Mengun sem kostar okkur heilsu og mikla fjármuni

hellisheidi_0-1.jpg
Auglýsing

Brennisteinsvetnismengun er ekki til umræðu á hverjum degi. Samt telja margir sérfræðingar að losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið og neikvæð áhrif þess á loftgæði sé eitt stærsta umhverfisvandamál sem höfuðborgarsvæðið glímir við. Á síðastliðnum áratug hafa Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun, virkjanir Orkuveitu Reykjavíkur sem standa í útjaðri höfuðborgarsvæðisins, samtals losað um 198 þúsund tonn af brennisteinsvetni út í andrúmsloftið. Hagsmunaaðila deilir á um langtíma­áhrif af brennisteinsvetnismengun.

Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis­ráðherra sagði til að mynda á Alþingi í apríl að lítið væri vitað um áhrif brennisteins­vetnis á heilsufar. Ýmsir sérfræðingar sem hafa rann­sakað möguleg áhrif mengunarinnar telja miklar líkur til þess að hún sé samfélaginu afar dýr, bæði vegna áhrifa á heilsu fólks og gróður og ekki síður vegna tæringar málma. Þessi kostnaður sé ekki innifalinn í því verði sem rukkað er fyrir orkuna sem verin framleiða. Því sé risavaxin tilraun í gangi sem gæti á endanum verið sam­félaginu afar dýr.

almennt_05_06_2014

Heilsufarslegur og fjárhagslegur kostnaður


Þeir sem hafa gagnrýnt losunina og framgöngu Orkuveitunnar í málinu hafa bent á að hægt hafi verið að kaupa hreinsunarbúnað sem sannað hefur notagildi sitt og nær að takmarka útblástur brennisteinsvetnis nánast að fullu. Slíkur búnaður var hins vegar ekki keyptur þegar virkjanir Orkuveitunnar voru reistar.
Gagnrýnendur segja að þessum kostnaði, sem Orkuveitan hefði átt að sitja uppi með, sé velt yfir á samfélagið. Hann sé verulegur út frá heilsufarslegu sjónarmiði. Þessi skoðun kom meðal annars fram í grein Jóns Örvars G. Jónssonar umhverfis­fræðings sem birtist í Fréttablaðinu 23. maí síðast­liðinn. Börn Jóns Örvars ganga í skóla í Lækjarbotni, sem fjallað er um sérstaklega í þessari úttekt.

Auglýsing

Hún kom líka mjög skýrt fram í erindi sem María Maack, doktorsnemi í visthagfræði, flutti á ráðstefnu FUMÍ um brennisteinsvetni 25. september í fyrra.
Yfirskrift erindisins var „Áætlaður úthrifskostnaður brennisteins“, en úthrif er sá kostnaður sem ekki er rukkað fyrir í verði vöru eða þjónustu, en lendir á samfélaginu í heild sinni, annaðhvort núlifandi meðlimum þess eða komandi kynslóðum.

Í erindi sínu rekur María möguleg heilsufarsleg, gróðurfars­leg og fjárhagsleg áhrif brennisteinsvetnis. Sýnt hefur verið fram á að rýrnun loftgæða vegna útblásturs brennisteinsvetnis geti valdið öndunarfærakvillum á borð við astma og vísbendingar eru sagðar um að það geti í litlum skömmtum haft áhrif á taugakerfi manna. Langtímaáhrif útblástursins hafa þó ekki verið rannsókuð nægilega mikið og því liggur ekki fyrir hvort þau eru mjög skaðleg eða ekki.

Í erindi Maríu eru færð rök fyrir því að útblásturinn geti líka valdið samfélaginu töluverðum fjárhagslegum skaða. Þannig ryðgi bárujárn hraðar, ýmis raftæki bili oftar, möstur endist skemur og svo framvegis. Þá telja hljóðmenn að brennisteinsmengun orsaki mjög hraða tæringu á efnum á borð við kopar og silfur. Mbl.is fjallaði ítarlega um það mál fyrir um ári. María setti upp kostnaðar- og ábata­greiningu þar sem ábatinn var þau úthrif sem komist væri hjá ef virkjanirnar hefðu sett upp hreinsunarbúnað sem kostaði 2,2 milljarða króna strax í upphafi og afskrifað hann á 50 árum. Hún komst að þeirri niðurstöðu, miðað við gefnar forsendur, að það myndi borga sig upp á innan við tíu árum að hafa sett upp búnaðinn til að hreinsa brennisteinsvetnið frá. Sé sú niðurstaða rétt er fjárhagslegur samfélagslegur kostnaður af því að hreinsunarbúnaður var ekki settur upp nokkur hundruð milljónir króna á ári.

Þetta er brot út ítarlegri úttekt Kjarnans á málinu. Lestu hana í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None