Blikur á lofti á hlutabréfamarkaði í höftum

forsidumynd-5.jpg
Auglýsing

Hluta­bréfa­mark­að­ur­inn er far­inn að mót­ast veru­lega af fjár­magns­höftum og þeirri stað­reynd að kostir á fjár­mála­mark­aði eru fáir. Velta með hluta­bréf dróst veru­lega saman milli mán­aða sé mið tekið af tölum sem Nas­daq OMX tók saman í mán­að­ar­legu yfir­liti sínu fyrir kaup­hallir á Norð­ur­lönd­unum og Eystra­salts­ríkj­un­um. Í maí­mán­uði nam velta með hluta­bréf í kaup­höll­inni hér á landi 22,3 millj­örð­um, sem er 34 pró­sentum minni velta en var í apr­íl­mán­uði og 42 pró­sentum minni velta en í sama mán­uði í fyrra.

Minni velta en vax­andi mark­aðsvirðiÞrátt fyrir að velta hafi verið tölu­vert minni í við­skiptum með hluta­bréf hefur mark­aðsvirði félaga í kaup­höll­inni haldið áfram að hækka und­an­farið ár. Mark­aðsvirði þeirra 18 félaga sem eru með skráð hluta­bréf í kaup­höll­inni, bæði á Aðal­mark­aði og á First North, nemur nú 593 millj­örðum króna, eða sem nemur tæp­lega þriðj­ungi af árlegri lands­fram­leiðslu Íslands. Á sama tíma í fyrra nam mark­aðsvirði skráðra félaga 473 millj­örðum og hefur mark­aðsvirði skráðra félaga því auk­ist um 120 millj­arða á einu ári.

almennt_05_06_2014

Munar þar ekki síst um skrán­ingu Granda, en við­skipti með hluta­bréf félags­ins hófust 25. apríl síð­ast­lið­inn. Sú skrán­ing hefur reyndar dregið dilk á eftir sér og hefur Páll Harð­ar­son, for­stjóri Kaup­hallar Íslands, harð­lega gagn­rýnt hvernig að skrán­ing­unni var stað­ið, þar sem fölsk kauptil­boð voru sett inn þegar félagið var skráð. Við þau var ekki staðið þegar á hólm­inn var komið og nam umfang þess­ara fölsku við­skipta 5,7 pró­sentum af heild­ar­hluta­fé. Margir hlut­hafar urðu reiðir yfir þessu og hafa kvart­anir vegna þessa borist til Kaup­hall­ar­innar og FME. Páll sagði í sam­tali við Stöð 2, sem fjall­aði ítar­lega um mál­ið, að full ástæða væri til þess að kanna hvort lög hefðu verið brotin með þessu.

Auglýsing

Nýr hluta­bréfa­mark­aður að mót­astEftir hið ævin­týra­lega hrun hluta­bréfa­mark­að­ar­ins haustið 2008, þegar hann féll nær allur saman sam­hliða falli Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans, hefur orðið til nýr hluta­bréfa­mark­aður þar sem gjör­ó­líkar áherslur heldur en fyrir hrun ein­kenna rekst­ur. Þá var aðgengi að fjár­magni gott og mik­ill þrýst­ingur frá fjár­festum á vöxt félaga og stækkun efna­hags­reikn­ings, ekki síst með skuld­settum yfir­tök­um. Nú er öldin önn­ur. Trygg­inga­fé­lögin TM, VÍS og Sjóvá hafa til dæmis litla sem enga vaxt­ar­mögu­leika hér á landi nema með því að stækka mark­aðs­hlut­deild á kostnað hlut­­deildar sam­keppn­is­að­ila. Reyndin hefur verið sú að veiga­litlar breyt­ingar hafa orðið á hlut­deild félag­anna. Rekst­ur­inn er í traustum skorðum og er áhersla fremur á arð­greiðslur til hlut­hafa. Það sama má segja um N1 og Haga. Vaxt­ar­mögu­leikar eru litlir sem engir en stöð­ugur rekstur sem skilar hlut­höfum arði er fyrir hendi.

Gríð­ar­leg ávöxtun í skjóli fjár­magns­haftaFrá hruni hefur mark­aðsvirði skráðra félaga auk­ist mik­ið, marg­fald­ast raunar í sumum til­vik­um. Þannig var skrán­ing­ar­­gengi fyrsta félags­ins á markað eftir hrun­ið, Haga, 13,5 við skrán­ingu á markað en er nú 45,5. Það sama má segja um Icelanda­ir, sem var end­ur­skráð á markað á geng­inu 2,5 eftir hrunið en gengi félags­ins í kaup­höll­inni nú er 17,7. Við­mæl­endur Kjarn­ans á fjár­mála­mark­aði eru á einu máli um að fjár­magns­höftin hafi haft mikil áhrif á mark­að­inn til þess að byrja með, þar sem mik­ill þrýst­ingur hafi verið á skrán­ingar félaga með góðan rekstr­ar­grund­völl eftir hrun­ið, ekki síst til að mæta fjár­fest­ing­ar­þörf líf­eyr­is­sjóð­anna á mark­aðn­um. Þetta hafi leitt til mik­illar hækk­unar bréfa þegar mark­að­ur­inn var að spyrna sér frá botn­in­um. Í hverjum mán­uði þurfa líf­eyr­is­sjóð­irnir að fjár­festa fyrir 12 til 13 millj­arða króna til þess ávaxta fé sjóð­fé­laga og því skiptir máli að fjár­fest­ingarkostir séu til stað­ar. Þrýst­ing­ur­inn á fjár­fest­ing­ar­mögu­leika í kaup­höll­inni var ekki síst úr þess­ari átt, enda líf­eyr­is­sjóð­irnir lang­sam­lega umsvifa­mestu fjár­­­festar á mark­aði, heilt á lit­ið.

Blikur á loftiEftir miklar hækk­anir á gengi hluta­bréfa hefur hægt á þessum miklu hækk­unum og mark­að­ur­inn sýnt eðli­legri verð­mynd­un, þó að sveiflur í veltu hafi verið mun meiri en á öðrum mörk­uðum á Norð­ur­lönd­unum eða víð­ar. Ástæðan er ekki síst sú að mark­að­ur­inn á Íslandi er dverg­vax­inn í næstum öllum sam­an­burði og býr ekki við alþjóð­legar fjár­magns­hreyf­ingar milli landa, en félög sem skrá sig á markað erlendis gera það ekki síst til þess að ná til alþjóð­legra fjár­festa og tengj­ast nýjum mörk­uð­um.

Eftir því sem ströng fjár­magns­höft verða leng­ur, þeim mun erf­ið­ara verður fyrir fjár­festa að átta sig á verð­lagn­ingu á mark­aðn­um, hvort sem um hluta- eða skulda­bréf er að ræða. Við­mæl­endur Kjarn­ans á fjár­mála­mark­aði sögðu höftin vera farin að hafa veru­leg áhrif á mark­aði, fé leit­aði inn á fast­eigna­markað í meiri mæli en í eðli­legu árferði og veru­leg hætta væri á verð­bólu. Þá er farið að bera á því að fjár­festar séu að taka skort­stöðu gegn félögum á mark­aði þar sem veðjað er á lækkun á gengi bréfa, t.d. sam­hliða rýmkun fjár­magns­hafta.

Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir enn hvenær fjár­magns­höft verða rýmkuð eða afnumin eru fjár­fest­ar, í litlum mæli þó, farnir að horfa til þess að eigna­verð gæti lækkað þegar opnað verður fyrir nýjar leiðir til fjár­fest­inga úr land­inu. Grein­ingar frá sér­fræð­ingum grein­ing­ar­deilda bank­anna hafa þó ekki gefið til kynna að félögin séu yfir­verð­lögð, nema í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum þar sem sú ráð­gjöf er veitt að selja bréf­in. Rekstr­ar­kenni­tölur þykja ekki benda til yfir­verð­lagn­ingar að mati sér­fræð­ing­anna. En það er með rekstr­ar­kenni­töl­urnar eins og verð­lagn­ingu á vörum almennt innan strangra fjár­magns­hafta; það er erfitt að greina hvað er rétt og rangt.

Úttektin birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann í heild sinni hér.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None