Karolina Fund: Frímann gengur nakinn til að safna fé fyrir dansverki

Fr--mann.jpg
Auglýsing

Þann 27. des­em­ber er áætlað að halda hátíð­ar­styrkt­ar­sýn­ingu á VIVID, nýju dans­verki eftir Unni Elísa­betu Gunn­ars­dótt­ur, til þess að safna fyrir launum lista­fólks­ins sem tekur þátt í verk­inu sem svo fer á sviðið í Þjóð­leik­hús­inu. Þessi sýn­ing verður ein­göngu haldin fyrir þá sem styrkja verk­efnið á Karol­ina Fund.

Óhætt er að lofa veislu fyrir augu og eyru. Bóhem­inn Frí­mann Gunn­ars­son leggur sitt lóð á voga­skál­arnar með því að bjóð­ast til að ganga nak­inn með aug­lýs­inga­skilti eitt sér til hlífð­ar. Auk þess sem Frí­mann verður gest­gjafi og flytur skemmti­dag­skrá fyrir sýn­ing­una.

Forsíða

Auglýsing

 Nú er rétti tíma­punkt­ur­innUnnur Elísa­bet, get­ur þú sagt okkur frá VIVID. Hvers vegna ákvaðstu að búa það til og hvert er þemað?

„VI­VID er sam­starfs­verk­efni lista­manna, ég sem dansinn, Viktor Orri Árna­don (úr Hjalta­lín) semur tón­list­ina og rúm­enska lista­konan Raluca Grada hannar bún­inga og leik­mynd. Svo taka fimm atvinnu­dans­arar þátt í sýn­ing­unni. Þemað í VIVID er að þora að brjót­ast út úr kass­an­um, að brjóta rammann sem maður getur verið fastur í. Að þora að taka áhætt­ur, að þora að lifa!  Mig hefur lengi langað til að fram­kvæma þessa hug­mynd og gera þetta verk.  Nú var rétti tíma­punkt­ur­inn, þá var bara látið vaða.  Þjóð­leik­húsið var svo gott að leyfa okkur að sýna í Kass­an­um, en við þurftum að fjár­magna laun lista­fólks­ins, þess vegna leit­uðum við til Karol­ina Fund."

https://vi­meo.com/113934252

 

Er nekt hin nýja söfn­un­ar­leiðFrí­mann Gunn­ars­son ætlar að ganga nak­inn niður Skóla­vörðu­stíg­inn, ein­ungis hul­inn aug­lýs­inga­spjöldum frá fyr­ir­tæki sem borgar 500 þús­und í söfn­un­ina. Er þetta kannski hin nýja leið lista­manna til þess að fá fyr­ir­tæki til að koma með fjár­magn inn í list­ræn verk­efni?

„Já, það er spurn­ing.  Að minnsta kosti var nógu erfitt að fá styrki og fjár­magn í fram­leiðsl­una, en um leið og þessi hug­mynd kom upp þá fengum við athygli og það eru þreif­ingar með að þetta verði að veru­leika, þannig að það er varla hægt að svara þess­ari spurn­ingu neit­and­i.  Þó að við séum ekki endi­lega að mæl­ast til þess að allir fari þessa leið.  Frí­mann myndi orða það þannig að þetta sé tákn­rænt fyrir stöðu lista­manns­ins, hann er nak­inn og ber­skjald­aður og má sín lít­ils gagn­vart mark­aðs­öfl­un­um. Hann ætlar lík­leg­ast þó að vera í skóm og sokkum og sam­kvæmt mínum heim­ildum er hann byrj­aður að hita upp sokk­ana."

Hvað er á döf­inni næst hjá þér? Hvað mun verk­efnið taka stóran part af lífi þínu og hvar getur fólk séð það?

„Það er nú það, það er ekk­ert ákveðið með fram­haldið eftir VIVID, svo­leiðis er stundum starf freelance lista­manns­ins, maður flýtur niður ána og sér hvað lífið færir manni næst. Við erum að æfa VIVID núna á fullu fram að frum­sýn­ingu, þannig að jóla­haldið verður meira og minna í Kass­anum í Þjóð­leik­hús­inu í þetta sinn.  En í anda verks­ins náum við mögu­lega að brjót­ast útúr Kass­anum eftir ára­mót.  Það sem tekur við kemur þá í ljós, við erum spennt að kom­ast að því hvað það verð­ur.  Von­anid mun ég takast á við fleiri svona skemmti­leg og krefj­andi verk­efni í fram­tíð­inn­i!"

Nán­ari upp­lýs­ingar og leið til þess að styrkja verk­efnið má nálg­ast hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Biðin eftir jólunum getur verið löng og ströng en félagssálfræðingur segir fullorðið fólk fullfært um að telja niður dagana og þurfi því ekki jóladagatöl líkt og börnin.
Fullorðna fólkið kann að telja og ætti ekki að þurfa jóladagatal
Jóladagatöl af ýmsu tagi hafa verið að festa sig í sessi á íslenskum markaði, rétt eins og afsláttardagar að bandarískri fyrirmynd. Prófessor í félagssálfræði segir fullorðið fólk kunna og telja og þurfi því ekki jóladagatöl.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiFréttir
None