Mengun sem kostar okkur heilsu og mikla fjármuni

hellisheidi_0-1.jpg
Auglýsing

Brenni­steins­vetn­is­mengun er ekki til umræðu á hverjum degi. Samt telja margir sér­fræð­ingar að losun brenni­steins­vetnis út í and­rúms­loftið og nei­kvæð áhrif þess á loft­gæði sé eitt stærsta umhverf­is­vanda­mál sem höf­uð­borg­ar­svæðið glímir við. Á síð­ast­liðnum ára­tug hafa Hell­is­heið­ar- og Nesja­valla­virkj­un, virkj­anir Orku­veitu Reykja­víkur sem standa í útjaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sam­tals losað um 198 þús­und tonn af brenni­steins­vetni út í and­rúms­loft­ið. Hags­muna­að­ila deilir á um lang­tíma­á­hrif af brenni­steins­vetn­is­meng­un.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son umhverf­is­ráð­herra sagði til að mynda á Alþingi í apríl að lítið væri vitað um áhrif brenni­steins­­vetnis á heilsu­far. Ýmsir sér­fræð­ingar sem hafa rann­sakað mögu­leg áhrif meng­un­ar­innar telja miklar líkur til þess að hún sé sam­fé­lag­inu afar dýr, bæði vegna áhrifa á heilsu fólks og gróður og ekki síður vegna tær­ingar málma. Þessi kostn­aður sé ekki inni­fal­inn í því verði sem rukkað er fyrir ork­una sem verin fram­leiða. Því sé risa­vaxin til­raun í gangi sem gæti á end­anum verið sam­­fé­lag­inu afar dýr.

almennt_05_06_2014

Auglýsing

Heilsu­fars­legur og fjár­hags­legur kostn­aðurÞeir sem hafa gagn­rýnt los­un­ina og fram­göngu Orku­veit­unnar í mál­inu hafa bent á að hægt hafi verið að kaupa hreins­un­ar­búnað sem sannað hefur nota­gildi sitt og nær að tak­marka útblástur brenni­steins­vetnis nán­ast að fullu. Slíkur bún­aður var hins vegar ekki keyptur þegar virkj­anir Orku­veit­unnar voru reist­ar.

Gagn­rýnendur segja að þessum kostn­aði, sem Orku­veitan hefði átt að sitja uppi með, sé velt yfir á sam­fé­lag­ið. Hann sé veru­legur út frá heilsu­fars­legu sjón­ar­miði. Þessi skoðun kom meðal ann­ars fram í grein Jóns Örv­ars G. Jóns­sonar umhverf­is­­fræð­ings sem birt­ist í Frétta­blað­inu 23. maí síð­ast­lið­inn. Börn Jóns Örv­ars ganga í skóla í Lækj­ar­botni, sem fjallað er um sér­stak­lega í þess­ari úttekt.

Hún kom líka mjög skýrt fram í erindi sem María Maack, dokt­or­snemi í vist­hag­fræði, flutti á ráð­stefnu FUMÍ um brenni­steins­vetni 25. sept­em­ber í fyrra.

Yf­ir­skrift erind­is­ins var „Áætl­aður úthrifs­kostn­aður brenni­steins“, en úthrif er sá kostn­aður sem ekki er rukkað fyrir í verði vöru eða þjón­ustu, en lendir á sam­fé­lag­inu í heild sinni, ann­að­hvort núlif­andi með­limum þess eða kom­andi kyn­slóð­um.

Í erindi sínu rekur María mögu­leg heilsu­fars­leg, gróð­ur­far­s­­leg og fjár­hags­leg áhrif brenni­steins­vetn­is. Sýnt hefur verið fram á að rýrnun loft­gæða vegna útblást­urs brenni­steins­vetnis geti valdið önd­un­ar­færa­kvillum á borð við astma og vís­bend­ingar eru sagðar um að það geti í litlum skömmtum haft áhrif á tauga­kerfi manna. Lang­tíma­á­hrif útblást­urs­ins hafa þó ekki verið rann­sókuð nægi­lega mikið og því liggur ekki fyrir hvort þau eru mjög skað­leg eða ekki.

Í erindi Maríu eru færð rök fyrir því að útblást­ur­inn geti líka valdið sam­fé­lag­inu tölu­verðum fjár­hags­legum skaða. Þannig ryðgi báru­járn hrað­ar, ýmis raf­tæki bili oft­ar, möstur end­ist skemur og svo fram­veg­is. Þá telja hljóð­menn að brenni­steins­mengun orsaki mjög hraða tær­ingu á efnum á borð við kopar og silf­ur. Mbl.is fjall­aði ítar­lega um það mál fyrir um ári. María setti upp kostn­að­ar- og ábata­­grein­ingu þar sem ábat­inn var þau úthrif sem kom­ist væri hjá ef virkj­an­irnar hefðu sett upp hreins­un­ar­búnað sem kost­aði 2,2 millj­arða króna strax í upp­hafi og afskrifað hann á 50 árum. Hún komst að þeirri nið­ur­stöðu, miðað við gefnar for­send­ur, að það myndi borga sig upp á innan við tíu árum að hafa sett upp bún­að­inn til að hreinsa brenni­steins­vetnið frá. Sé sú nið­ur­staða rétt er fjár­hags­legur sam­fé­lags­legur kostn­aður af því að hreins­un­ar­bún­aður var ekki settur upp nokkur hund­ruð millj­ónir króna á ári.

Þetta er brot út ítar­legri úttekt Kjarn­ans á mál­inu. Lestu hana í heild sinni hér.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None