Mengun sem kostar okkur heilsu og mikla fjármuni

hellisheidi_0-1.jpg
Auglýsing

Brenni­steins­vetn­is­mengun er ekki til umræðu á hverjum degi. Samt telja margir sér­fræð­ingar að losun brenni­steins­vetnis út í and­rúms­loftið og nei­kvæð áhrif þess á loft­gæði sé eitt stærsta umhverf­is­vanda­mál sem höf­uð­borg­ar­svæðið glímir við. Á síð­ast­liðnum ára­tug hafa Hell­is­heið­ar- og Nesja­valla­virkj­un, virkj­anir Orku­veitu Reykja­víkur sem standa í útjaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sam­tals losað um 198 þús­und tonn af brenni­steins­vetni út í and­rúms­loft­ið. Hags­muna­að­ila deilir á um lang­tíma­á­hrif af brenni­steins­vetn­is­meng­un.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son umhverf­is­ráð­herra sagði til að mynda á Alþingi í apríl að lítið væri vitað um áhrif brenni­steins­­vetnis á heilsu­far. Ýmsir sér­fræð­ingar sem hafa rann­sakað mögu­leg áhrif meng­un­ar­innar telja miklar líkur til þess að hún sé sam­fé­lag­inu afar dýr, bæði vegna áhrifa á heilsu fólks og gróður og ekki síður vegna tær­ingar málma. Þessi kostn­aður sé ekki inni­fal­inn í því verði sem rukkað er fyrir ork­una sem verin fram­leiða. Því sé risa­vaxin til­raun í gangi sem gæti á end­anum verið sam­­fé­lag­inu afar dýr.

almennt_05_06_2014

Auglýsing

Heilsu­fars­legur og fjár­hags­legur kostn­aðurÞeir sem hafa gagn­rýnt los­un­ina og fram­göngu Orku­veit­unnar í mál­inu hafa bent á að hægt hafi verið að kaupa hreins­un­ar­búnað sem sannað hefur nota­gildi sitt og nær að tak­marka útblástur brenni­steins­vetnis nán­ast að fullu. Slíkur bún­aður var hins vegar ekki keyptur þegar virkj­anir Orku­veit­unnar voru reist­ar.

Gagn­rýnendur segja að þessum kostn­aði, sem Orku­veitan hefði átt að sitja uppi með, sé velt yfir á sam­fé­lag­ið. Hann sé veru­legur út frá heilsu­fars­legu sjón­ar­miði. Þessi skoðun kom meðal ann­ars fram í grein Jóns Örv­ars G. Jóns­sonar umhverf­is­­fræð­ings sem birt­ist í Frétta­blað­inu 23. maí síð­ast­lið­inn. Börn Jóns Örv­ars ganga í skóla í Lækj­ar­botni, sem fjallað er um sér­stak­lega í þess­ari úttekt.

Hún kom líka mjög skýrt fram í erindi sem María Maack, dokt­or­snemi í vist­hag­fræði, flutti á ráð­stefnu FUMÍ um brenni­steins­vetni 25. sept­em­ber í fyrra.

Yf­ir­skrift erind­is­ins var „Áætl­aður úthrifs­kostn­aður brenni­steins“, en úthrif er sá kostn­aður sem ekki er rukkað fyrir í verði vöru eða þjón­ustu, en lendir á sam­fé­lag­inu í heild sinni, ann­að­hvort núlif­andi með­limum þess eða kom­andi kyn­slóð­um.

Í erindi sínu rekur María mögu­leg heilsu­fars­leg, gróð­ur­far­s­­leg og fjár­hags­leg áhrif brenni­steins­vetn­is. Sýnt hefur verið fram á að rýrnun loft­gæða vegna útblást­urs brenni­steins­vetnis geti valdið önd­un­ar­færa­kvillum á borð við astma og vís­bend­ingar eru sagðar um að það geti í litlum skömmtum haft áhrif á tauga­kerfi manna. Lang­tíma­á­hrif útblást­urs­ins hafa þó ekki verið rann­sókuð nægi­lega mikið og því liggur ekki fyrir hvort þau eru mjög skað­leg eða ekki.

Í erindi Maríu eru færð rök fyrir því að útblást­ur­inn geti líka valdið sam­fé­lag­inu tölu­verðum fjár­hags­legum skaða. Þannig ryðgi báru­járn hrað­ar, ýmis raf­tæki bili oft­ar, möstur end­ist skemur og svo fram­veg­is. Þá telja hljóð­menn að brenni­steins­mengun orsaki mjög hraða tær­ingu á efnum á borð við kopar og silf­ur. Mbl.is fjall­aði ítar­lega um það mál fyrir um ári. María setti upp kostn­að­ar- og ábata­­grein­ingu þar sem ábat­inn var þau úthrif sem kom­ist væri hjá ef virkj­an­irnar hefðu sett upp hreins­un­ar­búnað sem kost­aði 2,2 millj­arða króna strax í upp­hafi og afskrifað hann á 50 árum. Hún komst að þeirri nið­ur­stöðu, miðað við gefnar for­send­ur, að það myndi borga sig upp á innan við tíu árum að hafa sett upp bún­að­inn til að hreinsa brenni­steins­vetnið frá. Sé sú nið­ur­staða rétt er fjár­hags­legur sam­fé­lags­legur kostn­aður af því að hreins­un­ar­bún­aður var ekki settur upp nokkur hund­ruð millj­ónir króna á ári.

Þetta er brot út ítar­legri úttekt Kjarn­ans á mál­inu. Lestu hana í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None