hafta.

Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir enn hvenær fjár­magns­höft verða rýmkuð eða afnumin eru fjár­fest­ar, í litlum mæli þó, farnir að horfa til þess að eigna­verð gæti lækkað þegar opnað verður fyrir nýjar leiðir til fjár­fest­inga úr land­inu. Grein­ingar frá sér­fræð­ingum grein­ing­ar­deilda bank­anna hafa þó ekki gefið til kynna að félögin séu yfir­verð­lögð, nema í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum þar sem sú ráð­gjöf er veitt að selja bréf­in. Rekstr­ar­kenni­tölur þykja ekki benda til yfir­verð­lagn­ingar að mati sér­fræð­ing­anna. En það er með rekstr­ar­kenni­töl­urnar eins og verð­lagn­ingu á vörum almennt innan strangra fjár­magns­hafta; það er erfitt að greina hvað er rétt og rangt.

Úttektin birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None