Blóðugasti niðurskurður í sögu RÚV framundan - þjónusta verulega skert

15997511475-d225463e7d-z.jpg
Auglýsing

Stjórn RÚV í heild sinni, Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri, og fram­kvæmda­stjóri félags­ins mættu á fund fjár­laga­nefndar Alþingis síð­degis í gær. Á fund­inum ítrek­aði stjórn RÚV ósk sína að fallið yrði frá fyr­ir­hug­aðri lækkun útvarps­gjalds­ins, svo hægt verði að tryggja áfram­hald­andi starf­semi félags­ins. Að óbreyttu stefnir í blóð­ug­asta nið­ur­skurð í sögu RÚV. Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því hvað fram fór á fundi fjár­laga­nefnd­ar, þar sem nefndin leit­aði upp­lýs­inga um hvaða áhrif fyr­ir­huguð lækkun útvarps­gjalds­ins myndi hafa á rekstur RÚV. Á fund­inum brugðu full­trúar RÚV upp mynd af umfangi þess nið­ur­skurðar sem félagið stendur frammi fyrir að óbreyttu.

Á sama tíma og stjórn RÚV ræddi við fjár­laga­nefnd komu nokkur hund­ruð manns saman á Aust­ur­velli til að krefj­ast þess að stjórn­völd falli frá lækkun útvarps­gjalds­ins.

Árlegur nið­ur­skurður upp á 700 millj­ónir



Að óbreyttu mun útvarps­gjaldið lækka um ára­mótin úr 19.400 krónum niður í 17.800 krón­ur, og svo aft­ur 1. jan­úar árið 2016 ­niður í 16.400 krón­ur. Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árið 2015 fær félagið 3,5 millj­arða króna úr rík­is­sjóði til rekst­urs­ins, sem er 119 millj­ónum króna meira en á yfir­stand­andi ári til að mæta verð­lags­breyt­ing­um. Þá fær félagið auka­fram­lag upp á 181 milljón króna úr rík­is­sjóði, með skil­yrðum þó, meðal ann­ars að vaxta­greiðslur RÚV verði lækk­að­ar.

„­Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans ­gerir rekstr­ar­á­ætlun RÚV ráð fyrir að fyr­ir­huguð lækkun útvarps­gjalds­ins muni leiða til nauð­syn­legs nið­ur­skurðar í rekstri félags­ins fyr­ir­ hátt í 700 millj­ónir króna á ári.“

Auglýsing

Með lækkun útvarps­gjalds­ins um ára­mótin er hins vegar áætlað að rík­is­sjóður verði af um 300 millj­ónum króna. Eins og fram hefur komið er RÚV yfir­skuld­sett, að megn­inu til vegna gam­alla líf­eyr­is­sjóðs­skuld­bind­inga, og getur ekki staðið undir fjár­hags­legum skuld­bind­ingum sín­um.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans ­gerir rekstr­ar­á­ætlun RÚV ráð fyrir að fyr­ir­huguð lækkun útvarps­gjalds­ins muni leiða til nauð­syn­legs nið­ur­skurðar í rekstri félags­ins fyr­ir­ hátt í 700 millj­ónir króna á ári. Rekstr­ar­á­ætl­unin hefur verið yfir­farin af óháðum aðil­um, að því er heim­ildir Kjarn­ans herma.

Til að rétta af efna­hag félags­ins und­ir­býr RÚV nú sölu á lóð­inni við útvarps­húsið við Efsta­leiti, sem borg­ar­ráð Reykja­víkur sam­þykkti nýverið að skipu­leggja undir íbúða­byggð. Til stendur að nota sölu­and­virðið til að borga niður skuldir félags­ins, og þá er einnig til skoð­unar að selja útvarps­húsið sjálft. Ingvi Hrafn Ósk­ars­son stjórn­ar­for­maður RÚV og Magnús Geir Þórð­ar­son, útvarps­stjóri, hafa sag­t að óskert og óbreytt útvarps­gjald myndi standa undir rekstri félags­ins, gangi fyr­ir­huguð eigna­sala eft­ir. Fram hefur komið að þrátt fyrir sölu á eignum RÚV, þarf félagið óbreytt útvarps­gjald til að standa undir lög­bundnum skyldum sín­um.

Þjóðin mun finna veru­lega fyrir skertri þjón­ustu



Stjórn RÚV, sem skipuð er tíu full­trúum sem til­nefndir eru af Alþingi þvert á flokka, eru ein­huga í afstöðu sinni til fjár­hags­stöðu félags­ins. Á fundi fjár­laga­nefndar Alþingis í gær kom fram í máli full­trú­a RÚV að gangi fjár­laga­frum­varpið eftir muni það kalla á umfangs­mikla upp­stokkun á hlut­verki RÚV og nauð­syn­legan nið­ur­skurð af þeirri stærð­argráðu sem ekki hefur áður sést í sögu félags­ins. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans vör­uðu full­trúar RÚV við því að breyt­ingin feli í sér svo mikla skerð­ingu á þjón­ustu að félagið muni ekki geta staðið undir lög­bundum skyldum sínum og lík­legt væri að þjóðin myndi bregð­ast illa við þegar umfang nauð­syn­legs nið­ur­skurðar liggur fyr­ir­. Ekki verði lengra gengið í hag­ræð­ingu, nú væri ekk­ert eftir nema kjarna­starf­semi félags­ins og því ein­ungis hægt að bregð­ast við stöð­unni með því að skera í burtu ákveðna þætti í þjón­ustu RÚV.

Stjórnendur RÚV telja að niðurskurðaraðgerðir félagsins muni vekja viðbrögð á meðal almennings. Þjóðin muni finna verulega fyrir skertri þjónustu RÚV. Stjórn­endur RÚV telja að nið­ur­skurð­ar­að­gerðir félags­ins muni vekja við­brögð á meðal almenn­ings. Þjóðin muni finna veru­lega fyrir skertri þjón­ustu RÚV.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur stjórn RÚV ekki enn hafið und­ir­bún­ing á yfir­vof­andi nið­ur­skurði hjá félag­inu, enda telur hún í verka­hring Alþingis að leggja línur í þeirri vinnu með hlið­sjón af umfangi breyt­ing­anna sem framundan eru á rekstri RÚV að óbreyttu. Ljóst er, miðað við stöð­una sem uppi er, að Alþingi þarf fyrst að taka ákvörðun um hvaða þættir í starf­semi RÚV skuli víkja og sam­hliða breyta útvarps­lög­um.

Upp­lýstu fjár­laga­nefnd um umfang nið­ur­skurð­ar­ins



Nefnd­ar­menn í fjár­laga­nefnd ósk­uðu eftir upp­lýs­ingum um af hvaða ­stærð­argráðu ­nauð­syn­legur nið­ur­skurður yrði að óbreyttu. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans nefndu stjórn­endur RÚV að nið­ur­skurð­ur­inn væri svip­aður að umfangi og tvær Rás 1 og umtals­vert til vibót­ar, öll inn­lend dag­skrár­gerð í sjón­varpi eða allt frétta­svið RÚV en það sinn­ir frétt­u­m í öllum miðl­um, veðri, frétta­skýr­ing­ar­þáttum á borð við Kast­ljós og starf­semi á lands­byggð­inni.

„­Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og vara­for­maður fjár­laga­nefnd­ar, sagði í fréttum RÚV í gær að ekki komi til greina að falla frá lækkun útvarpsgjaldsins.“

Ljóst má vera að með brott­hvarfi Rásar 1, eða veru­legs sam­dráttar í inn­lendri dag­skrár­gerð í sjón­varpi, mun koma til veru­legrar skerð­ingar á menn­ing­ar­hlut­verki RÚV og fræðslu­efni mun minnka til muna. Þá myndi blóð­ugur nið­ur­skurður á frétta­sviði félags­ins hafa veru­legar skerð­ingar í för með sér á frétta- og örygg­is­hlut­verki RÚV og hætt við að stars­femi á lands­byggð­inni myndi drag­ast sam­an­ enn frek­ar. Tveir þættir í starf­semi RÚV standa hins vegar undir sér, það er Rás 2 og erlent sjón­varps­efni, hvort tveggja vegna aug­lýs­inga­tekna.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og vara­for­maður fjár­laga­nefnd­ar, sagði í fréttum RÚV í gær að ekki komi til greina að falla frá lækkun útvarps­gjalds­ins. Fjár­laga­nefnd mun ræða fjár­lög árs­ins 2015 á fundi sínum klukkan 14:00 í dag. Fjár­laga­frum­varpið verður svo afgreitt sem fjár­lög árs­ins 2015 eftir þriðju umræðu í þing­inu í næstu viku.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None