Bloomberg: Ólíklegt að tilboði kröfuhafa um 334 milljarða króna framlag verði tekið

17980646824_c479abd0fa_b-1.jpg
Auglýsing

Ólík­legt er að íslensk stjórn­völd muni taka þeim til­boðum sem stærstu kröfu­hafar slita­búa Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans hafa lagt fram um að mæta settum stöð­ug­leika­skil­yrð­um. Þetta hefur Bloomberg-frétta­stofan eftir tveimur emb­ætt­is­mönnum sem tengj­ast ferl­inu.

Kröfu­hafar slita­bú­anna hafa þegar sam­þykkt að greiða 334 millj­arða króna sam­tals í stöð­ug­leika­fram­lag til að fá und­an­þágu frá fjár­magns­höftum og geta lokið við gerð nauða­samn­inga. Fram­lagið þarf að ríma við sett stöð­ug­leika­skil­yrði sem búin hafa sam­þykkt að mæta, og á að koma í veg fyrir að slit búanna skapi nei­kvæð áhrif á gengi og á gjald­eyr­is­forða Íslands.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans gengur mun betur að ganga frá stöð­ug­leika­fram­lagi slita­búa Lands­bank­ans og Kaup­þings en Glitn­is, sem er það bú sem sam­þykkt hefur að greiða lang­hæstu greiðsl­una í fram­lag, alls um 200 millj­arða króna.

Auglýsing

Slita­búin þurfa að ná að sann­færa Seðla­banka Íslands um að þau séu að mæta stöð­ug­leika­skil­yrð­un­um, fá und­an­þágu sína og klára nauða­samn­ings­gerð fyrir lok þessa árs. Tak­ist það ekki mun leggj­ast á 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur sem á að skila rík­inu um 850 millj­örðum króna.

Kjarn­inn fjall­aði um það nýverið að titr­ings gæti á meðal kröfu­hafa föllnu bank­anna um þessar mundir vegna tafa sem hafa orðið á ferl­inu.

Sig­mundur segir kröfu­hafa vera að brenna inni á tímaÍ frétt Bloomberg segir að stjórn­völd séu að miða við að stöð­ug­leika­fram­lagið þurfi að vera um 470 millj­arðar króna í útreikn­ingum sín­um, og því beri enn of mikið á milli. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra segir í sam­tali við Bloomberg að slita­búin séu að brenna inn­i á tíma við að klára sín mál. Hann sagði að hluti kröfu­hafa vær nær því að mæta stöð­ug­leika­skil­yrð­unum en aðr­ir, en vildi ekki útskýra það nán­ar.

Mikil gagn­rýni hefur verið á það upp­gjörs­ferli sem er í gangi og stefnt er að því að klára með greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags, sér­stak­lega vegna skorts á gagn­sæi. InDefence-hóp­ur­inn, sem Sig­mundur Davíð var einu sinni hluti af, hefur til að mynda sagt að að kröfu­hafar séu að fá ódýra leið út úr íslenskum höftum sem muni skerða lífs­kjör almenn­ings.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri virð­ist þó mun bjart­sýnni en margir aðrir á að það muni takast að ljúka nauða­samn­ings­gerð föllnu bank­anna fyrir ára­mót. Í bréfi sem hann skrif­aði InDefence-hópnum í sept­em­ber sagði hann að þau ð nauða­samn­ingum sem slitabú föllnu bank­anna þriggja hafa sent inn til Seðla­bank­ans upp­fylla „í stórum dráttum skil­yrði um stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um“ og tryggja fjár­mála­legan stöð­ug­leika í íslensku hag­kerf­i. Ýmis atriði þarf þó að skoða nán­ar, meðal ann­ars áhrif nauð­samn­ing­anna á á lausa­fjár­stöðu fjár­mála­fyr­ir­tækja og sölu­ferli Íslands­banka og Arion. „Sú skoðun er á loka­stigi og í fram­haldi af því gætu skap­ast for­sendur fyrir nán­ari opin­berri kynn­ing­u“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None