Blikur á lofti á hlutabréfamarkaði í höftum

forsidumynd-5.jpg
Auglýsing

Hluta­bréfa­mark­að­ur­inn er far­inn að mót­ast veru­lega af fjár­magns­höftum og þeirri stað­reynd að kostir á fjár­mála­mark­aði eru fáir. Velta með hluta­bréf dróst veru­lega saman milli mán­aða sé mið tekið af tölum sem Nas­daq OMX tók saman í mán­að­ar­legu yfir­liti sínu fyrir kaup­hallir á Norð­ur­lönd­unum og Eystra­salts­ríkj­un­um. Í maí­mán­uði nam velta með hluta­bréf í kaup­höll­inni hér á landi 22,3 millj­örð­um, sem er 34 pró­sentum minni velta en var í apr­íl­mán­uði og 42 pró­sentum minni velta en í sama mán­uði í fyrra.

Minni velta en vax­andi mark­aðsvirðiÞrátt fyrir að velta hafi verið tölu­vert minni í við­skiptum með hluta­bréf hefur mark­aðsvirði félaga í kaup­höll­inni haldið áfram að hækka und­an­farið ár. Mark­aðsvirði þeirra 18 félaga sem eru með skráð hluta­bréf í kaup­höll­inni, bæði á Aðal­mark­aði og á First North, nemur nú 593 millj­örðum króna, eða sem nemur tæp­lega þriðj­ungi af árlegri lands­fram­leiðslu Íslands. Á sama tíma í fyrra nam mark­aðsvirði skráðra félaga 473 millj­örðum og hefur mark­aðsvirði skráðra félaga því auk­ist um 120 millj­arða á einu ári.

almennt_05_06_2014

Munar þar ekki síst um skrán­ingu Granda, en við­skipti með hluta­bréf félags­ins hófust 25. apríl síð­ast­lið­inn. Sú skrán­ing hefur reyndar dregið dilk á eftir sér og hefur Páll Harð­ar­son, for­stjóri Kaup­hallar Íslands, harð­lega gagn­rýnt hvernig að skrán­ing­unni var stað­ið, þar sem fölsk kauptil­boð voru sett inn þegar félagið var skráð. Við þau var ekki staðið þegar á hólm­inn var komið og nam umfang þess­ara fölsku við­skipta 5,7 pró­sentum af heild­ar­hluta­fé. Margir hlut­hafar urðu reiðir yfir þessu og hafa kvart­anir vegna þessa borist til Kaup­hall­ar­innar og FME. Páll sagði í sam­tali við Stöð 2, sem fjall­aði ítar­lega um mál­ið, að full ástæða væri til þess að kanna hvort lög hefðu verið brotin með þessu.

Auglýsing

Nýr hluta­bréfa­mark­aður að mót­astEftir hið ævin­týra­lega hrun hluta­bréfa­mark­að­ar­ins haustið 2008, þegar hann féll nær allur saman sam­hliða falli Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans, hefur orðið til nýr hluta­bréfa­mark­aður þar sem gjör­ó­líkar áherslur heldur en fyrir hrun ein­kenna rekst­ur. Þá var aðgengi að fjár­magni gott og mik­ill þrýst­ingur frá fjár­festum á vöxt félaga og stækkun efna­hags­reikn­ings, ekki síst með skuld­settum yfir­tök­um. Nú er öldin önn­ur. Trygg­inga­fé­lögin TM, VÍS og Sjóvá hafa til dæmis litla sem enga vaxt­ar­mögu­leika hér á landi nema með því að stækka mark­aðs­hlut­deild á kostnað hlut­­deildar sam­keppn­is­að­ila. Reyndin hefur verið sú að veiga­litlar breyt­ingar hafa orðið á hlut­deild félag­anna. Rekst­ur­inn er í traustum skorðum og er áhersla fremur á arð­greiðslur til hlut­hafa. Það sama má segja um N1 og Haga. Vaxt­ar­mögu­leikar eru litlir sem engir en stöð­ugur rekstur sem skilar hlut­höfum arði er fyrir hendi.

Gríð­ar­leg ávöxtun í skjóli fjár­magns­haftaFrá hruni hefur mark­aðsvirði skráðra félaga auk­ist mik­ið, marg­fald­ast raunar í sumum til­vik­um. Þannig var skrán­ing­ar­­gengi fyrsta félags­ins á markað eftir hrun­ið, Haga, 13,5 við skrán­ingu á markað en er nú 45,5. Það sama má segja um Icelanda­ir, sem var end­ur­skráð á markað á geng­inu 2,5 eftir hrunið en gengi félags­ins í kaup­höll­inni nú er 17,7. Við­mæl­endur Kjarn­ans á fjár­mála­mark­aði eru á einu máli um að fjár­magns­höftin hafi haft mikil áhrif á mark­að­inn til þess að byrja með, þar sem mik­ill þrýst­ingur hafi verið á skrán­ingar félaga með góðan rekstr­ar­grund­völl eftir hrun­ið, ekki síst til að mæta fjár­fest­ing­ar­þörf líf­eyr­is­sjóð­anna á mark­aðn­um. Þetta hafi leitt til mik­illar hækk­unar bréfa þegar mark­að­ur­inn var að spyrna sér frá botn­in­um. Í hverjum mán­uði þurfa líf­eyr­is­sjóð­irnir að fjár­festa fyrir 12 til 13 millj­arða króna til þess ávaxta fé sjóð­fé­laga og því skiptir máli að fjár­fest­ingarkostir séu til stað­ar. Þrýst­ing­ur­inn á fjár­fest­ing­ar­mögu­leika í kaup­höll­inni var ekki síst úr þess­ari átt, enda líf­eyr­is­sjóð­irnir lang­sam­lega umsvifa­mestu fjár­­­festar á mark­aði, heilt á lit­ið.

Blikur á loftiEftir miklar hækk­anir á gengi hluta­bréfa hefur hægt á þessum miklu hækk­unum og mark­að­ur­inn sýnt eðli­legri verð­mynd­un, þó að sveiflur í veltu hafi verið mun meiri en á öðrum mörk­uðum á Norð­ur­lönd­unum eða víð­ar. Ástæðan er ekki síst sú að mark­að­ur­inn á Íslandi er dverg­vax­inn í næstum öllum sam­an­burði og býr ekki við alþjóð­legar fjár­magns­hreyf­ingar milli landa, en félög sem skrá sig á markað erlendis gera það ekki síst til þess að ná til alþjóð­legra fjár­festa og tengj­ast nýjum mörk­uð­um.

Eftir því sem ströng fjár­magns­höft verða leng­ur, þeim mun erf­ið­ara verður fyrir fjár­festa að átta sig á verð­lagn­ingu á mark­aðn­um, hvort sem um hluta- eða skulda­bréf er að ræða. Við­mæl­endur Kjarn­ans á fjár­mála­mark­aði sögðu höftin vera farin að hafa veru­leg áhrif á mark­aði, fé leit­aði inn á fast­eigna­markað í meiri mæli en í eðli­legu árferði og veru­leg hætta væri á verð­bólu. Þá er farið að bera á því að fjár­festar séu að taka skort­stöðu gegn félögum á mark­aði þar sem veðjað er á lækkun á gengi bréfa, t.d. sam­hliða rýmkun fjár­magns­hafta.

Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir enn hvenær fjár­magns­höft verða rýmkuð eða afnumin eru fjár­fest­ar, í litlum mæli þó, farnir að horfa til þess að eigna­verð gæti lækkað þegar opnað verður fyrir nýjar leiðir til fjár­fest­inga úr land­inu. Grein­ingar frá sér­fræð­ingum grein­ing­ar­deilda bank­anna hafa þó ekki gefið til kynna að félögin séu yfir­verð­lögð, nema í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum þar sem sú ráð­gjöf er veitt að selja bréf­in. Rekstr­ar­kenni­tölur þykja ekki benda til yfir­verð­lagn­ingar að mati sér­fræð­ing­anna. En það er með rekstr­ar­kenni­töl­urnar eins og verð­lagn­ingu á vörum almennt innan strangra fjár­magns­hafta; það er erfitt að greina hvað er rétt og rangt.

Úttektin birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None