Blóðbað í Chicago - Sjö drepnir um helgina, þar af einn sjö ára drengur

h_51839826-1.jpg
Auglýsing

Að minnsta kosti 40 manns særð­ust og sjö féllu í skotárásum sem áttu sér stað í Chicago-­borg um helg­ina, en Banda­ríkja­menn fögn­uðu þjóð­há­tíð­ar­degi sínum á laug­ar­dag­inn, þann 4. júlí. Frétta­stöðin CNN greinir frá mál­inu.

Um er að ræða tíma­bilið frá morgni föstu­dags til síð­degis á sunnu­dag, en á meðal þeirra sem létu lífið um helg­ina í Chicago var sjö ára dreng­ur. Hann varð fyrir byssu­kúlu sem var ætluð föður hans, sem er hátt­settur klíku­með­limur í borg­inni. Faðir hans hafði verið hand­tek­inn 45 sinnum og var með langa saka­skrá. Feðgarnir voru að fylgj­ast með flug­elda­sýn­ingu á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn þegar þeir og aðrir við­staddir lentu skyndi­lega í byssu­kúlna­regni.

Lög­reglu­yf­ir­völd í Chicago hafa und­an­farin ár átt í harðri bar­áttu við klíkur í suð­ur­hluta borg­ar­inn­ar, sem er fátæk­asta svæði vinda­sömu borg­ar­innar við Michig­an-­vatn. Chicago er með hættu­legri borgum Banda­ríkj­anna og með eina hæstu morð­tíðn­ina.

Auglýsing

„Kerfið okkar er bil­að“Í suð­ur­hluta borg­ar­innar er byssu­eign mjög útbreidd og hefur lög­regla ráð­ist í sér­stakt átak til að fækka byssum á götum borg­ar­inn­ar. Frá því á föstu­dags­morgun hafa lag­anna verðir hald­lagt eitt skot­vopn á hverri klukku­stund.

„Kerfið okkar er bil­að, og við þurfum að gera við það,“ hefur CNN eftir lög­reglu­stjór­anum Garry McCarthy. „Glæpa­menn ótt­ast ekki rétt­ar­kerf­ið, og því þarf að breyta. Við verðum að hefta flæði skot­vopna til borg­ar­inn­ar. Ef þeir ótt­ast ekki við­ur­lögin að vera með ólög­legt skot­vopn, þá er eitt­hvað að.“

Þrátt fyrir blóð­uga þjóð­há­tíð­ar­helgi í Chicago, voru skotárás­irnar 64 tals­ins á sama tíma­bili í fyrra. Þá slös­uð­ust 69 og fimmtán létu líf­ið.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None