Mengun sem kostar okkur heilsu og mikla fjármuni

hellisheidi_0-1.jpg
Auglýsing

Brenni­steins­vetn­is­mengun er ekki til umræðu á hverjum degi. Samt telja margir sér­fræð­ingar að losun brenni­steins­vetnis út í and­rúms­loftið og nei­kvæð áhrif þess á loft­gæði sé eitt stærsta umhverf­is­vanda­mál sem höf­uð­borg­ar­svæðið glímir við. Á síð­ast­liðnum ára­tug hafa Hell­is­heið­ar- og Nesja­valla­virkj­un, virkj­anir Orku­veitu Reykja­víkur sem standa í útjaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sam­tals losað um 198 þús­und tonn af brenni­steins­vetni út í and­rúms­loft­ið. Hags­muna­að­ila deilir á um lang­tíma­á­hrif af brenni­steins­vetn­is­meng­un.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son umhverf­is­ráð­herra sagði til að mynda á Alþingi í apríl að lítið væri vitað um áhrif brenni­steins­­vetnis á heilsu­far. Ýmsir sér­fræð­ingar sem hafa rann­sakað mögu­leg áhrif meng­un­ar­innar telja miklar líkur til þess að hún sé sam­fé­lag­inu afar dýr, bæði vegna áhrifa á heilsu fólks og gróður og ekki síður vegna tær­ingar málma. Þessi kostn­aður sé ekki inni­fal­inn í því verði sem rukkað er fyrir ork­una sem verin fram­leiða. Því sé risa­vaxin til­raun í gangi sem gæti á end­anum verið sam­­fé­lag­inu afar dýr.

almennt_05_06_2014

Auglýsing

Heilsu­fars­legur og fjár­hags­legur kostn­aðurÞeir sem hafa gagn­rýnt los­un­ina og fram­göngu Orku­veit­unnar í mál­inu hafa bent á að hægt hafi verið að kaupa hreins­un­ar­búnað sem sannað hefur nota­gildi sitt og nær að tak­marka útblástur brenni­steins­vetnis nán­ast að fullu. Slíkur bún­aður var hins vegar ekki keyptur þegar virkj­anir Orku­veit­unnar voru reist­ar.

Gagn­rýnendur segja að þessum kostn­aði, sem Orku­veitan hefði átt að sitja uppi með, sé velt yfir á sam­fé­lag­ið. Hann sé veru­legur út frá heilsu­fars­legu sjón­ar­miði. Þessi skoðun kom meðal ann­ars fram í grein Jóns Örv­ars G. Jóns­sonar umhverf­is­­fræð­ings sem birt­ist í Frétta­blað­inu 23. maí síð­ast­lið­inn. Börn Jóns Örv­ars ganga í skóla í Lækj­ar­botni, sem fjallað er um sér­stak­lega í þess­ari úttekt.

Hún kom líka mjög skýrt fram í erindi sem María Maack, dokt­or­snemi í vist­hag­fræði, flutti á ráð­stefnu FUMÍ um brenni­steins­vetni 25. sept­em­ber í fyrra.

Yf­ir­skrift erind­is­ins var „Áætl­aður úthrifs­kostn­aður brenni­steins“, en úthrif er sá kostn­aður sem ekki er rukkað fyrir í verði vöru eða þjón­ustu, en lendir á sam­fé­lag­inu í heild sinni, ann­að­hvort núlif­andi með­limum þess eða kom­andi kyn­slóð­um.

Í erindi sínu rekur María mögu­leg heilsu­fars­leg, gróð­ur­far­s­­leg og fjár­hags­leg áhrif brenni­steins­vetn­is. Sýnt hefur verið fram á að rýrnun loft­gæða vegna útblást­urs brenni­steins­vetnis geti valdið önd­un­ar­færa­kvillum á borð við astma og vís­bend­ingar eru sagðar um að það geti í litlum skömmtum haft áhrif á tauga­kerfi manna. Lang­tíma­á­hrif útblást­urs­ins hafa þó ekki verið rann­sókuð nægi­lega mikið og því liggur ekki fyrir hvort þau eru mjög skað­leg eða ekki.

Í erindi Maríu eru færð rök fyrir því að útblást­ur­inn geti líka valdið sam­fé­lag­inu tölu­verðum fjár­hags­legum skaða. Þannig ryðgi báru­járn hrað­ar, ýmis raf­tæki bili oft­ar, möstur end­ist skemur og svo fram­veg­is. Þá telja hljóð­menn að brenni­steins­mengun orsaki mjög hraða tær­ingu á efnum á borð við kopar og silf­ur. Mbl.is fjall­aði ítar­lega um það mál fyrir um ári. María setti upp kostn­að­ar- og ábata­­grein­ingu þar sem ábat­inn var þau úthrif sem kom­ist væri hjá ef virkj­an­irnar hefðu sett upp hreins­un­ar­búnað sem kost­aði 2,2 millj­arða króna strax í upp­hafi og afskrifað hann á 50 árum. Hún komst að þeirri nið­ur­stöðu, miðað við gefnar for­send­ur, að það myndi borga sig upp á innan við tíu árum að hafa sett upp bún­að­inn til að hreinsa brenni­steins­vetnið frá. Sé sú nið­ur­staða rétt er fjár­hags­legur sam­fé­lags­legur kostn­aður af því að hreins­un­ar­bún­aður var ekki settur upp nokkur hund­ruð millj­ónir króna á ári.

Þetta er brot út ítar­legri úttekt Kjarn­ans á mál­inu. Lestu hana í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None