Bloomberg: Ólíklegt að tilboði kröfuhafa um 334 milljarða króna framlag verði tekið

17980646824_c479abd0fa_b-1.jpg
Auglýsing

Ólík­legt er að íslensk stjórn­völd muni taka þeim til­boðum sem stærstu kröfu­hafar slita­búa Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans hafa lagt fram um að mæta settum stöð­ug­leika­skil­yrð­um. Þetta hefur Bloomberg-frétta­stofan eftir tveimur emb­ætt­is­mönnum sem tengj­ast ferl­inu.

Kröfu­hafar slita­bú­anna hafa þegar sam­þykkt að greiða 334 millj­arða króna sam­tals í stöð­ug­leika­fram­lag til að fá und­an­þágu frá fjár­magns­höftum og geta lokið við gerð nauða­samn­inga. Fram­lagið þarf að ríma við sett stöð­ug­leika­skil­yrði sem búin hafa sam­þykkt að mæta, og á að koma í veg fyrir að slit búanna skapi nei­kvæð áhrif á gengi og á gjald­eyr­is­forða Íslands.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans gengur mun betur að ganga frá stöð­ug­leika­fram­lagi slita­búa Lands­bank­ans og Kaup­þings en Glitn­is, sem er það bú sem sam­þykkt hefur að greiða lang­hæstu greiðsl­una í fram­lag, alls um 200 millj­arða króna.

Auglýsing

Slita­búin þurfa að ná að sann­færa Seðla­banka Íslands um að þau séu að mæta stöð­ug­leika­skil­yrð­un­um, fá und­an­þágu sína og klára nauða­samn­ings­gerð fyrir lok þessa árs. Tak­ist það ekki mun leggj­ast á 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur sem á að skila rík­inu um 850 millj­örðum króna.

Kjarn­inn fjall­aði um það nýverið að titr­ings gæti á meðal kröfu­hafa föllnu bank­anna um þessar mundir vegna tafa sem hafa orðið á ferl­inu.

Sig­mundur segir kröfu­hafa vera að brenna inni á tímaÍ frétt Bloomberg segir að stjórn­völd séu að miða við að stöð­ug­leika­fram­lagið þurfi að vera um 470 millj­arðar króna í útreikn­ingum sín­um, og því beri enn of mikið á milli. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra segir í sam­tali við Bloomberg að slita­búin séu að brenna inn­i á tíma við að klára sín mál. Hann sagði að hluti kröfu­hafa vær nær því að mæta stöð­ug­leika­skil­yrð­unum en aðr­ir, en vildi ekki útskýra það nán­ar.

Mikil gagn­rýni hefur verið á það upp­gjörs­ferli sem er í gangi og stefnt er að því að klára með greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags, sér­stak­lega vegna skorts á gagn­sæi. InDefence-hóp­ur­inn, sem Sig­mundur Davíð var einu sinni hluti af, hefur til að mynda sagt að að kröfu­hafar séu að fá ódýra leið út úr íslenskum höftum sem muni skerða lífs­kjör almenn­ings.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri virð­ist þó mun bjart­sýnni en margir aðrir á að það muni takast að ljúka nauða­samn­ings­gerð föllnu bank­anna fyrir ára­mót. Í bréfi sem hann skrif­aði InDefence-hópnum í sept­em­ber sagði hann að þau ð nauða­samn­ingum sem slitabú föllnu bank­anna þriggja hafa sent inn til Seðla­bank­ans upp­fylla „í stórum dráttum skil­yrði um stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um“ og tryggja fjár­mála­legan stöð­ug­leika í íslensku hag­kerf­i. Ýmis atriði þarf þó að skoða nán­ar, meðal ann­ars áhrif nauð­samn­ing­anna á á lausa­fjár­stöðu fjár­mála­fyr­ir­tækja og sölu­ferli Íslands­banka og Arion. „Sú skoðun er á loka­stigi og í fram­haldi af því gætu skap­ast for­sendur fyrir nán­ari opin­berri kynn­ing­u“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None